Þekkileg söngvaraplata Trausti Júlíusson skrifar 3. janúar 2011 06:00 Draumskógur með Valgerði Guðnadóttur. Tónlist Draumskógur Valgerður Guðnadóttir Valgerður Guðnadóttir vakti fyrst athygli þegar hún söng hlutverk Maríu Magdalenu í Jesús Christ Superstar í Verzló 1994. Síðan hefur hún verið iðin við kolann, numið söng og sungið stór hlutverk í fjölmörgum leikhúsverkum, þ.ám. Söngvaseið. Draumskógur er hennar fyrsta sólóplata og hún er að mörgu leyti vel heppnuð. Á plötunni eru ellefu sígild popplög, íslensk og erlend, í nýjum útsetningum. Þetta eru allt fallegar söngmelódíur. Þarna eru til dæmis Orfeus og Evridís Megasar, Ský á himni eftir Spilverkið, Kate Bush-lagið The Man With The Child In His Eyes með íslenskum texta og Draumaprinsinn eftir Magnús Eiríksson. Lögin eru útsett fyrir strengjasveit, píanó, kassagítar, slagverk og þverflautu. Útsetningarnar, sem eru í höndum Þorvaldar Bjarna og Vignis Snæs, eru smekklegar og gefa rödd Valgerðar mikið pláss. Söngurinn er hér í aðalhlutverki, sem kemur vel út, enda Valgerður fyrsta flokks söngkona. Á heildina litið notaleg plata, fín til að slá á fimbulkuldann og jólastressið. Niðurstaða: Notalegt popp. Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist Draumskógur Valgerður Guðnadóttir Valgerður Guðnadóttir vakti fyrst athygli þegar hún söng hlutverk Maríu Magdalenu í Jesús Christ Superstar í Verzló 1994. Síðan hefur hún verið iðin við kolann, numið söng og sungið stór hlutverk í fjölmörgum leikhúsverkum, þ.ám. Söngvaseið. Draumskógur er hennar fyrsta sólóplata og hún er að mörgu leyti vel heppnuð. Á plötunni eru ellefu sígild popplög, íslensk og erlend, í nýjum útsetningum. Þetta eru allt fallegar söngmelódíur. Þarna eru til dæmis Orfeus og Evridís Megasar, Ský á himni eftir Spilverkið, Kate Bush-lagið The Man With The Child In His Eyes með íslenskum texta og Draumaprinsinn eftir Magnús Eiríksson. Lögin eru útsett fyrir strengjasveit, píanó, kassagítar, slagverk og þverflautu. Útsetningarnar, sem eru í höndum Þorvaldar Bjarna og Vignis Snæs, eru smekklegar og gefa rödd Valgerðar mikið pláss. Söngurinn er hér í aðalhlutverki, sem kemur vel út, enda Valgerður fyrsta flokks söngkona. Á heildina litið notaleg plata, fín til að slá á fimbulkuldann og jólastressið. Niðurstaða: Notalegt popp.
Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira