Gæsaveiðin góð síðustu daga Karl Lúðvíksson skrifar 11. október 2011 15:43 Hreggviður og Brynjar eftir ágætismorgun við Ármót Mynd: Hafliði Halldórson Gæsaveiðin í Landeyjunum hefur verið mjög góð síðustu daga og flestir sem við höfum haft samband við gert ágætis veiði. Menn hafa verið að fá 10-60 fugla í morgunfluginu og það virðist ekki vanta gæsina þetta árið frekar enn í fyrra. Ein af bestu veiðijörðum landsins ef ekki í Evrópu hvað gæsina varðar er Ármót í Landeyjunum og veiðin þar hefur verið með allbesta móti í haust. Þúsundir fugla hafa verið þar í ökrunum í haust og það sér ekki högg á vatni þó svo að það hafi verið skotnar nokkur hundruð gæsir þar í haust, enda akrarnir nokkuð víðfemdir og nóg æti fyrir fuglinn í korni sem er búið að fella. Frekari upplýsingar um veiðina í Ármóti má finna á www.hunt.is Þar eins og víðar hefur þó verið mikið af álft. Hafliði Halldórsson á Ármóti sagið að fyrir fáum dögum hefðu verið meira en þúsund álftir við akrana, en hann og hans fólk verið duglegir að koma henni í burtu jafnharðann og hún sest niður. Það má reikna með að það verði skotið langt fram í nóvember því stór stofn af gæs virðist vera farin að halda vetursetu á landinu svo lengi sem veturinn er ekki mjög harður. Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði
Gæsaveiðin í Landeyjunum hefur verið mjög góð síðustu daga og flestir sem við höfum haft samband við gert ágætis veiði. Menn hafa verið að fá 10-60 fugla í morgunfluginu og það virðist ekki vanta gæsina þetta árið frekar enn í fyrra. Ein af bestu veiðijörðum landsins ef ekki í Evrópu hvað gæsina varðar er Ármót í Landeyjunum og veiðin þar hefur verið með allbesta móti í haust. Þúsundir fugla hafa verið þar í ökrunum í haust og það sér ekki högg á vatni þó svo að það hafi verið skotnar nokkur hundruð gæsir þar í haust, enda akrarnir nokkuð víðfemdir og nóg æti fyrir fuglinn í korni sem er búið að fella. Frekari upplýsingar um veiðina í Ármóti má finna á www.hunt.is Þar eins og víðar hefur þó verið mikið af álft. Hafliði Halldórsson á Ármóti sagið að fyrir fáum dögum hefðu verið meira en þúsund álftir við akrana, en hann og hans fólk verið duglegir að koma henni í burtu jafnharðann og hún sest niður. Það má reikna með að það verði skotið langt fram í nóvember því stór stofn af gæs virðist vera farin að halda vetursetu á landinu svo lengi sem veturinn er ekki mjög harður.
Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði