Lokatölur úr Andakílsá Karl Lúðvíksson skrifar 3. október 2011 09:30 Mynd af www.svfr.is Veiði lauk í Andakílsá á sl. föstudag. Samtals veiddust 180 laxar í ánni í sumar samkvæmt Kristjáni Guðmundssyni formanni árnefndar. Veiðin skiptist þannig á milli mánaða að einn lax fékkst í júnímánuði (af silungasvæðinu), 70 laxar fengust í júlí, 64 laxar í ágústmánuði og 45 laxar í september. Alls gera þetta 180 laxar. Skipting agns var þannig að 107 laxar veiddust á flugu en 73 á maðk. Skv. veiðibók var 10 fiskum var sleppt þetta sumarið á móti 9 fiskum sumarið 2010. Hlutfall slepptra laxa er mun hærra nú þar sem 331 fiskur kom á land í fyrra. Bestu flugur voru: Rauð Frances(26), svört Frances(12), Sunray Shadow(12), Snælda(11), Green butt(4) og Undertaker(4). Aðrar flugur voru með minna og má nefna að um 30 flugunöfn voru skráð til bókar á þessa 107 fiska. Veiðin sumarið 2011 er sú næst lakasta frá því að SVFR tók ána á leigu, einungis árið 2004 er daprara, þá veiddust 129 laxar á svæðinu. Líkt og undangengin ár eru veiðistaðir 3 og 4 (Efri Fossbakkahylur) bestu veiðistaðirnir, 80 fiskar fengust í veiðistað 3 og 66 í veiðistað 4 (Efri Fossbakkahyl). Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Nýr leigutaki að Skjálfandafljóti Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Forboðinn ilmur, sjússasmjatt og skvaldur Veiði
Veiði lauk í Andakílsá á sl. föstudag. Samtals veiddust 180 laxar í ánni í sumar samkvæmt Kristjáni Guðmundssyni formanni árnefndar. Veiðin skiptist þannig á milli mánaða að einn lax fékkst í júnímánuði (af silungasvæðinu), 70 laxar fengust í júlí, 64 laxar í ágústmánuði og 45 laxar í september. Alls gera þetta 180 laxar. Skipting agns var þannig að 107 laxar veiddust á flugu en 73 á maðk. Skv. veiðibók var 10 fiskum var sleppt þetta sumarið á móti 9 fiskum sumarið 2010. Hlutfall slepptra laxa er mun hærra nú þar sem 331 fiskur kom á land í fyrra. Bestu flugur voru: Rauð Frances(26), svört Frances(12), Sunray Shadow(12), Snælda(11), Green butt(4) og Undertaker(4). Aðrar flugur voru með minna og má nefna að um 30 flugunöfn voru skráð til bókar á þessa 107 fiska. Veiðin sumarið 2011 er sú næst lakasta frá því að SVFR tók ána á leigu, einungis árið 2004 er daprara, þá veiddust 129 laxar á svæðinu. Líkt og undangengin ár eru veiðistaðir 3 og 4 (Efri Fossbakkahylur) bestu veiðistaðirnir, 80 fiskar fengust í veiðistað 3 og 66 í veiðistað 4 (Efri Fossbakkahyl). Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Nýr leigutaki að Skjálfandafljóti Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Forboðinn ilmur, sjússasmjatt og skvaldur Veiði