Rjúpnahelgi framundan Karl Lúðvíksson skrifar 15. nóvember 2011 13:52 Guðmundur Arnar og Benedikt Guðmundssynir gera sig klára fyrir rjúpuna Nú styttist í þriðju helgina í rjúpu og veðurspáin er víst alveg með ágætum víðast hvar um landið alla helgina. Reikna má með mikilli umferðveiðimanna víðast hvar og eru menn hvattir til að sýna tillitsemi og hófsemi við veiðarnar. Við heyrðum í bræðrunum Guðmundi Arnari og Benedikt, en þeir eru á leiðinni á rjúpu um helgina eins og margir. "Það er mikill spenningur í hópnum fyrir næstu helgi og er útséð með að veðrið verði fullkomið á Holtavörðuheiðinni alla vega á laugardaginn lögn og kannski smá frost. Snjó hefur mikið tekið upp sem gerir veiðarnar ýfið kræsilegir og léttari yfirferðar. Ljóst er að á þessum slóðum er mun meira af rjúpu heldur enn á sama tíma í fyrra og ekki annað að sjá að menn hafi gætt hófs við veiðarnar. Útiveran er ansi stór partur af þessum veiðum ásamt góðum félagsskap og veislumat á kvöldin". Annars virðist vera nokkuð af fugli mjög víða en sérstaklega hafa menn talað um að mikið sé upp á heiðunum við Fljótsdal. Vesturlandið gaf einnig ágætlega fyrir veiðihlé og sama með norðurlandið, það er einna helst að lítið sé að frétta af Vestfjörðunum, en það er nú oft þannig að menn láta lítið heyra frá sér þegar vel veiðist. Stangveiði Mest lesið Bubbi og Klaus Frimor verða á Veiðimessu Veiði Veiðimenn vilja elda sjálfir Veiði Lifnar aðeins yfir Blöndu Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Veiðin í Elliðavatni hefst 19.apríl Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Veiddi lítinn verkalýðsdrjóla Veiði Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði
Nú styttist í þriðju helgina í rjúpu og veðurspáin er víst alveg með ágætum víðast hvar um landið alla helgina. Reikna má með mikilli umferðveiðimanna víðast hvar og eru menn hvattir til að sýna tillitsemi og hófsemi við veiðarnar. Við heyrðum í bræðrunum Guðmundi Arnari og Benedikt, en þeir eru á leiðinni á rjúpu um helgina eins og margir. "Það er mikill spenningur í hópnum fyrir næstu helgi og er útséð með að veðrið verði fullkomið á Holtavörðuheiðinni alla vega á laugardaginn lögn og kannski smá frost. Snjó hefur mikið tekið upp sem gerir veiðarnar ýfið kræsilegir og léttari yfirferðar. Ljóst er að á þessum slóðum er mun meira af rjúpu heldur enn á sama tíma í fyrra og ekki annað að sjá að menn hafi gætt hófs við veiðarnar. Útiveran er ansi stór partur af þessum veiðum ásamt góðum félagsskap og veislumat á kvöldin". Annars virðist vera nokkuð af fugli mjög víða en sérstaklega hafa menn talað um að mikið sé upp á heiðunum við Fljótsdal. Vesturlandið gaf einnig ágætlega fyrir veiðihlé og sama með norðurlandið, það er einna helst að lítið sé að frétta af Vestfjörðunum, en það er nú oft þannig að menn láta lítið heyra frá sér þegar vel veiðist.
Stangveiði Mest lesið Bubbi og Klaus Frimor verða á Veiðimessu Veiði Veiðimenn vilja elda sjálfir Veiði Lifnar aðeins yfir Blöndu Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Veiðin í Elliðavatni hefst 19.apríl Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Veiddi lítinn verkalýðsdrjóla Veiði Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði