Bjó sig undir átök við herinn 12. maí 2011 00:00 Pakistanska þingið Gilani forsætisráðherra hafnar ásökunum um vanhæfi leyniþjónustunnar.nordicphotos/AFP Bandaríska sérsveitin, sem réð Osama bin Laden af dögum í Abottabad í byrjun mánaðarins, átti allt eins von á því að lenda í átökum við pakistanska herinn, enda var hún í heimildarleysi að stunda hernað á pakistönsku landsvæði. Þessu er haldið fram í bandaríska dagblaðinu New York Times. Þar segir að á síðustu stundu hafi verið ákveðið að fjölga verulega í sérsveitinni svo hægt yrði að bregðast við árásum frá pakistönskum hermönnum. Breska dagblaðið The Guardian heldur því síðan fram að bandarísk stjórnvöld hafi fyrir nærri áratug fengið leyfi til þess frá pakistönskum stjórnvöldum að senda hermenn gegn bin Laden og tveimur öðrum yfirmönnum Al Kaída, ef þeir fyndust á pakistönsku landsvæði. Pervez Musharraf, þáverandi forseti Pakistans, segir ekkert hæft í þessum fréttum í Guardian. Tengsl Bandaríkjanna og Pakistans hafa versnað eftir árásina á bin Laden. Pakistanar neita því að þarlendir áhrifamenn hafi vitað um felustað bin Ladens og fordæma jafnframt árásir Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hafa engu að síður gert fleiri árásir á Pakistan síðan, síðast í gær þegar þrír menn létu lífið af völdum sprengjuárásar frá ómannaðri bandarískri flaug í norðvesturhluta landsins. - gb Fréttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Bandaríska sérsveitin, sem réð Osama bin Laden af dögum í Abottabad í byrjun mánaðarins, átti allt eins von á því að lenda í átökum við pakistanska herinn, enda var hún í heimildarleysi að stunda hernað á pakistönsku landsvæði. Þessu er haldið fram í bandaríska dagblaðinu New York Times. Þar segir að á síðustu stundu hafi verið ákveðið að fjölga verulega í sérsveitinni svo hægt yrði að bregðast við árásum frá pakistönskum hermönnum. Breska dagblaðið The Guardian heldur því síðan fram að bandarísk stjórnvöld hafi fyrir nærri áratug fengið leyfi til þess frá pakistönskum stjórnvöldum að senda hermenn gegn bin Laden og tveimur öðrum yfirmönnum Al Kaída, ef þeir fyndust á pakistönsku landsvæði. Pervez Musharraf, þáverandi forseti Pakistans, segir ekkert hæft í þessum fréttum í Guardian. Tengsl Bandaríkjanna og Pakistans hafa versnað eftir árásina á bin Laden. Pakistanar neita því að þarlendir áhrifamenn hafi vitað um felustað bin Ladens og fordæma jafnframt árásir Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hafa engu að síður gert fleiri árásir á Pakistan síðan, síðast í gær þegar þrír menn létu lífið af völdum sprengjuárásar frá ómannaðri bandarískri flaug í norðvesturhluta landsins. - gb
Fréttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira