Umsóknarferlið að hefjast hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 28. desember 2011 10:52 Framundan er annatími hjá SVFR, en umsóknaferli veiðileyfa fer nú í hönd. Athygli skal vakin á því að aðeins eldri félagsmenn fá send umsóknablöð að þessu sinni. Síðustu ár hafa rafrænar umsóknir leyst hin hefðbundnu umsóknarblöð af hólmi. Er nú svo komið að slíkur fjöldi sækir um rafrænt að markleysa þykir að senda út eyðublöð með þeim mikla kostnaði sem því fylgir. Því hefur verið gerð sú breyting að aðeins eru send umsóknareyðublöð í pósti til elstu félaganna. Þeir sem eru 62 ára og eldri fá því send hin hefðbundnu eyðublöð, aðrir ekki. Félagsmenn sem vilja sækja um á pappírsformi geta áfram gert slíkt, en þá verða þeir hinir sömu að prenta út eyðublöðin sjálfir af heimasíðunni. Munu þau verða þar aðgengileg innan skamms. Næstu daga verður opnað fyrir rafrænar umsóknir hér á síðunni, en verið er að endursmíða umsóknarformið. Hið gamla var úr sér gengið og því þurfti að fara í þá vinnu upp á nýtt. En við opnum á umsóknirnar innan skamms, og verður félagsmönnum tilkynnt um það formlega í tölvupósti. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ytri Rangá fer vel af stað Veiði
Framundan er annatími hjá SVFR, en umsóknaferli veiðileyfa fer nú í hönd. Athygli skal vakin á því að aðeins eldri félagsmenn fá send umsóknablöð að þessu sinni. Síðustu ár hafa rafrænar umsóknir leyst hin hefðbundnu umsóknarblöð af hólmi. Er nú svo komið að slíkur fjöldi sækir um rafrænt að markleysa þykir að senda út eyðublöð með þeim mikla kostnaði sem því fylgir. Því hefur verið gerð sú breyting að aðeins eru send umsóknareyðublöð í pósti til elstu félaganna. Þeir sem eru 62 ára og eldri fá því send hin hefðbundnu eyðublöð, aðrir ekki. Félagsmenn sem vilja sækja um á pappírsformi geta áfram gert slíkt, en þá verða þeir hinir sömu að prenta út eyðublöðin sjálfir af heimasíðunni. Munu þau verða þar aðgengileg innan skamms. Næstu daga verður opnað fyrir rafrænar umsóknir hér á síðunni, en verið er að endursmíða umsóknarformið. Hið gamla var úr sér gengið og því þurfti að fara í þá vinnu upp á nýtt. En við opnum á umsóknirnar innan skamms, og verður félagsmönnum tilkynnt um það formlega í tölvupósti. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ytri Rangá fer vel af stað Veiði