Með tvö lög í þáttunum So You Think You Can Dance 27. apríl 2011 11:00 „Þetta er frekar kúl. Ég horfi alltaf á þættina. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, sem á tvö lög í næstu þáttaröð af So You Think You Can Dance sem fer í loftið í lok maí. Ólafur tekur fram að enn eigi eftir að klippa þættina en miklar líkur séu þó á að lögin tvö, Kjurrt og Gleypa okkur, verði í þáttunum. „Maður veit aldrei hvað endar í sjónvarpi og hvað ekki," segir hann varkár. Lögin eru af síðustu plötu Ólafs, …And They Have Escaped the Weight of Darkness sem kom út í fyrra. Þau eru bæði mjög róleg en tveir dansarar í þáttunum völdu þau fyrir dansatriði sín. Næsta þáttaröð So You Think You Can Dance verður sú áttunda í röðinni. Að meðaltali horfðu um fimm milljónir Bandaríkjamanna á síðustu þáttaröð og því er ljóst að kynningin fyrir Ólaf er mikil. Stutt er síðan hann gerði samning við bandarísku umboðsskrifstofuna CAA, sem er ein sú virtasta í heiminum. Hún er með stjörnur á borð við Steven Spielberg, Opruh Winfrey og Brad Pitt á sínum snærum. Ólafur segir aðspurður að geggjað hafi verið að heimsækja höfuðstöðvar fyrirtækisins í Los Angeles. „Þetta er skýjakljúfur með gati í gegn. Ég var á ódýrum bílaleigubíl og lagði fyrir utan í kringum Lamborghini- og Maserati-bíla," segir hann og hlær. Ólafur fékk enga greiðslu fyrir að undirrita samninginn við CAA en ef hann fær verkefni við kvikmyndatónlist fær hann töluvert fyrir sinn snúð. Það verður að teljast líklegt því hann fékk góð viðbrögð við tónlist sinni í Hollywood-myndinni Another Happy Day með Sam Levinson, Ellen Barkin, Kate Bosworth og Demi Moore í aðalhlutverkum. „Ég var úti í fimm vikur og þeir [fulltrúar CAA] sendu mig á fundi á hverjum degi. Þeir vildu láta mig kynnast öllum í bransanum og ég fór á fundi með öllum indí-upptökustjórunum og kvikmyndaverunum. Ég fór til Warner, Fox og Disney, sem var mjög gaman." Ólafur er staddur heima á Íslandi þessa dagana við upptökur á næstu plötu sinni en stefnir á að fara aftur út til Los Angeles í haust. Í sumar spilar hann á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, auk þess sem hann er að taka upp nýja plötu þjóðlagasveitarinnar Árstíða. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
„Þetta er frekar kúl. Ég horfi alltaf á þættina. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, sem á tvö lög í næstu þáttaröð af So You Think You Can Dance sem fer í loftið í lok maí. Ólafur tekur fram að enn eigi eftir að klippa þættina en miklar líkur séu þó á að lögin tvö, Kjurrt og Gleypa okkur, verði í þáttunum. „Maður veit aldrei hvað endar í sjónvarpi og hvað ekki," segir hann varkár. Lögin eru af síðustu plötu Ólafs, …And They Have Escaped the Weight of Darkness sem kom út í fyrra. Þau eru bæði mjög róleg en tveir dansarar í þáttunum völdu þau fyrir dansatriði sín. Næsta þáttaröð So You Think You Can Dance verður sú áttunda í röðinni. Að meðaltali horfðu um fimm milljónir Bandaríkjamanna á síðustu þáttaröð og því er ljóst að kynningin fyrir Ólaf er mikil. Stutt er síðan hann gerði samning við bandarísku umboðsskrifstofuna CAA, sem er ein sú virtasta í heiminum. Hún er með stjörnur á borð við Steven Spielberg, Opruh Winfrey og Brad Pitt á sínum snærum. Ólafur segir aðspurður að geggjað hafi verið að heimsækja höfuðstöðvar fyrirtækisins í Los Angeles. „Þetta er skýjakljúfur með gati í gegn. Ég var á ódýrum bílaleigubíl og lagði fyrir utan í kringum Lamborghini- og Maserati-bíla," segir hann og hlær. Ólafur fékk enga greiðslu fyrir að undirrita samninginn við CAA en ef hann fær verkefni við kvikmyndatónlist fær hann töluvert fyrir sinn snúð. Það verður að teljast líklegt því hann fékk góð viðbrögð við tónlist sinni í Hollywood-myndinni Another Happy Day með Sam Levinson, Ellen Barkin, Kate Bosworth og Demi Moore í aðalhlutverkum. „Ég var úti í fimm vikur og þeir [fulltrúar CAA] sendu mig á fundi á hverjum degi. Þeir vildu láta mig kynnast öllum í bransanum og ég fór á fundi með öllum indí-upptökustjórunum og kvikmyndaverunum. Ég fór til Warner, Fox og Disney, sem var mjög gaman." Ólafur er staddur heima á Íslandi þessa dagana við upptökur á næstu plötu sinni en stefnir á að fara aftur út til Los Angeles í haust. Í sumar spilar hann á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, auk þess sem hann er að taka upp nýja plötu þjóðlagasveitarinnar Árstíða. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira