Ísköld og drullug upp fyrir haus 31. ágúst 2011 15:45 myndir/antonía Ljósmyndasyrpa sem Antonía Lárusdóttir 15 ára stelpa úr Hagaskóla tók af vinkonu sinni hefur vakið verðskuldaða athygli á Facebook. Lífið á Vísi hafði samband við þennan hæfileikaríka ljósmyndara til að forvitnast um áhugamálið og myndatökuna þar sem drulla kemur við sögu. „Nei ég er ekki búin að læra neitt varðandi ljósmyndun og hef bara enga reynslu nema það að taka að mér svona lítil verkefni fyrir jólakort og svona. En draumurinn er að fara á námskeið og taka að mér stærri verkefni. Ég er eiginlega bara nýbyrjuð á þessu myndastússi," svarar Antonía. „Í fyrra sumar tók vinkona mín, Heba Lind, mig í myndatöku. Þá fyrst fattaði ég að hver sem er getur tekið myndir ef hann vill. Ég fékk þá myndavélina hennar mömmu lánaða, Canon 400D, og bara byrjaði að taka myndir. Fyrst tók ég myndavélina hvert sem ég fór og tók bara myndir af lífinu mínu." Spurð út í myndasyrpuna sem má skoða hér svarar Antonía: „Ég var með þessa hugmynd um að mynda stelpu í drullupolli. Hera vinkona mín var svo ákkurat sú sem ég var að leita að fyrir þessa myndatöku svo ég spurði hana og hún var svo góð að segja já. Ég farðaði hana og valdi fötin og svona og svo keyrðum við á staðinn hjá Örfyrisey. Þar var drullan miklu dýpri en mig minnti svo fætur okkar sukku djúpt ofan í drulluna."Flippaðasta sem við höfðum gert „Við vorum báðar í skóm og sokkum sem finnast aldei aftur. Þetta var rosalega gaman samt. Við héldum báðar áfram að segja að þetta væri það flippaðasta sem við höfðum gert. Mér leið samt illa á tímabili því Heru varð orðið skítkalt og ég hélt áfram að henda á hana drullu. Að komast upp í bílinn allar í drullu var samt það sem við hugsuðum ekki alveg út í áður en við lögðum af stað en einhvern veginn virkaði þetta."Ánægð með útkomuna „Ég er rosalega glöð með útkomuna á myndunum en ég er líka búin að læra mína lexíu að það er ekki sniðugt að taka myndavél með sér í drullu."Skilur hvað ástríða er „Ég er viss um að ég mun aldrei geta hætt að gera það sem ég er að gera núna. Ég er að eyða miklum tíma í þetta áhugamál og ég vil aldrei stoppa. Nú skil ég hvað orðið ástríða virkilega þýðir. Í framtíðinni vil ég fara í nám til útlanda og spreyta mig þar og svo bara sjá hvert þetta leiðir mig," segir þessi hæfileikaríka unga stúlka. Sjá myndirnar hér.Bloggið hennar Antoníu hér. Skroll-Lífið Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Ljósmyndasyrpa sem Antonía Lárusdóttir 15 ára stelpa úr Hagaskóla tók af vinkonu sinni hefur vakið verðskuldaða athygli á Facebook. Lífið á Vísi hafði samband við þennan hæfileikaríka ljósmyndara til að forvitnast um áhugamálið og myndatökuna þar sem drulla kemur við sögu. „Nei ég er ekki búin að læra neitt varðandi ljósmyndun og hef bara enga reynslu nema það að taka að mér svona lítil verkefni fyrir jólakort og svona. En draumurinn er að fara á námskeið og taka að mér stærri verkefni. Ég er eiginlega bara nýbyrjuð á þessu myndastússi," svarar Antonía. „Í fyrra sumar tók vinkona mín, Heba Lind, mig í myndatöku. Þá fyrst fattaði ég að hver sem er getur tekið myndir ef hann vill. Ég fékk þá myndavélina hennar mömmu lánaða, Canon 400D, og bara byrjaði að taka myndir. Fyrst tók ég myndavélina hvert sem ég fór og tók bara myndir af lífinu mínu." Spurð út í myndasyrpuna sem má skoða hér svarar Antonía: „Ég var með þessa hugmynd um að mynda stelpu í drullupolli. Hera vinkona mín var svo ákkurat sú sem ég var að leita að fyrir þessa myndatöku svo ég spurði hana og hún var svo góð að segja já. Ég farðaði hana og valdi fötin og svona og svo keyrðum við á staðinn hjá Örfyrisey. Þar var drullan miklu dýpri en mig minnti svo fætur okkar sukku djúpt ofan í drulluna."Flippaðasta sem við höfðum gert „Við vorum báðar í skóm og sokkum sem finnast aldei aftur. Þetta var rosalega gaman samt. Við héldum báðar áfram að segja að þetta væri það flippaðasta sem við höfðum gert. Mér leið samt illa á tímabili því Heru varð orðið skítkalt og ég hélt áfram að henda á hana drullu. Að komast upp í bílinn allar í drullu var samt það sem við hugsuðum ekki alveg út í áður en við lögðum af stað en einhvern veginn virkaði þetta."Ánægð með útkomuna „Ég er rosalega glöð með útkomuna á myndunum en ég er líka búin að læra mína lexíu að það er ekki sniðugt að taka myndavél með sér í drullu."Skilur hvað ástríða er „Ég er viss um að ég mun aldrei geta hætt að gera það sem ég er að gera núna. Ég er að eyða miklum tíma í þetta áhugamál og ég vil aldrei stoppa. Nú skil ég hvað orðið ástríða virkilega þýðir. Í framtíðinni vil ég fara í nám til útlanda og spreyta mig þar og svo bara sjá hvert þetta leiðir mig," segir þessi hæfileikaríka unga stúlka. Sjá myndirnar hér.Bloggið hennar Antoníu hér.
Skroll-Lífið Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira