Á virkilega ekki að taka í taumana? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. ágúst 2011 08:00 Íslenska karlalandsliðið er í frjálsu falli. Hér er fyrirliðinn Hermann Hreiðarsson í leiknum gegn Dönum í vor. Mynd/Daníel Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er orðið að aðhlátursefni. Liðið hefur ekki unnið leik í 441 dag, síðan í maí á síðasta ári, og hvorki meira né minna en 1.032 dagar eru síðan A-landslið Íslands í knattspyrnu vann mótsleik. Það fer að nálgast heil þrjú ár. Liðið hefur ekki einu sinni skorað mark á árinu 2011. Hafi botninum ekki enn verið náð, sökk liðið ansi nálægt honum í fyrrakvöld þegar liðið steinlá fyrir Ungverjalandi, 4-0, í Búdapest. Það var vináttulandsleikur – fyrsti og líklega eini æfingaleikur ársins 2011. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari er nú á sínu fjórða ári í starfinu. Fyrstu þrjú árin lék liðið samtals átján æfingaleiki en aðeins einn í ár. Hverju sætir? Af hverju finnur íslenska liðið enga andstæðinga til að spila við? Ástæðan hlýtur að vera sú að knattspyrnulandsliðið er í ruslflokki. Það er dottið niður í 121. sæti styrkleikalista FIFA og komið í neðsta styrkleikaflokk í Evrópu. Í guðanna bænum, við erum fyrir neðan Færeyjar og Liechtenstein á listanum – með fullri virðingu fyrir þeim þjóðum. Það er með öllu óásættanlegt. Þegar næsti listi kemur út, 24. ágúst, mun Ísland falla enn neðar á listanum ef allt er eðlilegt. Ísland mun sökkva dýpra en nokkru sinni fyrr. Ástæðan fyrir því að Ólafur Jóhannesson er enn í starfi landsliðsþjálfara hlýtur að vera sú að hingað til hefur liðið sýnt inn á milli ágæta spilamennsku. Mér er þó til efs að það hafi náð að setja saman nokkuð heilsteyptar 90 mínútur í einum og sama leiknum. En forráðamönnum KSÍ hefur greinilega þótt liðið lofa nægilega góðu til að gefa Ólafi tíma og svigrúm til að byggja upp sitt lið. Leikurinn í Búdapest sýndi þó að þeim tíma var sóað. Liðið sýndi engar framfarir og það var ekkert í leik liðsins sem benti til þess að eitthvað betra væri handan við hornið. Þetta var klaufaleg, vandræðaleg, tilviljanakennd og um fram allt léleg frammistaða liðsins í heild sinni. Og það er þjálfarinn sem ber ábyrgð á frammistöðu liðsins. En þjálfarinn ber ekki einn ábyrgð á liðinu. Það er langt síðan það mátti vera öllum ljóst að hann einn ber ekki ábyrgð á stöðu liðsins á heimsvísu í dag. Knattspyrnuforystunni ber að taka í taumana og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Miðað við hvað við eigum marga unga og góða knattspyrnumenn verður að sjá til þess að þeirra bíði viðunandi umgjörð þegar þeir koma heim til að klæðast bláa búningnum. Ímynd liðsins er í molum, eins og sést á því hversu dræm aðsóknin hefur verið á leiki þess hér heima, og uppbyggingin verður að hefjast strax. Ísland á nú þrjá leiki eftir í undankeppni EM 2012 en eftir hana rennur samningur Ólafs við KSÍ út. Formaður KSÍ hefur marglýst því yfir að Ólafur fái að klára sinn samning en leikurinn í Búdapest sýndi að það er löngu orðið tímabært að taka í taumana, þótt ekki væri nema til þess að sýna einhverja smá viðleitni til að bjarga andliti íslenskrar knattspyrnu. Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er orðið að aðhlátursefni. Liðið hefur ekki unnið leik í 441 dag, síðan í maí á síðasta ári, og hvorki meira né minna en 1.032 dagar eru síðan A-landslið Íslands í knattspyrnu vann mótsleik. Það fer að nálgast heil þrjú ár. Liðið hefur ekki einu sinni skorað mark á árinu 2011. Hafi botninum ekki enn verið náð, sökk liðið ansi nálægt honum í fyrrakvöld þegar liðið steinlá fyrir Ungverjalandi, 4-0, í Búdapest. Það var vináttulandsleikur – fyrsti og líklega eini æfingaleikur ársins 2011. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari er nú á sínu fjórða ári í starfinu. Fyrstu þrjú árin lék liðið samtals átján æfingaleiki en aðeins einn í ár. Hverju sætir? Af hverju finnur íslenska liðið enga andstæðinga til að spila við? Ástæðan hlýtur að vera sú að knattspyrnulandsliðið er í ruslflokki. Það er dottið niður í 121. sæti styrkleikalista FIFA og komið í neðsta styrkleikaflokk í Evrópu. Í guðanna bænum, við erum fyrir neðan Færeyjar og Liechtenstein á listanum – með fullri virðingu fyrir þeim þjóðum. Það er með öllu óásættanlegt. Þegar næsti listi kemur út, 24. ágúst, mun Ísland falla enn neðar á listanum ef allt er eðlilegt. Ísland mun sökkva dýpra en nokkru sinni fyrr. Ástæðan fyrir því að Ólafur Jóhannesson er enn í starfi landsliðsþjálfara hlýtur að vera sú að hingað til hefur liðið sýnt inn á milli ágæta spilamennsku. Mér er þó til efs að það hafi náð að setja saman nokkuð heilsteyptar 90 mínútur í einum og sama leiknum. En forráðamönnum KSÍ hefur greinilega þótt liðið lofa nægilega góðu til að gefa Ólafi tíma og svigrúm til að byggja upp sitt lið. Leikurinn í Búdapest sýndi þó að þeim tíma var sóað. Liðið sýndi engar framfarir og það var ekkert í leik liðsins sem benti til þess að eitthvað betra væri handan við hornið. Þetta var klaufaleg, vandræðaleg, tilviljanakennd og um fram allt léleg frammistaða liðsins í heild sinni. Og það er þjálfarinn sem ber ábyrgð á frammistöðu liðsins. En þjálfarinn ber ekki einn ábyrgð á liðinu. Það er langt síðan það mátti vera öllum ljóst að hann einn ber ekki ábyrgð á stöðu liðsins á heimsvísu í dag. Knattspyrnuforystunni ber að taka í taumana og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Miðað við hvað við eigum marga unga og góða knattspyrnumenn verður að sjá til þess að þeirra bíði viðunandi umgjörð þegar þeir koma heim til að klæðast bláa búningnum. Ímynd liðsins er í molum, eins og sést á því hversu dræm aðsóknin hefur verið á leiki þess hér heima, og uppbyggingin verður að hefjast strax. Ísland á nú þrjá leiki eftir í undankeppni EM 2012 en eftir hana rennur samningur Ólafs við KSÍ út. Formaður KSÍ hefur marglýst því yfir að Ólafur fái að klára sinn samning en leikurinn í Búdapest sýndi að það er löngu orðið tímabært að taka í taumana, þótt ekki væri nema til þess að sýna einhverja smá viðleitni til að bjarga andliti íslenskrar knattspyrnu.
Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira