Lét drauminn rætast og gerði plötu með pabba 18. mars 2011 09:00 Oddur Snær Magnússon lét drauminn rætast og tók upp sólóplötu fyrir þrítugsafmæli sitt. „Þetta er hlutur sem ég þurfti að gera áður en ég varð þrítugur," segir Oddur Snær Magnússon, sonur tónlistarmannsins Magnúsar Kjartanssonar. Oddur Snær heldur útgáfuhóf í kvöld, daginn fyrir þrítugsafmælið sitt, í tilefni af sinni fyrstu sólóplötu, Tækifæri. Hún hefur að geyma tökulög sem hafa lengi verið í uppáhaldi hjá honum og verða þau afhjúpuð í útgáfuhófinu í kvöld. „Þetta var seinasti séns til að gera eitthvað svona og þá var náttúrulega slegið til. Ég byrjaði að vinna í þessu í janúar," segir Oddur Snær, sem er ekki þekktur fyrir sönghæfileika sína. Hann ákvað að ganga alla leið með „grínið" því hann pantaði hljóðverstíma hjá föður sínum, lét útbúa plötuumslag með mynd af sér og sendi út fréttatilkynningu til vina og vandamanna, sem komu algjörlega af fjöllum.Umslag plötunnar Tækifæri sem Oddur lét útbúa vegna afmælisins.Aðspurður segir hann að kostulegt hafi verið að vinna með föður sínum í fyrsta sinn. „Þarna var ég með einn reyndasta upptökustjóra Íslands sem hefur unnið með Geirmundi Valtýssyni, Megasi og Hallbirni Hjartarsyni. Ég var þarna í góðra manna hópi undir hans leiðsögn," segir hann léttur og telur sig hafa hitt í mark hjá föður sínum. „Ég held ég hafi komið honum einstaklega á óvart með leyndum sönghæfileikum sem ég er búinn að liggja á eins og ormur á gulli í þrjátíu ár." Oddur Snær hefur lengi staðið í skugganum af systur sinni Margréti Gauju hvað sönghæfileika varðar því hann var fjögurra ára þegar hún söng Sólarsömbu með föður þeirra í Eurovision-keppninni. „Það mætti segja að ég sé að hefna mín núna. Hún er augljóslega að farast úr öfundsýki út af þessari plötu."Magnús Kjartansson.Oddur á reyndar stuttan feril að baki sem tónlistarmaður því hann vann Músíktilraunir með hljómsveitinni Stæner árið 1998 þar sem hann spilaði á hljómborð. Einnig syngur hann með karlakór Kaffibarsins. „Þetta blundar þarna undir niðri. Það er bara spurning um að virkja það." Maggi Kjartans hafði gaman af því að vinna með syni sínum og er sérlega ánægður með bassarödd hans. „Þegar hann tilkynnti mér að hann væri kominn í kór hélt ég að ég væri að heyra vitlaust því ég hafði aldrei heyrt hann syngja," segir hann. „Ég ætla ekki að fella neinn dóm um sönghæfileika hans nema bara að hann heldur lagi og er með þessa bassarödd. En diskurinn og öll þessi uppákoma er ein stór kómedía sem hann er að búa til." freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Þetta er hlutur sem ég þurfti að gera áður en ég varð þrítugur," segir Oddur Snær Magnússon, sonur tónlistarmannsins Magnúsar Kjartanssonar. Oddur Snær heldur útgáfuhóf í kvöld, daginn fyrir þrítugsafmælið sitt, í tilefni af sinni fyrstu sólóplötu, Tækifæri. Hún hefur að geyma tökulög sem hafa lengi verið í uppáhaldi hjá honum og verða þau afhjúpuð í útgáfuhófinu í kvöld. „Þetta var seinasti séns til að gera eitthvað svona og þá var náttúrulega slegið til. Ég byrjaði að vinna í þessu í janúar," segir Oddur Snær, sem er ekki þekktur fyrir sönghæfileika sína. Hann ákvað að ganga alla leið með „grínið" því hann pantaði hljóðverstíma hjá föður sínum, lét útbúa plötuumslag með mynd af sér og sendi út fréttatilkynningu til vina og vandamanna, sem komu algjörlega af fjöllum.Umslag plötunnar Tækifæri sem Oddur lét útbúa vegna afmælisins.Aðspurður segir hann að kostulegt hafi verið að vinna með föður sínum í fyrsta sinn. „Þarna var ég með einn reyndasta upptökustjóra Íslands sem hefur unnið með Geirmundi Valtýssyni, Megasi og Hallbirni Hjartarsyni. Ég var þarna í góðra manna hópi undir hans leiðsögn," segir hann léttur og telur sig hafa hitt í mark hjá föður sínum. „Ég held ég hafi komið honum einstaklega á óvart með leyndum sönghæfileikum sem ég er búinn að liggja á eins og ormur á gulli í þrjátíu ár." Oddur Snær hefur lengi staðið í skugganum af systur sinni Margréti Gauju hvað sönghæfileika varðar því hann var fjögurra ára þegar hún söng Sólarsömbu með föður þeirra í Eurovision-keppninni. „Það mætti segja að ég sé að hefna mín núna. Hún er augljóslega að farast úr öfundsýki út af þessari plötu."Magnús Kjartansson.Oddur á reyndar stuttan feril að baki sem tónlistarmaður því hann vann Músíktilraunir með hljómsveitinni Stæner árið 1998 þar sem hann spilaði á hljómborð. Einnig syngur hann með karlakór Kaffibarsins. „Þetta blundar þarna undir niðri. Það er bara spurning um að virkja það." Maggi Kjartans hafði gaman af því að vinna með syni sínum og er sérlega ánægður með bassarödd hans. „Þegar hann tilkynnti mér að hann væri kominn í kór hélt ég að ég væri að heyra vitlaust því ég hafði aldrei heyrt hann syngja," segir hann. „Ég ætla ekki að fella neinn dóm um sönghæfileika hans nema bara að hann heldur lagi og er með þessa bassarödd. En diskurinn og öll þessi uppákoma er ein stór kómedía sem hann er að búa til." freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp