Borðar ís fyrir kraftlyftingamót 2. desember 2011 13:30 Það er ekki nema eitt ár síðan Hulda B. Waage byrjaði að æfa kraftlyftingar en hún varð bikarmeistari kvenna í greininni á Bikarmeistaramóti KRAFT 2011 sem haldið var um síðustu helgi á Akureyri. Þá sló hún fjögur Íslandsmet á mótinu. Hulda keppti fyrir Breiðablik sem var stigahæsta liðið á mótinu. Hún æfir sex sinnum í viku en dagurinn byrjar ekki fyrr en hún er búin að fá sér góðan morgunmat. Fyrir mót borðar hún síðan ógrynni af ís.Af hverju fórst þú að æfa kraftlyftingar ? Þjálfarinn minn, Jens Andri Fylkisson, sem er ÍAK einkaþjálfari og kraftlyftingamaður, sannfærði mig um það eftir nokkra mánuði í einkaþjálfun að ég væri gott efni í góðan kraftlyftingaíþróttamann. Mig langaði alltaf að verða sterk en þó var hugsunin alltaf sú í þjálfuninni að verða léttari, það hefur ekki beint tekist en ég er mun grennri og flottari.Er öðruvísi að vera kona í þessari grein? Ég býst fastlega við að það sé öðruvísi að vera kona í þessari grein, sem og í öðrum íþróttum. Ég hef bara aldrei prófað að vera karlmaður svo ég hef ekki samanburðinn. Við erum auðvitað færri í íþróttinni og ég er því oft eina daman sem er að æfa með strákunum í „Camelot", lyftingasal Breiðabliks. Þeir eru yfirleitt mjög þægilegir í umgengni en það er þó ekki alltaf, þeir mega þó eiga það að þeir gefa manni góða leiðsögn og styðja við bakið á mér og eru virkilega stoltir af þeim árangri sem ég hef náð.Er bikarmeistaratitillinn þinn besti árangur? Já, ég verð nú að segja að það er minn besti árangur enda eitthvað sem ég hef unnið hart að síðan á Íslandsmeistaramótinu sem var haldið í mars. Á bikarmótinu setti ég líka 4 Íslandsmet sem er það sem ég er stoltust af. Ég byrjaði mótið ekkert sérstaklega vel en setti þó Íslandsmet í hnébeygju, 160,5 kg, og ég kláraði rosalega vel á réttstöðu 179,5 kg sem er Íslandsmet og 12 kg meira en fyrra Íslandsmetið sem Guðrún Gróa setti í mars á Íslandsmeistaramótinu og það sem meira er þyngsta gildandi íslandsmet í réttstöðu kvenna.Hvaða merkingu hefur bikarmeistaratitillinn? Fyrir mig persónulega þá er ég loksins að ná því markmiði sem ég setti mér, eitthvað sem mér datt ekki einu sinni í hug að ég gæti og að öll sú vinna sem ég lagði í þetta var alls ekki til einskis. Utan þess þá hefur þessi titill þá merkingu að ég á mjög líklega möguleika á að fara erlendis að keppa.Hverju þakkarðu árangurinn? Mikilli vinnu, góðu mataræði og fæðubótaefnum frá perform.is, frábærum þjálfara og því að ég gafst aldrei upp þó að á móti blési. Ég hef æft að minnsta kosti 6 sinnum í viku síðan í nóvember í fyrra, reyndar hafa æfingarnar verið mis erfiðar og sumar bara léttir göngutúrar en að minnst 3 í viku hef ég tekið þungar og langar lyftingaæfingar. Dagurinn byrjar ekki fyrr en ég fæ mér góðan morgunmat þá annað hvort próteindrykk og ávöxt eða 3 spæld egg og smoothie sem ég geri úr appelsínusafa, spínati, engifer og lime. Matarræðið samanstendur af próteindrykkjum (Hámark og 100% Whey Protein frá Perform.is), eggjum, fiski, kjúklingi, grænmeti, ávöxtum og hnetum. Ís er sér fæðuflokkur hjá mér og fyrir mót á ég það til að borða ógrynni af ís, Ég er sannfærð um að hann gefi vel. Svo er það fæðubótin, á hverju degi tek ég inn D-vítamín, magnesíum, zink, Creatine ethyl ester og CLA.Hvað stefnir þú á í framhaldinu? Næstkomandi laugardag keppi ég í réttstöðulyftu á Selfossi, markmiðið er að fara yfir Íslandsmetið mitt. Eftir það tekur við smá pása, sem er þó engin pása þjálfunin heldur áfram en breytist örlítið. Annars er hellingur af mótum á næsta ári, vonandi keppi ég erlendis. Markmiðið er að vera samkeppnishæf á erlendri grundu. Næstu kílóatölur sem ég stefni að eru 210 kg í réttstöðu, 200 kg í hnébeygju og 117,5 kg í bekkpressu og ég vil ná þeim tölum á næsta ári. Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira
Það er ekki nema eitt ár síðan Hulda B. Waage byrjaði að æfa kraftlyftingar en hún varð bikarmeistari kvenna í greininni á Bikarmeistaramóti KRAFT 2011 sem haldið var um síðustu helgi á Akureyri. Þá sló hún fjögur Íslandsmet á mótinu. Hulda keppti fyrir Breiðablik sem var stigahæsta liðið á mótinu. Hún æfir sex sinnum í viku en dagurinn byrjar ekki fyrr en hún er búin að fá sér góðan morgunmat. Fyrir mót borðar hún síðan ógrynni af ís.Af hverju fórst þú að æfa kraftlyftingar ? Þjálfarinn minn, Jens Andri Fylkisson, sem er ÍAK einkaþjálfari og kraftlyftingamaður, sannfærði mig um það eftir nokkra mánuði í einkaþjálfun að ég væri gott efni í góðan kraftlyftingaíþróttamann. Mig langaði alltaf að verða sterk en þó var hugsunin alltaf sú í þjálfuninni að verða léttari, það hefur ekki beint tekist en ég er mun grennri og flottari.Er öðruvísi að vera kona í þessari grein? Ég býst fastlega við að það sé öðruvísi að vera kona í þessari grein, sem og í öðrum íþróttum. Ég hef bara aldrei prófað að vera karlmaður svo ég hef ekki samanburðinn. Við erum auðvitað færri í íþróttinni og ég er því oft eina daman sem er að æfa með strákunum í „Camelot", lyftingasal Breiðabliks. Þeir eru yfirleitt mjög þægilegir í umgengni en það er þó ekki alltaf, þeir mega þó eiga það að þeir gefa manni góða leiðsögn og styðja við bakið á mér og eru virkilega stoltir af þeim árangri sem ég hef náð.Er bikarmeistaratitillinn þinn besti árangur? Já, ég verð nú að segja að það er minn besti árangur enda eitthvað sem ég hef unnið hart að síðan á Íslandsmeistaramótinu sem var haldið í mars. Á bikarmótinu setti ég líka 4 Íslandsmet sem er það sem ég er stoltust af. Ég byrjaði mótið ekkert sérstaklega vel en setti þó Íslandsmet í hnébeygju, 160,5 kg, og ég kláraði rosalega vel á réttstöðu 179,5 kg sem er Íslandsmet og 12 kg meira en fyrra Íslandsmetið sem Guðrún Gróa setti í mars á Íslandsmeistaramótinu og það sem meira er þyngsta gildandi íslandsmet í réttstöðu kvenna.Hvaða merkingu hefur bikarmeistaratitillinn? Fyrir mig persónulega þá er ég loksins að ná því markmiði sem ég setti mér, eitthvað sem mér datt ekki einu sinni í hug að ég gæti og að öll sú vinna sem ég lagði í þetta var alls ekki til einskis. Utan þess þá hefur þessi titill þá merkingu að ég á mjög líklega möguleika á að fara erlendis að keppa.Hverju þakkarðu árangurinn? Mikilli vinnu, góðu mataræði og fæðubótaefnum frá perform.is, frábærum þjálfara og því að ég gafst aldrei upp þó að á móti blési. Ég hef æft að minnsta kosti 6 sinnum í viku síðan í nóvember í fyrra, reyndar hafa æfingarnar verið mis erfiðar og sumar bara léttir göngutúrar en að minnst 3 í viku hef ég tekið þungar og langar lyftingaæfingar. Dagurinn byrjar ekki fyrr en ég fæ mér góðan morgunmat þá annað hvort próteindrykk og ávöxt eða 3 spæld egg og smoothie sem ég geri úr appelsínusafa, spínati, engifer og lime. Matarræðið samanstendur af próteindrykkjum (Hámark og 100% Whey Protein frá Perform.is), eggjum, fiski, kjúklingi, grænmeti, ávöxtum og hnetum. Ís er sér fæðuflokkur hjá mér og fyrir mót á ég það til að borða ógrynni af ís, Ég er sannfærð um að hann gefi vel. Svo er það fæðubótin, á hverju degi tek ég inn D-vítamín, magnesíum, zink, Creatine ethyl ester og CLA.Hvað stefnir þú á í framhaldinu? Næstkomandi laugardag keppi ég í réttstöðulyftu á Selfossi, markmiðið er að fara yfir Íslandsmetið mitt. Eftir það tekur við smá pása, sem er þó engin pása þjálfunin heldur áfram en breytist örlítið. Annars er hellingur af mótum á næsta ári, vonandi keppi ég erlendis. Markmiðið er að vera samkeppnishæf á erlendri grundu. Næstu kílóatölur sem ég stefni að eru 210 kg í réttstöðu, 200 kg í hnébeygju og 117,5 kg í bekkpressu og ég vil ná þeim tölum á næsta ári.
Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira