Manchester bíður eftir Björk - Tónleikar á Íslandi ekki ákveðnir enn 23. mars 2011 17:00 Björk frumflytur tónlist af Biophilia í Manchester. Björk Guðmundsdóttir frumflytur tónlist af plötu sinni Biophilia í sumar með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra, þar á meðal stafræns pípuorgels og tíu metra pendúls. Björk kemur fram á sex tónleikum á Alþjóðlegu listahátíðinni í Manchester, MIF, í sumar. Hún verður gestalistamaður á margmiðlunarsviði hátíðarinnar í þrjár vikur þar sem hún frumflytur tónlist af væntanlegri plötu sinni Biophillia með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra sem hafa verið sköpuð fyrir þetta verkefni. Á meðal sérhannaðra hljóðfæra verður pípuorgel sem verður stjórnað stafrænt og um tíu metra pendúll sem nýtir sér þyngdarafl jarðarinnar til að skapa tónlistarleg mynstur sem skapa brú milli þess forna og nútímalega. Verkefnið Biophilia fagnar því hvernig hljóð birtist í náttúrunni í tengslum við óendanlega útþenslu alheimsins, frá sólkerfum til samsetningar atómsins. Tónlistin og hugbúnaðurinn verður fáanlegur hjá iTunes og í App-búðinni. Tónlistin verður einnig fáanleg á geisla- og vínylplötu. Enn á eftir að tilkynna útgáfudag. Í sérstöku samstarfi við MIF-hátíðina ferðast Björk með Biophilia til annarra borga í heiminum eftir frumflutninginn í Manchester. „Það er heiður að fá að vinna með Björk og hjálpa henni við þessa metnaðarfullu frumsýningu og við hlökkum til að ferðast með þetta verkefni til helstu borga heims," sagði Alex Poots, stjórnandi hátíðarinnar. Ísland hefur hingað til ekki verið útundan í tónleikaferðum Bjarkar og vafalítið hefðu íslenskir áhorfendur gaman af að sjá þetta nýjasta sjónarspil hennar. Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu segir að enn eigi eftir að ganga frá þeim málum. „Það er ekki ennþá komið á hreint en Ísland hefur alltaf verið með í öllum þessum ferðum hennar." MIF-hátíðin mun einnig vinna með ungu fólki í Manchester til að kynna sér tónlistarlegar, vísindalegar og tæknilegar hugmyndir sem liggja á bak við verkefnið. Skólabörnum verður gefið tækifæri til að kynnast heimi Biophilia frá fyrstu hendi í gegnum námskeið sem veitir þeim innblástur og gerir þeim kleift að sökkva sér inn í heim þar sem tækni, tónlist og náttúra mætast. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir frumflytur tónlist af plötu sinni Biophilia í sumar með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra, þar á meðal stafræns pípuorgels og tíu metra pendúls. Björk kemur fram á sex tónleikum á Alþjóðlegu listahátíðinni í Manchester, MIF, í sumar. Hún verður gestalistamaður á margmiðlunarsviði hátíðarinnar í þrjár vikur þar sem hún frumflytur tónlist af væntanlegri plötu sinni Biophillia með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra sem hafa verið sköpuð fyrir þetta verkefni. Á meðal sérhannaðra hljóðfæra verður pípuorgel sem verður stjórnað stafrænt og um tíu metra pendúll sem nýtir sér þyngdarafl jarðarinnar til að skapa tónlistarleg mynstur sem skapa brú milli þess forna og nútímalega. Verkefnið Biophilia fagnar því hvernig hljóð birtist í náttúrunni í tengslum við óendanlega útþenslu alheimsins, frá sólkerfum til samsetningar atómsins. Tónlistin og hugbúnaðurinn verður fáanlegur hjá iTunes og í App-búðinni. Tónlistin verður einnig fáanleg á geisla- og vínylplötu. Enn á eftir að tilkynna útgáfudag. Í sérstöku samstarfi við MIF-hátíðina ferðast Björk með Biophilia til annarra borga í heiminum eftir frumflutninginn í Manchester. „Það er heiður að fá að vinna með Björk og hjálpa henni við þessa metnaðarfullu frumsýningu og við hlökkum til að ferðast með þetta verkefni til helstu borga heims," sagði Alex Poots, stjórnandi hátíðarinnar. Ísland hefur hingað til ekki verið útundan í tónleikaferðum Bjarkar og vafalítið hefðu íslenskir áhorfendur gaman af að sjá þetta nýjasta sjónarspil hennar. Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu segir að enn eigi eftir að ganga frá þeim málum. „Það er ekki ennþá komið á hreint en Ísland hefur alltaf verið með í öllum þessum ferðum hennar." MIF-hátíðin mun einnig vinna með ungu fólki í Manchester til að kynna sér tónlistarlegar, vísindalegar og tæknilegar hugmyndir sem liggja á bak við verkefnið. Skólabörnum verður gefið tækifæri til að kynnast heimi Biophilia frá fyrstu hendi í gegnum námskeið sem veitir þeim innblástur og gerir þeim kleift að sökkva sér inn í heim þar sem tækni, tónlist og náttúra mætast. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira