Gæðagripur Trausti Júlíusson skrifar 22. september 2011 11:00 Tónlist. Blær. Edgar Smári. Edgar Smári hefur vakið athygli sem söngvari undanfarin ár. Hann söng inn á plötuna Ferðalangur fyrir fimm árum og hefur að auki átt eitthvað af lögum á safnplötum. Á Blæ syngur hann tíu frumsamin lög við texta ýmissa höfunda, m.a. Tómasar Guðmundssonar, Matthíasar Jóhannessen og Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Það er Ómar Guðjónsson sem útsetur og hljóðritar. Ég þekkti ekki mjög mikið til Edgars Smára áður en ég fékk þessa plötu í hendur og það verður að segjast að hún kom mér verulega á óvart. Edgar Smári er frábær söngvari og lunkinn lagasmiður. Létt djassskotnar útsetningar Ómars standa líka vel fyrir sínu. Lögin eru öll ágæt, en Drengur og Ljóð um unga stúlku sem háttar eru í uppáhaldi. Niðurstaða: Edgar Smári syngur eins og engill á fínni plötu. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Föðurást af plötunni. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist. Blær. Edgar Smári. Edgar Smári hefur vakið athygli sem söngvari undanfarin ár. Hann söng inn á plötuna Ferðalangur fyrir fimm árum og hefur að auki átt eitthvað af lögum á safnplötum. Á Blæ syngur hann tíu frumsamin lög við texta ýmissa höfunda, m.a. Tómasar Guðmundssonar, Matthíasar Jóhannessen og Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Það er Ómar Guðjónsson sem útsetur og hljóðritar. Ég þekkti ekki mjög mikið til Edgars Smára áður en ég fékk þessa plötu í hendur og það verður að segjast að hún kom mér verulega á óvart. Edgar Smári er frábær söngvari og lunkinn lagasmiður. Létt djassskotnar útsetningar Ómars standa líka vel fyrir sínu. Lögin eru öll ágæt, en Drengur og Ljóð um unga stúlku sem háttar eru í uppáhaldi. Niðurstaða: Edgar Smári syngur eins og engill á fínni plötu. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Föðurást af plötunni.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira