Almenn vaxtaniðurgreiðsla til stuðnings íbúðaeigendum Steingrímur J. Sigfússon skrifar 3. maí 2011 06:00 Hátt í þriðjungur landsmanna varð þess var nú um mánaðamótin að lögð var inn á bankareikning þeirra sérstök vaxtaniðurgreiðsla. Þann 1. maí voru greiddar út sérstakar bætur til tæplega 97 þúsund einstaklinga og eru útgjöld ríkissjóðs vegna útgreiðslunnar um 3 mia. kr. (um 5% af heildargreiðslum heimilanna á ári vegna íbúðalána). Síðari hluti útgreiðslu þessa árs verður greiddur út í ágústmánuði. Að hámarki nemur endurgreiðslan vegna sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu 200 þ. kr. hjá einstaklingum en 300 þ. kr. hjá einstæðum foreldrum og hjónum/sambýlisfólki. Þessar greiðslur eru hluti af og í samræmi við þær aðgerðir, sem kynntar voru af hálfu ríkisstjórnar, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða þann 3. desember 2010, til að mæta skuldavanda heimilanna í kjölfar efnahagshrunsins. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða um leiðir til að tryggja fjármögnun hinna síðartöldu á þessum greiðslum í samræmi við desembersamkomulagið. Við gerð samkomulagsins var litið til þess að nauðsynlegt væri í kjölfar efnahagshrunsins að koma til móts við fólk með lán vegna húsnæðisöflunar með almennum hætti. Vandi fjölmargra húsnæðiseigenda til skamms tíma er greiðsluvandi og er því aukin útgreiðsla vaxtabóta afar áhrifarík leið til að mæta þeim vanda. Í heild er gert ráð fyrir að kostnaður vegna vaxtabóta í ár verði um 18 mia. kr. Það þýðir að niðurgreiðsla ríkissjóðs á kostnaði heimilanna vegna húsnæðislána er nálægt 1/3 af gjöldunum (í heild er hann 60 mia. kr.). Ísland er því fremst í flokki OECD-ríkja þegar kemur að vaxtaniðurgreiðslu húsnæðislána, en afar fá, ef nokkur önnur ríki innan OECD eyða rúmlega 1% af landsframleiðslu sinni í slíkar niðurgreiðslur. Eins og fram hefur komið eru hinar nýju bætur greiddar út til mikils fjölda húsnæðiseigenda. Hinn hefðbundni hluti vaxtabótakerfisins er annars eðlis þar sem í þeim hluta eru innbyggðar tekjuskerðingarreglur. Það þýðir að lág- og millitekjuhópar njóta góðs af honum en í tilviki tekjulægstu hópanna mun vaxtaniðurgreiðsla ríkisins nema um 80% af heildarvaxtagjöldum viðkomandi. Hjá hjónum getur hámarksgreiðsla vaxtabóta numið 900 þúsund krónum en áður en farið var út í skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar gat sú upphæð að hámarki verið 400 þúsund krónur. Þetta er því meiri en 120% aukning á hæstu útgreiðslu vaxtabóta. Ásakanir þess efnis að ekkert hafi verið komið til móts við skuldsetta íbúðaeigendur eru því harla innistæðulitlar þegar þessar staðreyndar eru ljósar. Hinar sérstöku vaxtaniðurgreiðslur verða við lýði á árunum 2011 og 2012. Eftir þann tíma er gert ráð fyrir að skuldaúrvinnsluaðgerðum, sbr. hin fjölþættu úrræði sem í boði eru, verði almennt lokið, húsnæðisverð verði þá tekið að hækka og hagvöxtur að skila meiri tekjum og auknum kaupmætti. Þá skiptir ekki litlu máli sá árangur sem náðst hefur við að ná niður vöxtum og verðbólgu, en hvort tveggja mældist um 18% þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Þessir tveir þættir, háir vextir og mikil verðbólga, reyndust íbúðaeigendum mjög íþyngjandi. Húsnæðis- og bílakaupalán í erlendri mynt eða með gjaldeyrisviðmiðun eru svo kapítuli út af fyrir sig. Í því tilviki er einnig að greiðast úr málum og því ríkar ástæður til að ætla að erfiðasta tímabil efnahagshrunsins fyrir íbúðaeigendur sé senn að baki. Er það vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hátt í þriðjungur landsmanna varð þess var nú um mánaðamótin að lögð var inn á bankareikning þeirra sérstök vaxtaniðurgreiðsla. Þann 1. maí voru greiddar út sérstakar bætur til tæplega 97 þúsund einstaklinga og eru útgjöld ríkissjóðs vegna útgreiðslunnar um 3 mia. kr. (um 5% af heildargreiðslum heimilanna á ári vegna íbúðalána). Síðari hluti útgreiðslu þessa árs verður greiddur út í ágústmánuði. Að hámarki nemur endurgreiðslan vegna sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu 200 þ. kr. hjá einstaklingum en 300 þ. kr. hjá einstæðum foreldrum og hjónum/sambýlisfólki. Þessar greiðslur eru hluti af og í samræmi við þær aðgerðir, sem kynntar voru af hálfu ríkisstjórnar, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða þann 3. desember 2010, til að mæta skuldavanda heimilanna í kjölfar efnahagshrunsins. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða um leiðir til að tryggja fjármögnun hinna síðartöldu á þessum greiðslum í samræmi við desembersamkomulagið. Við gerð samkomulagsins var litið til þess að nauðsynlegt væri í kjölfar efnahagshrunsins að koma til móts við fólk með lán vegna húsnæðisöflunar með almennum hætti. Vandi fjölmargra húsnæðiseigenda til skamms tíma er greiðsluvandi og er því aukin útgreiðsla vaxtabóta afar áhrifarík leið til að mæta þeim vanda. Í heild er gert ráð fyrir að kostnaður vegna vaxtabóta í ár verði um 18 mia. kr. Það þýðir að niðurgreiðsla ríkissjóðs á kostnaði heimilanna vegna húsnæðislána er nálægt 1/3 af gjöldunum (í heild er hann 60 mia. kr.). Ísland er því fremst í flokki OECD-ríkja þegar kemur að vaxtaniðurgreiðslu húsnæðislána, en afar fá, ef nokkur önnur ríki innan OECD eyða rúmlega 1% af landsframleiðslu sinni í slíkar niðurgreiðslur. Eins og fram hefur komið eru hinar nýju bætur greiddar út til mikils fjölda húsnæðiseigenda. Hinn hefðbundni hluti vaxtabótakerfisins er annars eðlis þar sem í þeim hluta eru innbyggðar tekjuskerðingarreglur. Það þýðir að lág- og millitekjuhópar njóta góðs af honum en í tilviki tekjulægstu hópanna mun vaxtaniðurgreiðsla ríkisins nema um 80% af heildarvaxtagjöldum viðkomandi. Hjá hjónum getur hámarksgreiðsla vaxtabóta numið 900 þúsund krónum en áður en farið var út í skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar gat sú upphæð að hámarki verið 400 þúsund krónur. Þetta er því meiri en 120% aukning á hæstu útgreiðslu vaxtabóta. Ásakanir þess efnis að ekkert hafi verið komið til móts við skuldsetta íbúðaeigendur eru því harla innistæðulitlar þegar þessar staðreyndar eru ljósar. Hinar sérstöku vaxtaniðurgreiðslur verða við lýði á árunum 2011 og 2012. Eftir þann tíma er gert ráð fyrir að skuldaúrvinnsluaðgerðum, sbr. hin fjölþættu úrræði sem í boði eru, verði almennt lokið, húsnæðisverð verði þá tekið að hækka og hagvöxtur að skila meiri tekjum og auknum kaupmætti. Þá skiptir ekki litlu máli sá árangur sem náðst hefur við að ná niður vöxtum og verðbólgu, en hvort tveggja mældist um 18% þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Þessir tveir þættir, háir vextir og mikil verðbólga, reyndust íbúðaeigendum mjög íþyngjandi. Húsnæðis- og bílakaupalán í erlendri mynt eða með gjaldeyrisviðmiðun eru svo kapítuli út af fyrir sig. Í því tilviki er einnig að greiðast úr málum og því ríkar ástæður til að ætla að erfiðasta tímabil efnahagshrunsins fyrir íbúðaeigendur sé senn að baki. Er það vel.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun