Kjóllinn hennar Kate 23. apríl 2011 13:30 Vilhjálmur prins klæðist einkennisbúning frá breska flughernum er hann gengur í það heilaga með Kate Middleton en miklar vangaveltur eru varðandi hvaða hönnun tilvonandi prinsessa klæðist. nordicphotos/afp Sarah Burton Nýr hönnuður Alexander McQueen er í uppáhaldi hjá Middleton og þykir líkleg til að vera þessa stundina að leggja lokahönd á brúðarkjólinn. Nordicphotos/getty Enn er allt á huldu um hver hannar og hvernig brúðarkjóll Kate Middleton verður er hún gengur í það heilaga með Vilhjálmi bretaprins þann 29. apríl næstkomandi. Bæði Sarah Burton, sem hannar fyrir tískuhús Alexander McQueen, og Bruce Oldfield þykja líkleg. Það er meðvituð ákvörðun hjá tilvonandi prinsessunni Kate Middleton að halda öllum leyndu varðandi brúðarkjól sinn en hún vill koma í veg fyrir að Vilhjálmur komist á snoðir um í hvernig stíl kjóllinn er. Margir hafa verið nefndir í sambandi við hönnun kjólsins en ljóst þykir að viðkomandi er breskur en af nógu er að taka í hönnuðaflóru þeirra. Hönnuðirnir Sarah Burton, sem hannar fyrir tískuhús Alexander McQueen, og Bruce Oldfield þykja líkleg til að hafa hreppt hnossið. Burton hefur heillað tískuheiminn eftir að hún tók við merki Alexander McQueen þegar hann lést og er þekkt fyrir fallega kjóla úr flæðandi efni með töffaralegum brag. Bruce Oldfield var hins vegar einn af uppáhaldsfatahönnuðum Díönu prinsessu og margir sem veðja á að Middleton hafi valið Oldfield til að heiðra minningu hennar. Oldfield hannaði til dæmis bláa kjólinn sem tilvonandi Middleton klæddist þegar parið opinberaði trúlofun sína en hönnuðurinn er fjölhæfur og til að mynda með einkennisklæðnað starfsmanna skyndibitakeðjunnar McDonalds á ferilskránni. Einnig hafa nöfn á borð við Sophie Cranston, Vivianne Westwood, Stella McCartney og Marchesa verið nefnd í þessu samhengi. Það er hins vegar búið að opinbera að Vilhjálmur prins klæðist einkennisbúning frá breska flughernum en Middleton átti þátt í velja það fyrir hann. Breskir tískupennar skiptast á að hrósa Kate Middleton fyrir fallegan klæðaburð og ljóst þykir að ný tískufyrirmynd er að fæðast í Bretlandi. Það er því ekki skrýtið að mikil eftirvænting ríkir fyrir kjólnum og eiga margir eftir að sitja límdir við skjáinn þegar hún gengur niður 90 metra langa kirkjugólfið í Westminster Abbey kirkjunni. alfrun@frettabladid.isBruce Oldfield Einn af uppáhaldshönnuðum Díönu prinsessu heitinnar en hann hannaði trúlofunarkjól Middleton sem sló í gegn. Nordicphotos/afp William & Kate Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Sarah Burton Nýr hönnuður Alexander McQueen er í uppáhaldi hjá Middleton og þykir líkleg til að vera þessa stundina að leggja lokahönd á brúðarkjólinn. Nordicphotos/getty Enn er allt á huldu um hver hannar og hvernig brúðarkjóll Kate Middleton verður er hún gengur í það heilaga með Vilhjálmi bretaprins þann 29. apríl næstkomandi. Bæði Sarah Burton, sem hannar fyrir tískuhús Alexander McQueen, og Bruce Oldfield þykja líkleg. Það er meðvituð ákvörðun hjá tilvonandi prinsessunni Kate Middleton að halda öllum leyndu varðandi brúðarkjól sinn en hún vill koma í veg fyrir að Vilhjálmur komist á snoðir um í hvernig stíl kjóllinn er. Margir hafa verið nefndir í sambandi við hönnun kjólsins en ljóst þykir að viðkomandi er breskur en af nógu er að taka í hönnuðaflóru þeirra. Hönnuðirnir Sarah Burton, sem hannar fyrir tískuhús Alexander McQueen, og Bruce Oldfield þykja líkleg til að hafa hreppt hnossið. Burton hefur heillað tískuheiminn eftir að hún tók við merki Alexander McQueen þegar hann lést og er þekkt fyrir fallega kjóla úr flæðandi efni með töffaralegum brag. Bruce Oldfield var hins vegar einn af uppáhaldsfatahönnuðum Díönu prinsessu og margir sem veðja á að Middleton hafi valið Oldfield til að heiðra minningu hennar. Oldfield hannaði til dæmis bláa kjólinn sem tilvonandi Middleton klæddist þegar parið opinberaði trúlofun sína en hönnuðurinn er fjölhæfur og til að mynda með einkennisklæðnað starfsmanna skyndibitakeðjunnar McDonalds á ferilskránni. Einnig hafa nöfn á borð við Sophie Cranston, Vivianne Westwood, Stella McCartney og Marchesa verið nefnd í þessu samhengi. Það er hins vegar búið að opinbera að Vilhjálmur prins klæðist einkennisbúning frá breska flughernum en Middleton átti þátt í velja það fyrir hann. Breskir tískupennar skiptast á að hrósa Kate Middleton fyrir fallegan klæðaburð og ljóst þykir að ný tískufyrirmynd er að fæðast í Bretlandi. Það er því ekki skrýtið að mikil eftirvænting ríkir fyrir kjólnum og eiga margir eftir að sitja límdir við skjáinn þegar hún gengur niður 90 metra langa kirkjugólfið í Westminster Abbey kirkjunni. alfrun@frettabladid.isBruce Oldfield Einn af uppáhaldshönnuðum Díönu prinsessu heitinnar en hann hannaði trúlofunarkjól Middleton sem sló í gegn. Nordicphotos/afp
William & Kate Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira