Gylfi Þór: Feginn að Ólafur tók ákvörðun fyrir mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. september 2011 09:00 Gylfi Þór er hér í búningi þýska liðsins Hoffenheim. Nordic Photos / Bongarts Gylfi Þór Sigurðsson er loksins byrjaður að sparka í bolta á nýjan leik eftir nokkuð langa fjarveru vegna meiðsla. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu með liði sínu, Hoffenheim í Þýskalandi, en upphaflega var talið að hann yrði bara frá í fáeinar vikur. „Það var svo margt annað sem bættist við upphaflegu meiðslin að það tók sinn tíma að ná mér góðum af þessu öllu saman," segir Gylfi í viðtali við Fréttablaðið. „Í upphafi voru þetta hnémeiðsli en svo lenti ég í vandræðum með mjaðmagrindina. Þar að auki fékk ég slæma bólgu í taug og tók sinn tíma að ná henni úr. En eftir að það batnaði gerðist hitt mjög fljótt og er ég nú nýbyrjaður að æfa með liðinu aftur. Ég er mjög feginn því," bætir Gylfi við. Eftir því sem á leið og ekkert skánaði var Gylfi sendur til sérfræðings í München og viðurkennir að honum hafi fundist erfitt að takast á við óvissuna. „Sem betur fer hef ég ekki þurft að vera svona lengi frá vegna meiðsla áður og það var erfitt að vita ekki hversu langan tíma ég myndi þurfa til að ná mér góðum. En núna tel ég eðlilegt að áætla að ég taki mér 10-14 daga til að koma mér í ágætis form. Ég mun líklega ekki spila um helgina en vonast til að komast aftur inn í hópinn fyrir næstu helgi." Gylfi missti af landsleikjunum gegn Noregi og Kýpur og segir það vitanlega leiðinlegt. En eftir á að hyggja hafi það verið skynsamlegt og þakkar hann landsliðsþjálfaranum Ólafi Jóhannessyni fyrir það. „Ólafur ákvað í raun fyrir mig að það besta í stöðunni væri að ég myndi vera áfram hér úti og fá meðhöndlun hjá félaginu. Ef ég hefði verið að taka einhverja sénsa með landsliðinu hefði það kannski kostað mig nokkrar vikur í viðbót, sem hefði verið mjög slæmt," segir Gylfi. Ísland tapaði sem kunnugt er í Noregi en vann svo langþráðan sigur gegn Kýpur á þriðjudaginn. „Það var vissulega fúlt að missa af þessum sigurleik loksins þegar hann kom en ég vona að heppnin sé að ganga í lið með okkur og að þetta horfi allt til betri vegar. Ég missti af heimaleiknum gegn Portúgölum og vonandi fæ ég tækifæri til að spila gegn þeim úti í síðasta leiknum í riðlinum. Það væri gaman að geta strítt þeim þar," segir Gylfi. Leikurinn í Portúgal fer fram föstudaginn 7. október og verður síðasti landsleikurinn undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Gylfi er þó lítið að velta fyrir sér hver eigi að taka við af Ólafi. „Við leikmenn erum lítið að spá í það og reynum frekar að hugsa um næsta leik og að standa okkur vel. Óli er enn þjálfarinn okkar og verður það þangað til hann hættir." Þýski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er loksins byrjaður að sparka í bolta á nýjan leik eftir nokkuð langa fjarveru vegna meiðsla. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu með liði sínu, Hoffenheim í Þýskalandi, en upphaflega var talið að hann yrði bara frá í fáeinar vikur. „Það var svo margt annað sem bættist við upphaflegu meiðslin að það tók sinn tíma að ná mér góðum af þessu öllu saman," segir Gylfi í viðtali við Fréttablaðið. „Í upphafi voru þetta hnémeiðsli en svo lenti ég í vandræðum með mjaðmagrindina. Þar að auki fékk ég slæma bólgu í taug og tók sinn tíma að ná henni úr. En eftir að það batnaði gerðist hitt mjög fljótt og er ég nú nýbyrjaður að æfa með liðinu aftur. Ég er mjög feginn því," bætir Gylfi við. Eftir því sem á leið og ekkert skánaði var Gylfi sendur til sérfræðings í München og viðurkennir að honum hafi fundist erfitt að takast á við óvissuna. „Sem betur fer hef ég ekki þurft að vera svona lengi frá vegna meiðsla áður og það var erfitt að vita ekki hversu langan tíma ég myndi þurfa til að ná mér góðum. En núna tel ég eðlilegt að áætla að ég taki mér 10-14 daga til að koma mér í ágætis form. Ég mun líklega ekki spila um helgina en vonast til að komast aftur inn í hópinn fyrir næstu helgi." Gylfi missti af landsleikjunum gegn Noregi og Kýpur og segir það vitanlega leiðinlegt. En eftir á að hyggja hafi það verið skynsamlegt og þakkar hann landsliðsþjálfaranum Ólafi Jóhannessyni fyrir það. „Ólafur ákvað í raun fyrir mig að það besta í stöðunni væri að ég myndi vera áfram hér úti og fá meðhöndlun hjá félaginu. Ef ég hefði verið að taka einhverja sénsa með landsliðinu hefði það kannski kostað mig nokkrar vikur í viðbót, sem hefði verið mjög slæmt," segir Gylfi. Ísland tapaði sem kunnugt er í Noregi en vann svo langþráðan sigur gegn Kýpur á þriðjudaginn. „Það var vissulega fúlt að missa af þessum sigurleik loksins þegar hann kom en ég vona að heppnin sé að ganga í lið með okkur og að þetta horfi allt til betri vegar. Ég missti af heimaleiknum gegn Portúgölum og vonandi fæ ég tækifæri til að spila gegn þeim úti í síðasta leiknum í riðlinum. Það væri gaman að geta strítt þeim þar," segir Gylfi. Leikurinn í Portúgal fer fram föstudaginn 7. október og verður síðasti landsleikurinn undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Gylfi er þó lítið að velta fyrir sér hver eigi að taka við af Ólafi. „Við leikmenn erum lítið að spá í það og reynum frekar að hugsa um næsta leik og að standa okkur vel. Óli er enn þjálfarinn okkar og verður það þangað til hann hættir."
Þýski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira