Myndræn og melódísk Trausti Júlíusson skrifar 27. september 2011 20:00 Tónlist. Gilsbakki. Skurken. Skurken er listamannsnafn Jóhanns Ómarssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist undanfarinn áratug hið minnsta. Gilsbakki er þriðja sólóplatan hans og kemur út hjá íslensku raftónlistarútgáfunni Möller Records sem Jóhann rekur ásamt Árna Grétari, öðru nafni Futuregrapher. Gilsbakki er þrettán laga plata. Hún er nokkuð fjölbreytt og á henni má heyra að Skurken sækir áhrif vítt og breitt í raftónlist og tölvupopp síðustu áratuga, meðal annars til listamanna Warp-útgáfunnar og trommu- og bassatónlistarinnar. Tónlist Skurken er myndræn og stemningsfull. Hann hefur gott eyra fyrir melódíu og dálæti á góðum hljómi, en þessi tvö atriði einkenna flest lögin á Gilsbakka. Annars eru þau hvert með sínu sniði. Upphafslagið Römer (Harry Klein) er hljómfagurt og dýnamískt með rólegum takti (sjá má myndbandið við lagið hér fyrir ofan), Klókindi er hratt og órólegt á meðan Weltschmerz sumar er ofureinfalt, ljúft og melódískt. Á heildina litið er Gilsbakki flott plata og enn ein sönnun þess að íslensk raftónlist er við góða heilsu. Tónlistaráhugamenn, sem hafa ekki enn gefið þessari tónlistartegund gaum, ættu að tékka á Gilsbakka. Niðurstaða: Fjölbreytt og vel útfærð raftónlistarplata. Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Gilsbakki. Skurken. Skurken er listamannsnafn Jóhanns Ómarssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist undanfarinn áratug hið minnsta. Gilsbakki er þriðja sólóplatan hans og kemur út hjá íslensku raftónlistarútgáfunni Möller Records sem Jóhann rekur ásamt Árna Grétari, öðru nafni Futuregrapher. Gilsbakki er þrettán laga plata. Hún er nokkuð fjölbreytt og á henni má heyra að Skurken sækir áhrif vítt og breitt í raftónlist og tölvupopp síðustu áratuga, meðal annars til listamanna Warp-útgáfunnar og trommu- og bassatónlistarinnar. Tónlist Skurken er myndræn og stemningsfull. Hann hefur gott eyra fyrir melódíu og dálæti á góðum hljómi, en þessi tvö atriði einkenna flest lögin á Gilsbakka. Annars eru þau hvert með sínu sniði. Upphafslagið Römer (Harry Klein) er hljómfagurt og dýnamískt með rólegum takti (sjá má myndbandið við lagið hér fyrir ofan), Klókindi er hratt og órólegt á meðan Weltschmerz sumar er ofureinfalt, ljúft og melódískt. Á heildina litið er Gilsbakki flott plata og enn ein sönnun þess að íslensk raftónlist er við góða heilsu. Tónlistaráhugamenn, sem hafa ekki enn gefið þessari tónlistartegund gaum, ættu að tékka á Gilsbakka. Niðurstaða: Fjölbreytt og vel útfærð raftónlistarplata.
Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira