Sérviska sérans á Ströndum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. september 2011 20:00 Furðulegt háttalag prestsins og slæm umgengni á lóðinni í kringum prestssetrið hefur skapað óvild milli Jóns og sveitunga hans. Bíó. Jón og séra Jón. Leikstjóri: Steinþór Birgisson. Séra Jón Ísleifsson er sóknarprestur í Árnesi á Ströndum og aðalviðfangsefni heimildarmyndarinnar Jón og séra Jón. Furðulegt háttalag prestsins og slæm umgengni á lóðinni í kringum prestssetrið hefur skapað óvild milli Jóns og sveitunga hans. Jón er sérvitur og sóðalegur og það eitt og sér gerir heimildarmynd áhugaverða. Íslendingar virðast hafa sérstakan áhuga á fólki sem er á skjön við normið. Af Jóni eru til margar sögur, og inni á milli atriða í myndinni segir andlitslaus kvenrödd spaugilegar sögur af Jóni. Sögurnar minna margar hverjar helst á sögurnar af bræðrunum á Bakka, og best er trúlega sagan af því þegar Jón rændi spjörunum af fuglahræðu sem honum fannst betur klædd en hann sjálfur. Jón og séra Jón er vel gerð mynd að mörgu leyti og þessar tæpu 90 mínútur af rausinu í Jóni héldu vel athygli minni. Myndefnið er þó orðið sjö ára gamalt og stafræn myndgæðin frá þeim tíma henta vafalaust betur fyrir sjónvarp. Tónlist Björns Jörundar er lágstemmd og styður vel við myndskeiðin. Ég mæli með þessu. Niðurstaða: Skemmtileg og góð heimild um sérstakan mann. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Bíó. Jón og séra Jón. Leikstjóri: Steinþór Birgisson. Séra Jón Ísleifsson er sóknarprestur í Árnesi á Ströndum og aðalviðfangsefni heimildarmyndarinnar Jón og séra Jón. Furðulegt háttalag prestsins og slæm umgengni á lóðinni í kringum prestssetrið hefur skapað óvild milli Jóns og sveitunga hans. Jón er sérvitur og sóðalegur og það eitt og sér gerir heimildarmynd áhugaverða. Íslendingar virðast hafa sérstakan áhuga á fólki sem er á skjön við normið. Af Jóni eru til margar sögur, og inni á milli atriða í myndinni segir andlitslaus kvenrödd spaugilegar sögur af Jóni. Sögurnar minna margar hverjar helst á sögurnar af bræðrunum á Bakka, og best er trúlega sagan af því þegar Jón rændi spjörunum af fuglahræðu sem honum fannst betur klædd en hann sjálfur. Jón og séra Jón er vel gerð mynd að mörgu leyti og þessar tæpu 90 mínútur af rausinu í Jóni héldu vel athygli minni. Myndefnið er þó orðið sjö ára gamalt og stafræn myndgæðin frá þeim tíma henta vafalaust betur fyrir sjónvarp. Tónlist Björns Jörundar er lágstemmd og styður vel við myndskeiðin. Ég mæli með þessu. Niðurstaða: Skemmtileg og góð heimild um sérstakan mann.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira