"Veðurguðir greiða gamla skuld" 2. ágúst 2011 09:34 Mynd af www.votnogveidi.is Hér er frétt sem við fengum frá vefnum Vötn og Veiði: Ástþór Jóhannsson leigutaki og staðarhaldari við Straumfjarðará hefur þann skemmtilega sið að senda okkur ca tvær skýrslur á hverju sumri þar sem hann tekur saman gang mála. Að þessu sinni ríkir mikil gleði í pistlinum!Ástþór skrifar: „Eftir rólegan fyrsta mánuðinn af laxveiðivertíðinni hér í Straumfjarðará dró til tíðinda þegar vindar fóru að blása af suðri í vaxandi straumi. Eins og annarsstaðar um vesturlandið gekk lax seinna en vant var og við það bættist að allt stefndi í enn eitt þurrkasumarið hér vestur á Snæfellsnesi, sem hefur stórlega skert veiðina í ánni yfir hávertíðina, undanfarin þrjú ár. Þegar annars ætti að veiðast vel, því öll þurrkaárin hefur verið nóg af fiski í ánni. Fyrir réttri viku gældi staðarhaldari hér í þessari á af hógværð við þá hugmynd að vonandi næði veiðin í ánni hundrað löxum fyrir mánaðarmótin. Á sunnudaginn 24. júlí voru bókaðir 85 laxar, eftir fyrsta mánuðinn. Og læddist sá illi grunur að staðarhaldara hvort áin ætlaði að „djamma" enn eitt sumarið vegna vatnsleysis. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3961 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði
Hér er frétt sem við fengum frá vefnum Vötn og Veiði: Ástþór Jóhannsson leigutaki og staðarhaldari við Straumfjarðará hefur þann skemmtilega sið að senda okkur ca tvær skýrslur á hverju sumri þar sem hann tekur saman gang mála. Að þessu sinni ríkir mikil gleði í pistlinum!Ástþór skrifar: „Eftir rólegan fyrsta mánuðinn af laxveiðivertíðinni hér í Straumfjarðará dró til tíðinda þegar vindar fóru að blása af suðri í vaxandi straumi. Eins og annarsstaðar um vesturlandið gekk lax seinna en vant var og við það bættist að allt stefndi í enn eitt þurrkasumarið hér vestur á Snæfellsnesi, sem hefur stórlega skert veiðina í ánni yfir hávertíðina, undanfarin þrjú ár. Þegar annars ætti að veiðast vel, því öll þurrkaárin hefur verið nóg af fiski í ánni. Fyrir réttri viku gældi staðarhaldari hér í þessari á af hógværð við þá hugmynd að vonandi næði veiðin í ánni hundrað löxum fyrir mánaðarmótin. Á sunnudaginn 24. júlí voru bókaðir 85 laxar, eftir fyrsta mánuðinn. Og læddist sá illi grunur að staðarhaldara hvort áin ætlaði að „djamma" enn eitt sumarið vegna vatnsleysis. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3961 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði