Lady Gaga vísar guðlasti á bug 7. maí 2011 13:00 Lady Gaga-maskínan virðist eitthvað vera farin að hiksta. Eftir fáránlega velgengni að undanförnu hefur nýjasta efninu hennar verið tekið fremur fálega. Og nýjasta myndbandið hennar virðist ekki ætla að valda þeim deilum sem lágu í loftinu. Bandaríska söngkonan Lady Gaga vísar því algerlega á bug í samtali við MTV-sjónvarpsstöðina að nýjasta myndband hennar við lagið Judas sé guðlast. Þvert á móti sé hún ákaflega trúuð og andlega sinnuð manneskja sem virði trúarbrögð allra. „Og þar að auki er ég mjög upptekin af trúarlegri list, eiginlega bara heltekin," hefur MTV eftir söngkonunni. Stiklan hafði vart sungið sitt síðasta fyrr en hinir og þessir kristnu trúarhópar tóku að úthrópa söngkonuna fyrir guðlast. Og það er ekkert skrítið að hinir móðgunargjörnu kristnu trúarhópar í Ameríku hafi fengið hland fyrir hjartað. Í myndbandinu birtist Gaga nefnilega í líki Maríu Magdalenu og á vingott við bæði Jesús og Júdas í einu. Hinir lærisveinarnir eru síðan sýndir leðurklæddir undir merkjum Hell's Angels. En það er engin predikari að brenna diska, plaköt og myndir af Gaga í Biblíubeltinu bandaríska. Á tónlistarvefsíðu Independent er fjallað um myndbandið og það mikla „hype" sem hafði verið skapað í kringum það. Gaga sagði sjálf að myndbandið væri vélhjólamynd að hætti Fellini þar sem lærisveinarnir eru uppreisnarseggir í Jerúsalem nútímans. „Maskínan fór af stað, þetta átti að verða umdeildasta myndband allra tíma og kosta meira en 10 milljónir dollara og þegar tilkynnt var að Lady Gaga væri aðstoðarleikstjóri fóru viðvörunarbjöllurnar strax að hringja," skrifar blaðamaður Independent. Hann bendir hins vegar á að Born This Way hafi ekki náð fyrsta sætinu í Bretlandi og smáskífan Júdas hafi dottið út af topp 20 eftir aðeins þrjár vikur og engan veginn náð sér á strik í Ameríku. „Það kom því ekkert á óvart að myndbandinu skyldi vera lekið á netið degi fyrir áætlaða frumsýningu." Lady Gaga er sjálf alin upp samkvæmt kaþólskum sið og hún hefur tekið fram að myndbandinu sé alls ekki beint gegn kristinni trú. Gaga er auðvitað ekki fyrsta söngkonan sem veldur fjaðrafoki meðal kristinna því Madonna gerði þetta ítrekað á sínum yngri árum. Og eins merkilegt og það kann að hljóma; þá er Madonna einnig alin upp á strangtrúuðu kaþólsku heimili. freyrgigja@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Lady Gaga-maskínan virðist eitthvað vera farin að hiksta. Eftir fáránlega velgengni að undanförnu hefur nýjasta efninu hennar verið tekið fremur fálega. Og nýjasta myndbandið hennar virðist ekki ætla að valda þeim deilum sem lágu í loftinu. Bandaríska söngkonan Lady Gaga vísar því algerlega á bug í samtali við MTV-sjónvarpsstöðina að nýjasta myndband hennar við lagið Judas sé guðlast. Þvert á móti sé hún ákaflega trúuð og andlega sinnuð manneskja sem virði trúarbrögð allra. „Og þar að auki er ég mjög upptekin af trúarlegri list, eiginlega bara heltekin," hefur MTV eftir söngkonunni. Stiklan hafði vart sungið sitt síðasta fyrr en hinir og þessir kristnu trúarhópar tóku að úthrópa söngkonuna fyrir guðlast. Og það er ekkert skrítið að hinir móðgunargjörnu kristnu trúarhópar í Ameríku hafi fengið hland fyrir hjartað. Í myndbandinu birtist Gaga nefnilega í líki Maríu Magdalenu og á vingott við bæði Jesús og Júdas í einu. Hinir lærisveinarnir eru síðan sýndir leðurklæddir undir merkjum Hell's Angels. En það er engin predikari að brenna diska, plaköt og myndir af Gaga í Biblíubeltinu bandaríska. Á tónlistarvefsíðu Independent er fjallað um myndbandið og það mikla „hype" sem hafði verið skapað í kringum það. Gaga sagði sjálf að myndbandið væri vélhjólamynd að hætti Fellini þar sem lærisveinarnir eru uppreisnarseggir í Jerúsalem nútímans. „Maskínan fór af stað, þetta átti að verða umdeildasta myndband allra tíma og kosta meira en 10 milljónir dollara og þegar tilkynnt var að Lady Gaga væri aðstoðarleikstjóri fóru viðvörunarbjöllurnar strax að hringja," skrifar blaðamaður Independent. Hann bendir hins vegar á að Born This Way hafi ekki náð fyrsta sætinu í Bretlandi og smáskífan Júdas hafi dottið út af topp 20 eftir aðeins þrjár vikur og engan veginn náð sér á strik í Ameríku. „Það kom því ekkert á óvart að myndbandinu skyldi vera lekið á netið degi fyrir áætlaða frumsýningu." Lady Gaga er sjálf alin upp samkvæmt kaþólskum sið og hún hefur tekið fram að myndbandinu sé alls ekki beint gegn kristinni trú. Gaga er auðvitað ekki fyrsta söngkonan sem veldur fjaðrafoki meðal kristinna því Madonna gerði þetta ítrekað á sínum yngri árum. Og eins merkilegt og það kann að hljóma; þá er Madonna einnig alin upp á strangtrúuðu kaþólsku heimili. freyrgigja@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira