Óskar fellur fyrir kóngi 24. febrúar 2011 18:00 Lítil spenna Að mati Thariqs Khan, kvikmyndaspekúlants Fox-fréttastofunnar, ríkir lítil spenna í helstu flokkum Óskarsins. Colin Firth og Natalie Portman fara heim með styttuna góðu, og það sama gerir Christian Bale. The King‘s Speech verður valin kvikmynd ársins og Khan hallast að því að Melissa Leo hljóti gullhúðaða karlinn sem besta leikkona í aukahlutverki. IMG_7391.CR2 Black Swan Á sunnudagskvöldið er komið að því að kvenkynsstjörnur Hollywood eyði milljónum í útlit sitt og karlarnir troði jafnvel bótoxi í ennið sitt. Það er nefnilega Óskarskvöld, mesta glamúrveisla ársins þar sem tár, gremja og gleði ráða ríkjum. Þau Anne Hathaway og James Franco eru kynnar kvöldsins og gestir Kodak-hallarinnar eiga því von á fremur ljúfum móttökum, ólíkt síðustu Golden Globe-athöfn þar sem Ricky Gervais skaut á allt kvikt. Óskarinn er stærstu verðlaun kvikmyndabransans og sú viðurkenning sem flestir kvikmyndagerðarmenn þrá (nema kannski leikkonur því yfirleitt skilja þær við eiginmenn sína eftir að hafa komist á snoðir um framhjáhald þeirra eftir að hafa fengið styttuna í hendurnar). Úrslitin á Óskarnum þykja nokkuð gefin þetta árið. Thariq Khan, kvikmyndaspekúlant Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, hefur verið ótrúlega sannspár undanfarin fjögur ár og hann lýsir því yfir á vefsíðu sinni að The King‘s Speech hljóti Óskarinn í ár sem besta kvikmyndin. „Það eru áttatíu prósenta líkur á því, ég hef aldrei séð The Social Network sem Óskarsmynd þótt hún hafi vissulega verið frábær,“ skrifar Khan og bætir því við að margir í bandarísku Akademíunni sjái The King‘s Speech sem afturhvarf til stórmynda á borð við Arabíu-Lawrence og Umhverfis jörðina á 80 dögum. Khan brýtur ekkert blað í spádómum sínum um aðalleikarana því himinn og jörð munu farast ef Natalie Portman fær ekki Óskarinn fyrir Black Swan og Colin Firth verður sniðgenginn fyrir túlkun sína á hinum stamandi kóngi. Þau tvö hafa sópað til sín öllum helstu leikaraverðlaununum og akademían verður sér til skammar ef hún horfir framhjá þeim. Christian Bale þykir nokkuð öruggur, að mati Khan, um Óskarinn fyrir frammistöðu sína sem ólánsamur bróðir Mark Wahlberg í The Fighter en mesta spennan virðist vera í kringum aukaleikkonurnar. Khan er nokkuð djarfur í þeirri spá sinni og trúir því að Melissa Leo fari heim með styttuna góðu fyrir leik sinn í The Fighter. „Það eru meiri en helmingslíkur á því. Þetta er samt eini leikaraflokkurinn sem er eitthvað spennandi,“ skrifar Khan. Óskarinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og hefst útsending klukkan hálf tvö. Ívar Guðmundsson og Skarphéðinn Guðmundsson lýsa því sem fyrir augu ber en útsendingin stendur í þrjá og hálfan tíma. Tæplega klukkutíma fyrr er reyndar útsending frá rauða dreglinum sem áhugafólk um tísku og dýra kjóla ætti ekki að láta framhjá sér fara. freyrgigja@frettabladid.isThe Fighter kvikmynd 2010 Christian Bale Mark Wahlberg Golden Globes Lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
IMG_7391.CR2 Black Swan Á sunnudagskvöldið er komið að því að kvenkynsstjörnur Hollywood eyði milljónum í útlit sitt og karlarnir troði jafnvel bótoxi í ennið sitt. Það er nefnilega Óskarskvöld, mesta glamúrveisla ársins þar sem tár, gremja og gleði ráða ríkjum. Þau Anne Hathaway og James Franco eru kynnar kvöldsins og gestir Kodak-hallarinnar eiga því von á fremur ljúfum móttökum, ólíkt síðustu Golden Globe-athöfn þar sem Ricky Gervais skaut á allt kvikt. Óskarinn er stærstu verðlaun kvikmyndabransans og sú viðurkenning sem flestir kvikmyndagerðarmenn þrá (nema kannski leikkonur því yfirleitt skilja þær við eiginmenn sína eftir að hafa komist á snoðir um framhjáhald þeirra eftir að hafa fengið styttuna í hendurnar). Úrslitin á Óskarnum þykja nokkuð gefin þetta árið. Thariq Khan, kvikmyndaspekúlant Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, hefur verið ótrúlega sannspár undanfarin fjögur ár og hann lýsir því yfir á vefsíðu sinni að The King‘s Speech hljóti Óskarinn í ár sem besta kvikmyndin. „Það eru áttatíu prósenta líkur á því, ég hef aldrei séð The Social Network sem Óskarsmynd þótt hún hafi vissulega verið frábær,“ skrifar Khan og bætir því við að margir í bandarísku Akademíunni sjái The King‘s Speech sem afturhvarf til stórmynda á borð við Arabíu-Lawrence og Umhverfis jörðina á 80 dögum. Khan brýtur ekkert blað í spádómum sínum um aðalleikarana því himinn og jörð munu farast ef Natalie Portman fær ekki Óskarinn fyrir Black Swan og Colin Firth verður sniðgenginn fyrir túlkun sína á hinum stamandi kóngi. Þau tvö hafa sópað til sín öllum helstu leikaraverðlaununum og akademían verður sér til skammar ef hún horfir framhjá þeim. Christian Bale þykir nokkuð öruggur, að mati Khan, um Óskarinn fyrir frammistöðu sína sem ólánsamur bróðir Mark Wahlberg í The Fighter en mesta spennan virðist vera í kringum aukaleikkonurnar. Khan er nokkuð djarfur í þeirri spá sinni og trúir því að Melissa Leo fari heim með styttuna góðu fyrir leik sinn í The Fighter. „Það eru meiri en helmingslíkur á því. Þetta er samt eini leikaraflokkurinn sem er eitthvað spennandi,“ skrifar Khan. Óskarinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og hefst útsending klukkan hálf tvö. Ívar Guðmundsson og Skarphéðinn Guðmundsson lýsa því sem fyrir augu ber en útsendingin stendur í þrjá og hálfan tíma. Tæplega klukkutíma fyrr er reyndar útsending frá rauða dreglinum sem áhugafólk um tísku og dýra kjóla ætti ekki að láta framhjá sér fara. freyrgigja@frettabladid.isThe Fighter kvikmynd 2010 Christian Bale Mark Wahlberg
Golden Globes Lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning