Löw: Götze gerir einföldu hlutina svo vel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2011 09:20 Götze fagnar marki sínu gegn Brasilíu í gær. Nordic Photos/AFP Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, segist eiga við afar jákvætt vandamál að stríða þegar kemur að því að velja lið sitt. Þýskaland lagði Brasilíu 3-2 í vináttulandsleik í gær. Hinir ungu Mario Götze og Andreas Schurrle voru á skotskónum í Stuttgart í gærkvöldi. Götze, sem leikur með Dortmund, er aðeins 19 ára og Schurrle, leikmaður Bayer Leverkusen, árinu eldri. Löw var himinlifandi með frammistöðu þeirra og leikmannahópinn sem hann hefur úr að velja. „Mario Götze er afar meðvitaður um staðsetningu leikmanna á vellinum. Jafnvel þegar hann er króaður af tekst honum að finna leið út,“ sagði Löw að leik loknum. Götze, sem var lykilmaður í meistaraliði Dortmund á síðustu leiktíð, fór á kostum gegn Hamburg um nýliðna helgi þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp annað. Framliggjandi miðjumaðurinn opnaði markareikning sinn með þýska landsliðinu í gær. „Það eru einföldu hlutirnir sem hann gerir svo vel og gerir hann að sterkum leikmanni,“ sagði Löw. Þetta var fyrsti sigur Þjóðverja á Brasilíu frá árinu 1993 eða í átján ár. Philip Lahm, fyrirliði Þjóðverja, er aldursforseti liðsins þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gamall. Meðalaldur þýska liðsins í gærkvöld var undir 24 ára. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, segist eiga við afar jákvætt vandamál að stríða þegar kemur að því að velja lið sitt. Þýskaland lagði Brasilíu 3-2 í vináttulandsleik í gær. Hinir ungu Mario Götze og Andreas Schurrle voru á skotskónum í Stuttgart í gærkvöldi. Götze, sem leikur með Dortmund, er aðeins 19 ára og Schurrle, leikmaður Bayer Leverkusen, árinu eldri. Löw var himinlifandi með frammistöðu þeirra og leikmannahópinn sem hann hefur úr að velja. „Mario Götze er afar meðvitaður um staðsetningu leikmanna á vellinum. Jafnvel þegar hann er króaður af tekst honum að finna leið út,“ sagði Löw að leik loknum. Götze, sem var lykilmaður í meistaraliði Dortmund á síðustu leiktíð, fór á kostum gegn Hamburg um nýliðna helgi þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp annað. Framliggjandi miðjumaðurinn opnaði markareikning sinn með þýska landsliðinu í gær. „Það eru einföldu hlutirnir sem hann gerir svo vel og gerir hann að sterkum leikmanni,“ sagði Löw. Þetta var fyrsti sigur Þjóðverja á Brasilíu frá árinu 1993 eða í átján ár. Philip Lahm, fyrirliði Þjóðverja, er aldursforseti liðsins þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gamall. Meðalaldur þýska liðsins í gærkvöld var undir 24 ára.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira