Ein af stjörnum morgundagsins 3. janúar 2011 00:00 Brynjar Sigurðsson hefur vakið töluverða athygli og var meðal annars valinn ein af stjörnum morgundagsins af Ronan og Erwan Bouroullec. Honum var í kjölfarið boðið að hanna forsíðuna fyrir Wallpaper. Fréttablaðið/Vilhelm Brynjar Sigurðsson stundar um þessar mundir nám í vöruhönnun við hinn virta svissneska skóla ECAL í Lausanne. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Brynjar þegar vakið mikla athygli. Brynjar Sigurðsson er einungis 24 ára en er þegar búinn með BA-próf í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. „Ég kláraði menntaskólann í MS en var alltaf tengdur einhverju skapandi. Ég ákvað að sækja um vöruhönnun þegar ég var að klára stúdentinn og hef eiginlega verið í þessu síðan þá, féll kylliflatur fyrir þessu," segir Brynjar, sem notaði jólafríið til að heimsækja vini og vandamenn. ECAL-skólinn í Lausanne, sem Brynjar er við nám í, þykir meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Hann segir námið byggjast upp á mikilli keyrslu. „Þeir eru með ríka hefð fyrir góðum kennurum og verkefnin eru yfirleitt tengd einhverjum fyrirtækjum. Við erum hálfpartinn að framleiða verkefni á færibandi og náum ekkert að halda áfram með þau eða þróa almennilega fyrr en eftir útskrift. Draumurinn er auðvitað að einhver af þeim verði framleidd af stærri fyrirtækjum," útskýrir Brynjar en hann hefur meðal annars hannað barnaleikföng sem flugfélög ættu að geta nýtt sér. Brynjar hefur vakið feykilega mikla athygli fyrir hönnun sína þrátt fyrir að vera enn í námi. Nýlega völdu Ronan og Erwan Bouroullec, sem eru meðal fremstu hönnuða heims um þessar mundir, Brynjar sem eina af stjörnum morgundagsins í skapandi greinum fyrir tímaritið Wallpaper. Brynjari var í kjölfarið boðið að hanna forsíðu blaðsins fyrir janúarútgáfuna á þessu ári. Þykir það gríðarlegur heiður því Wallpaper er talið vera leiðandi í straumum og stefnum á þessu sviði. freyrgigja@frettabladid.isForsíðan sem Brynjar gerði fyrir Wallpaper. Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Brynjar Sigurðsson stundar um þessar mundir nám í vöruhönnun við hinn virta svissneska skóla ECAL í Lausanne. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Brynjar þegar vakið mikla athygli. Brynjar Sigurðsson er einungis 24 ára en er þegar búinn með BA-próf í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. „Ég kláraði menntaskólann í MS en var alltaf tengdur einhverju skapandi. Ég ákvað að sækja um vöruhönnun þegar ég var að klára stúdentinn og hef eiginlega verið í þessu síðan þá, féll kylliflatur fyrir þessu," segir Brynjar, sem notaði jólafríið til að heimsækja vini og vandamenn. ECAL-skólinn í Lausanne, sem Brynjar er við nám í, þykir meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Hann segir námið byggjast upp á mikilli keyrslu. „Þeir eru með ríka hefð fyrir góðum kennurum og verkefnin eru yfirleitt tengd einhverjum fyrirtækjum. Við erum hálfpartinn að framleiða verkefni á færibandi og náum ekkert að halda áfram með þau eða þróa almennilega fyrr en eftir útskrift. Draumurinn er auðvitað að einhver af þeim verði framleidd af stærri fyrirtækjum," útskýrir Brynjar en hann hefur meðal annars hannað barnaleikföng sem flugfélög ættu að geta nýtt sér. Brynjar hefur vakið feykilega mikla athygli fyrir hönnun sína þrátt fyrir að vera enn í námi. Nýlega völdu Ronan og Erwan Bouroullec, sem eru meðal fremstu hönnuða heims um þessar mundir, Brynjar sem eina af stjörnum morgundagsins í skapandi greinum fyrir tímaritið Wallpaper. Brynjari var í kjölfarið boðið að hanna forsíðu blaðsins fyrir janúarútgáfuna á þessu ári. Þykir það gríðarlegur heiður því Wallpaper er talið vera leiðandi í straumum og stefnum á þessu sviði. freyrgigja@frettabladid.isForsíðan sem Brynjar gerði fyrir Wallpaper.
Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira