Sauðfjárbúskapur: 7 milljarða árlegt tap? 8. september 2011 06:00 Umræða undangenginna vikna um afkomu sauðfjárbænda og réttlætingu fyrir styrkjum til þeirra vekur upp spurningar um framlag greinarinnar til þjóðarbúsins. Ekki er auðvelt að finna öruggar tölur þar um. Byggja má á búreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins. Á heimasíðu Hagþjónustunnar má finna upplýsingar um afkomu meðalsauðfjárbús á árinu 2009. Tölurnar sem þar eru birtar er þó ekki hægt að nota eins og þær koma beint af skepnunni ef svo má segja. Í fyrsta lagi er bændum í sjálfsvald sett hvort þeir senda Hagþjónustunni niðurstöður úr bókhaldi sínu. Almennt er talið að betur búandi bændur séu líklegri til að senda inn bókhaldsupplýsingar en lakar búandi. Í öðru lagi er talnameðferð Hagþjónustunnar talsvert frábrugðin talnameðferð þeirra sem gera upp þjóðhagsreikninga. Tilfærslum (beingreiðslum) er blandað inn í tekjutölur Hagþjónustunnar. Laun bónda eru reiknuð samkvæmt skattmati Ríkisskattstjóra. Reiknað endurgjald sauðfjárbónda var 102 þúsund krónur á mánuði á árinu 2009. Til samanburðar voru atvinnuleysisbætur um 150 þúsund krónur á mánuði á sama tíma og reiknað endurgjald stjórnanda traktorsgröfu var 240 þúsund krónur á sama tíma. Eðlilegast væri að reikna fórnarkostnað vegna vinnuframlags með hliðsjón af atvinnuleysisbótum og bæta launatengdum gjöldum við. Þannig reiknað er þjóðhagslegur kostnaður vegna vinnuframlags sauðfjárbænda tvöfalt hærri í raun en kemur fram í tölum Hagþjónustunnar. Í þriðja lagi er ekki lagt mat á hagræði það sem bændur hafa af að nýta úthaga sem beitarland. Gera má ráð fyrir að ríflega helmingur fæðuþarfar sauðfjárstofnsins sé leystur með beit utan heimalanda. Sé hliðsjón höfð af kostnaði við að afla fóðurs á heimalöndum eru ógjaldfærð útgjöld vegna þessa þáttar milli 1.600 og 1.700 þúsund krónur fyrir meðalsauðfjárbúið á ári. Reikningsdæmið lítur þá þannig út að meðalsauðfjárbú selur afurðir fyrir 3,7 milljónir króna á ári og fær tekjur af ferðaþjónustu og öðru tilfallandi sem svarar til tæplega 700 þúsund króna árlega. Aðföng (olía, rúlluplast, áburður, þjónusta dýralækna, viðhald tækja og véla) eru keypt fyrir 4,3 milljónir árlega. Vinnuframlag svarar til 13,2 mánaða vinnu sem Hagþjónustan metur á 1.221 þúsund krónur en ætti að réttu lagi að metast á 2,5 milljónir króna. Vaxtakostnaður er tæpar 1,9 milljónir króna og afskriftir tækja og húsa 1 milljón króna. Þjóðhagslegt tap á meðalbúinu er því um 7 milljónir króna eða langleiðina í 2 krónur á hverja krónu sem fæst fyrir sölu sauðfjárafurða. Tekjur bænda eru nokkuð skárri en þarna kemur fram þar sem þeir fá um 3,3 milljónir króna í beingreiðslur og framleiðslustyrki auk þess sem þeir telja sér líklega trú um að fórnarkostnaður vegna vinnuframlags sé aðeins um 1 milljón króna árlega en ekki 2,5 milljónir. Meðalsauðfjárbúið er rekið í kringum 364,4 vetrarfóðraðar kindur. Heildarfjöldi vetrarfóðraðra kinda á landinu losar 360 þúsund. Meðalbúið er því um 1 prómill af heildinni. Það er því ekkert verri ágiskun en hver önnur að heildartap þjóðarbúsins vegna sauðfjárframleiðslunnar nemi um 7 milljörðum króna á ári. Sagt með öðrum orðum: Ef það tækist að breyta skipulagi sauðfjárframleiðslunnar þannig að búin væru ekki rekin með því gífurlega þjóðhagslega tapi sem þau eru rekin með myndi landsframleiðsla á Íslandi aukast um 7 milljarða króna á ársgrundvelli. Þetta jafngildir einum Héðinsfjarðargöngum á ári svo upphæðin sé sett í landsbyggðarsamhengi. Ríkisstjórnin áformar að leggja 40 til 50 milljarða króna í byggingu nýs spítala. Tilgangurinn er að ná fram 3ja milljarða árlegum sparnaði í rekstri Landspítalans. Kannski það sé hagkvæmara að líta til mögulegs sparnaðar í landbúnaðarkerfinu fyrst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Umræða undangenginna vikna um afkomu sauðfjárbænda og réttlætingu fyrir styrkjum til þeirra vekur upp spurningar um framlag greinarinnar til þjóðarbúsins. Ekki er auðvelt að finna öruggar tölur þar um. Byggja má á búreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins. Á heimasíðu Hagþjónustunnar má finna upplýsingar um afkomu meðalsauðfjárbús á árinu 2009. Tölurnar sem þar eru birtar er þó ekki hægt að nota eins og þær koma beint af skepnunni ef svo má segja. Í fyrsta lagi er bændum í sjálfsvald sett hvort þeir senda Hagþjónustunni niðurstöður úr bókhaldi sínu. Almennt er talið að betur búandi bændur séu líklegri til að senda inn bókhaldsupplýsingar en lakar búandi. Í öðru lagi er talnameðferð Hagþjónustunnar talsvert frábrugðin talnameðferð þeirra sem gera upp þjóðhagsreikninga. Tilfærslum (beingreiðslum) er blandað inn í tekjutölur Hagþjónustunnar. Laun bónda eru reiknuð samkvæmt skattmati Ríkisskattstjóra. Reiknað endurgjald sauðfjárbónda var 102 þúsund krónur á mánuði á árinu 2009. Til samanburðar voru atvinnuleysisbætur um 150 þúsund krónur á mánuði á sama tíma og reiknað endurgjald stjórnanda traktorsgröfu var 240 þúsund krónur á sama tíma. Eðlilegast væri að reikna fórnarkostnað vegna vinnuframlags með hliðsjón af atvinnuleysisbótum og bæta launatengdum gjöldum við. Þannig reiknað er þjóðhagslegur kostnaður vegna vinnuframlags sauðfjárbænda tvöfalt hærri í raun en kemur fram í tölum Hagþjónustunnar. Í þriðja lagi er ekki lagt mat á hagræði það sem bændur hafa af að nýta úthaga sem beitarland. Gera má ráð fyrir að ríflega helmingur fæðuþarfar sauðfjárstofnsins sé leystur með beit utan heimalanda. Sé hliðsjón höfð af kostnaði við að afla fóðurs á heimalöndum eru ógjaldfærð útgjöld vegna þessa þáttar milli 1.600 og 1.700 þúsund krónur fyrir meðalsauðfjárbúið á ári. Reikningsdæmið lítur þá þannig út að meðalsauðfjárbú selur afurðir fyrir 3,7 milljónir króna á ári og fær tekjur af ferðaþjónustu og öðru tilfallandi sem svarar til tæplega 700 þúsund króna árlega. Aðföng (olía, rúlluplast, áburður, þjónusta dýralækna, viðhald tækja og véla) eru keypt fyrir 4,3 milljónir árlega. Vinnuframlag svarar til 13,2 mánaða vinnu sem Hagþjónustan metur á 1.221 þúsund krónur en ætti að réttu lagi að metast á 2,5 milljónir króna. Vaxtakostnaður er tæpar 1,9 milljónir króna og afskriftir tækja og húsa 1 milljón króna. Þjóðhagslegt tap á meðalbúinu er því um 7 milljónir króna eða langleiðina í 2 krónur á hverja krónu sem fæst fyrir sölu sauðfjárafurða. Tekjur bænda eru nokkuð skárri en þarna kemur fram þar sem þeir fá um 3,3 milljónir króna í beingreiðslur og framleiðslustyrki auk þess sem þeir telja sér líklega trú um að fórnarkostnaður vegna vinnuframlags sé aðeins um 1 milljón króna árlega en ekki 2,5 milljónir. Meðalsauðfjárbúið er rekið í kringum 364,4 vetrarfóðraðar kindur. Heildarfjöldi vetrarfóðraðra kinda á landinu losar 360 þúsund. Meðalbúið er því um 1 prómill af heildinni. Það er því ekkert verri ágiskun en hver önnur að heildartap þjóðarbúsins vegna sauðfjárframleiðslunnar nemi um 7 milljörðum króna á ári. Sagt með öðrum orðum: Ef það tækist að breyta skipulagi sauðfjárframleiðslunnar þannig að búin væru ekki rekin með því gífurlega þjóðhagslega tapi sem þau eru rekin með myndi landsframleiðsla á Íslandi aukast um 7 milljarða króna á ársgrundvelli. Þetta jafngildir einum Héðinsfjarðargöngum á ári svo upphæðin sé sett í landsbyggðarsamhengi. Ríkisstjórnin áformar að leggja 40 til 50 milljarða króna í byggingu nýs spítala. Tilgangurinn er að ná fram 3ja milljarða árlegum sparnaði í rekstri Landspítalans. Kannski það sé hagkvæmara að líta til mögulegs sparnaðar í landbúnaðarkerfinu fyrst?
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun