Mest tveggja ára laxar af Jöklusvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 15. ágúst 2011 09:55 Hinn magnaði veiðistaður Steinbogi í Jöklu Mynd af www.veidimenn.com Við vorum að koma af Jöklusvæðinu og það má með sanni segja að þar syndi tröllin í djúpunum. Á einum og hálfum degi settum við í þrettán laxa og náðum ekki nema þremur á land. En þeir voru allir eins, allt hrygnur um 75 sm langar. Alla vega tveir tuttugu punda fóru af. Einn í hinum magnaða veiðistað Steinboga, en sá var búinn að sýna sig vel og vandlega, bæði veiðimönnum og leiðsögumanni sem allir voru sammála um að sá drjóli hafi verið um 20 pundin. Annar sem aldrei sást tók flugu veiðimanns í Fossárklöppum og reif svo út línu og undirlínu á fullum krafti þrátt fyrir að bremsan á hjólinu væri í botni. Sá endaði með að slíta 18 punda taum eins og tvinna þegar hann var búinn að fá nóg af rokunum. Mikið af laxi sást á flestum stöðum í Jöklu og einnig var Kaldá að fá góðar göngur. Þrír stórlaxar lágu innan um minni laxa á grunnu vatni í Brúarhyl og var það falleg sjón þegar þeir veltu sér allri um hylinn á sama tíma. Nokkuð af bleikju hefur veiðst á svæðinu og það er nokkuð víst að þeir sem eiga daga þarna framundan eru í góðum málum því það stefnir í að Jökla fari ekki á yfirfall fyrr en seint í september. Stangveiði Mest lesið 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Síðasta vika sú besta í sumar Veiði
Við vorum að koma af Jöklusvæðinu og það má með sanni segja að þar syndi tröllin í djúpunum. Á einum og hálfum degi settum við í þrettán laxa og náðum ekki nema þremur á land. En þeir voru allir eins, allt hrygnur um 75 sm langar. Alla vega tveir tuttugu punda fóru af. Einn í hinum magnaða veiðistað Steinboga, en sá var búinn að sýna sig vel og vandlega, bæði veiðimönnum og leiðsögumanni sem allir voru sammála um að sá drjóli hafi verið um 20 pundin. Annar sem aldrei sást tók flugu veiðimanns í Fossárklöppum og reif svo út línu og undirlínu á fullum krafti þrátt fyrir að bremsan á hjólinu væri í botni. Sá endaði með að slíta 18 punda taum eins og tvinna þegar hann var búinn að fá nóg af rokunum. Mikið af laxi sást á flestum stöðum í Jöklu og einnig var Kaldá að fá góðar göngur. Þrír stórlaxar lágu innan um minni laxa á grunnu vatni í Brúarhyl og var það falleg sjón þegar þeir veltu sér allri um hylinn á sama tíma. Nokkuð af bleikju hefur veiðst á svæðinu og það er nokkuð víst að þeir sem eiga daga þarna framundan eru í góðum málum því það stefnir í að Jökla fari ekki á yfirfall fyrr en seint í september.
Stangveiði Mest lesið 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Síðasta vika sú besta í sumar Veiði