Strembin nótt Elsa Hrund Jensdóttir skrifar 16. júní 2011 10:30 Föstudagur 27. maí 2011 Ég mæti á næturvakt, sem hefst klukkan 23.15. Biðstofan er nokkuð þétt setin og ég veit strax að mín bíður strembin nótt. Maður finnur það einhvern veginn á lyktinni og andrúmsloftinu. Kvöldvaktin tekur á móti mér með stirðu brosi og reynir að gantast með ástandið. Ég sest í sófann, opna sódavatnsflöskuna og virði fyrir mér sjúklingamengi næturinnar. Þar gefur að líta fjölbreytta flóru sjúkdóma og einkenna, sum barnanna virðast lítið lasin en önnur eru mikið veik og þurfa flókna og mikla aðstoð. Ein samstarfskvenna minna les í svip minn og býðst til að vera lengur, hjálpa okkur yfir erfiðasta hjallann. Hún grínast aðeins (með alvörublendnum undirtóni) með brot á yfirvinnubanni, sem þessi skitni yfirvinnutími hefur í för með sér. Hinn hjúkrunarfræðingurinn mætir á næturvaktina og við stöppum stálinu hvor í aðra. Kvöldvaktin fer úrvinda heim – þær eiga jú að mæta aftur eftir átta og hálfan tíma. Við taka hlaup og hröð handtök í nokkrar klukkustundir. Flestir útskrifast til síns heima eftir að hafa fengið stíl í bossann eða friðarpípu og foreldrarnir ráðleggingar og útskýringar. Aðrir þurfa ítarlegri uppvinnslu og leggjast svo inn til áframhaldandi meðferðar eða fá að kúra hjá okkur undir eftirliti. Þegar sjúklingum hefur fækkað, upplýsingar hafa verið skráðar í þar til gert tölvukerfi og allt er fallið í ljúfa löð hefjast næturverkin. Taka þarf til á stofum, tæma yfirfullar ruslatunnur, þrífa skoðunarbekki og fylla á skápa. Ganga þarf úr skugga um að allar bráðagræjur séu tilbúnar til síns brúks á öllum stofum deildarinnar. Fylla þarf á blóðtökuvagna, fara yfir lyfjabirgðir og taka úr uppþvottavélinni. Akútherbergið þarf svo auðvitað að vera í toppstandi. Á meðan á þessari tiltekt stendur halda áfram að tínast inn lasin kríli. Deildarlæknirinn hleypur milli hæða, skýst í fæðingar, upp á vökudeild, inn á legudeildir og svarar köllunum okkar. Henni tekst að halda brosinu alveg fram undir morgun, 16 tímar taka sinn toll þegar varla gefst færi á að setjast niður. Síminn hringir stöðugt. Á hinum endanum eru foreldrar í vandræðum og leysum við úr þeim eftir bestu getu. Klukkan er allt í einu orðin hálf sex og enn koma 2 börn. Þolinmæðin er minni og lítið eftir á tanknum fyrir þreytta og hrædda foreldra en ég geri mitt besta og vona að brosið nái til augnanna. Morgunvaktin kemur rétt fyrir átta, ennþá úrvinda. Þær sofnuðu seint, enda erfitt að leggjast beint upp í rúm eftir svona hasar. Ég er komin heim upp úr hálf níu. Kíki á fréttamiðla og Facebook og sé enn einu sinni frétt um flugumferðastjóra í launaviðræðum. Það fýkur í mig. Hvað fæ ég í laun fyrir stressið og álagið í vinnunni minni? Tja, við skulum segja að það sé asskoti langt í milljónina, ég á mun styttra í núllið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Föstudagur 27. maí 2011 Ég mæti á næturvakt, sem hefst klukkan 23.15. Biðstofan er nokkuð þétt setin og ég veit strax að mín bíður strembin nótt. Maður finnur það einhvern veginn á lyktinni og andrúmsloftinu. Kvöldvaktin tekur á móti mér með stirðu brosi og reynir að gantast með ástandið. Ég sest í sófann, opna sódavatnsflöskuna og virði fyrir mér sjúklingamengi næturinnar. Þar gefur að líta fjölbreytta flóru sjúkdóma og einkenna, sum barnanna virðast lítið lasin en önnur eru mikið veik og þurfa flókna og mikla aðstoð. Ein samstarfskvenna minna les í svip minn og býðst til að vera lengur, hjálpa okkur yfir erfiðasta hjallann. Hún grínast aðeins (með alvörublendnum undirtóni) með brot á yfirvinnubanni, sem þessi skitni yfirvinnutími hefur í för með sér. Hinn hjúkrunarfræðingurinn mætir á næturvaktina og við stöppum stálinu hvor í aðra. Kvöldvaktin fer úrvinda heim – þær eiga jú að mæta aftur eftir átta og hálfan tíma. Við taka hlaup og hröð handtök í nokkrar klukkustundir. Flestir útskrifast til síns heima eftir að hafa fengið stíl í bossann eða friðarpípu og foreldrarnir ráðleggingar og útskýringar. Aðrir þurfa ítarlegri uppvinnslu og leggjast svo inn til áframhaldandi meðferðar eða fá að kúra hjá okkur undir eftirliti. Þegar sjúklingum hefur fækkað, upplýsingar hafa verið skráðar í þar til gert tölvukerfi og allt er fallið í ljúfa löð hefjast næturverkin. Taka þarf til á stofum, tæma yfirfullar ruslatunnur, þrífa skoðunarbekki og fylla á skápa. Ganga þarf úr skugga um að allar bráðagræjur séu tilbúnar til síns brúks á öllum stofum deildarinnar. Fylla þarf á blóðtökuvagna, fara yfir lyfjabirgðir og taka úr uppþvottavélinni. Akútherbergið þarf svo auðvitað að vera í toppstandi. Á meðan á þessari tiltekt stendur halda áfram að tínast inn lasin kríli. Deildarlæknirinn hleypur milli hæða, skýst í fæðingar, upp á vökudeild, inn á legudeildir og svarar köllunum okkar. Henni tekst að halda brosinu alveg fram undir morgun, 16 tímar taka sinn toll þegar varla gefst færi á að setjast niður. Síminn hringir stöðugt. Á hinum endanum eru foreldrar í vandræðum og leysum við úr þeim eftir bestu getu. Klukkan er allt í einu orðin hálf sex og enn koma 2 börn. Þolinmæðin er minni og lítið eftir á tanknum fyrir þreytta og hrædda foreldra en ég geri mitt besta og vona að brosið nái til augnanna. Morgunvaktin kemur rétt fyrir átta, ennþá úrvinda. Þær sofnuðu seint, enda erfitt að leggjast beint upp í rúm eftir svona hasar. Ég er komin heim upp úr hálf níu. Kíki á fréttamiðla og Facebook og sé enn einu sinni frétt um flugumferðastjóra í launaviðræðum. Það fýkur í mig. Hvað fæ ég í laun fyrir stressið og álagið í vinnunni minni? Tja, við skulum segja að það sé asskoti langt í milljónina, ég á mun styttra í núllið.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar