Sýnir í einu stærsta hönnunarsafni heims 7. júlí 2011 13:30 Þórunn Árnadóttir hannaði kjól með QR-kóðum fyrir Svölu í Steed Lord. Fréttablaðið/Stefán Þórunni Árnadóttur vöruhönnuði hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni Power of Making í Victoriu & Albert safninu í London, sem er eitt stærsta hönnunar- og listasafni heims. Þórunn er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í sýningunni með útskriftarverkefni sitt frá Royal College of Arts í London, QR U? Þórunn útskrifaðist með MA-gráðu í vöruhönnun frá skólanum í vor. Útskriftarverk hennar var meðal annars kjóll með QR-kóðum sem hægt er að skanna á snjallsíma. Mynstur QR-kóðanna var perlað á kjólinn. „Perluverkið hefur verið notað í afrískri menningu til að túlka persónueinkenni og senda ákveðin skilaboð um einstaklinginn," segir Þórunn og bætir við að hún hafi viljað athuga hvernig nota mætti perluverkið í nútímalegu samhengi. Þórunn gerði kjólinn fyrir Svölu Björgvinsdóttur í Steed Lord og segir að séu kóðarnir á kjólnum skannaðir birtist tónlist hljómsveitarinnar eða tónlistarmyndbönd. „Mér datt Svala í hug þegar ég ákvað að gera þetta verkefni. Mig langaði að vinna með hversu auðvelt er að kynna sig á netinu og nota samfélagsmiðla, eins og Facebook og Twitter, til að koma sér á framfæri. Steed Lord er dugleg að nota þessa miðla og Svölu leist vel á þetta," segir Þórunn, en Svala hefur þó enn ekki komið fram í kjólnum. „Hún er í rauninni að kynna sig í London með kjólnum." Nýlega lauk útskriftarsýningu Royal College of Arts þar sem kjóllinn var til sýnis en í september fer hann á V&A safnið þar sem hann verður til sýnis fram í janúar á næsta ári. Auk þess verður gríma með QR-kóðum til sýnis. „Á sýningunni verður samansafn af hönnun eftir fræga hönnuði og minna þekkta. Það er verið að safna saman handverki sem notað er á sérstakan hátt í nútímanum," útskýrir Þórunn og bætir við að sýningin sé sett upp í samstarfi V&A safnsins og breska handverksráðsins. Þórunn var einnig fengin til að hanna kynningarefni fyrir sýninguna og er eini þátttakandi sýningarinnar sem gerði það. „Ég gerði grímu með QR-kóða sem verður á plakati og útprentuðu efni fyrir sýninguna. Þegar fólk skannar grímuna fær það upplýsingar um sýninguna." martaf@frettabladid.is Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Þórunni Árnadóttur vöruhönnuði hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni Power of Making í Victoriu & Albert safninu í London, sem er eitt stærsta hönnunar- og listasafni heims. Þórunn er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í sýningunni með útskriftarverkefni sitt frá Royal College of Arts í London, QR U? Þórunn útskrifaðist með MA-gráðu í vöruhönnun frá skólanum í vor. Útskriftarverk hennar var meðal annars kjóll með QR-kóðum sem hægt er að skanna á snjallsíma. Mynstur QR-kóðanna var perlað á kjólinn. „Perluverkið hefur verið notað í afrískri menningu til að túlka persónueinkenni og senda ákveðin skilaboð um einstaklinginn," segir Þórunn og bætir við að hún hafi viljað athuga hvernig nota mætti perluverkið í nútímalegu samhengi. Þórunn gerði kjólinn fyrir Svölu Björgvinsdóttur í Steed Lord og segir að séu kóðarnir á kjólnum skannaðir birtist tónlist hljómsveitarinnar eða tónlistarmyndbönd. „Mér datt Svala í hug þegar ég ákvað að gera þetta verkefni. Mig langaði að vinna með hversu auðvelt er að kynna sig á netinu og nota samfélagsmiðla, eins og Facebook og Twitter, til að koma sér á framfæri. Steed Lord er dugleg að nota þessa miðla og Svölu leist vel á þetta," segir Þórunn, en Svala hefur þó enn ekki komið fram í kjólnum. „Hún er í rauninni að kynna sig í London með kjólnum." Nýlega lauk útskriftarsýningu Royal College of Arts þar sem kjóllinn var til sýnis en í september fer hann á V&A safnið þar sem hann verður til sýnis fram í janúar á næsta ári. Auk þess verður gríma með QR-kóðum til sýnis. „Á sýningunni verður samansafn af hönnun eftir fræga hönnuði og minna þekkta. Það er verið að safna saman handverki sem notað er á sérstakan hátt í nútímanum," útskýrir Þórunn og bætir við að sýningin sé sett upp í samstarfi V&A safnsins og breska handverksráðsins. Þórunn var einnig fengin til að hanna kynningarefni fyrir sýninguna og er eini þátttakandi sýningarinnar sem gerði það. „Ég gerði grímu með QR-kóða sem verður á plakati og útprentuðu efni fyrir sýninguna. Þegar fólk skannar grímuna fær það upplýsingar um sýninguna." martaf@frettabladid.is
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira