Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2011 12:38 Mynd: www.votnogveidi.is Veiði hefur verið með afbrigðum góð í Litluá í Kelduhverfi í allt vor og ekki síður það sem af er sumri. Framan var um blandaðan afla, sjóbirting, staðbundinn urriða og bleikju að ræða, en upp á síðkastið, aðalega urriði. Til marks um þessa fínu veiði eru þessar myndir sem við fengum hjá hópi danskra veiðimanna sem þar voru fyrir skemmstu. Eins og sjá má af myndefninu eru stórir og glæsilegir urriðar í ánni. Litlaá virðist hafa verið að breytast nokkuð sem veiðiá síðustu árin, menn finna fyrir því að staðbundinn urriði hefur styrkst mjög sem stofn og þar sem lífríki árinnar er með afbrigðum auðugt og gefandi, þá ná þessir fiskar mikilli stærð. Þá er öllum fiski sleppt þannig að af nógu er jafnan að taka. Hér er linkur á magnaða myndasyrpu úr Litlu á: https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3885 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði Stangveiði Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði
Veiði hefur verið með afbrigðum góð í Litluá í Kelduhverfi í allt vor og ekki síður það sem af er sumri. Framan var um blandaðan afla, sjóbirting, staðbundinn urriða og bleikju að ræða, en upp á síðkastið, aðalega urriði. Til marks um þessa fínu veiði eru þessar myndir sem við fengum hjá hópi danskra veiðimanna sem þar voru fyrir skemmstu. Eins og sjá má af myndefninu eru stórir og glæsilegir urriðar í ánni. Litlaá virðist hafa verið að breytast nokkuð sem veiðiá síðustu árin, menn finna fyrir því að staðbundinn urriði hefur styrkst mjög sem stofn og þar sem lífríki árinnar er með afbrigðum auðugt og gefandi, þá ná þessir fiskar mikilli stærð. Þá er öllum fiski sleppt þannig að af nógu er jafnan að taka. Hér er linkur á magnaða myndasyrpu úr Litlu á: https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3885 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði
Stangveiði Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði