Brynjar Már frumsýnir rosalega græju á Oliver 29. september 2011 22:00 Brynjar Már, útvarpsmaður, tónlistarmaður og plötusnúður lætur ársgamlan draum sinn rætast á föstudaginn á skemmtistaðnum Oliver þegar hann frumsýnir glænýja DJ-græju sem er eins og klippt út úr framtíðarmynd. „Ég sá þetta á YouTube fyrir ári þegar hönnuður forritsins var að kynna þetta og varð alveg heillaður," segir Brynjar Már Valdimarsson, tónlistarmaður, útvarpsmaður og plötusnúður. Á föstudagskvöld verður frumsýnd ein dýrasta og jafnframt flottasta plötusnúðagræja landsins þegar svokallaður Emulator kemur fyrir augu dansþyrstra gesta veitingastaðarins Oliver í fyrsta sinn. Græjan kostar 1,5 milljónir og er Brynjar því með tæki og tól fyrir DJ-mennskuna upp á tvær milljónir ef tölva, hljóðkort og forrit eru tekin með í reikninginn. Ísland er eitt af fyrstu löndunum til að taka þátt í þessari „byltingu". Brynjar á heiðurinn af innflutningi græjunnar sem er, satt að segja, einstök og eiga orð erfitt með að lýsa því sem fyrir augu ber. Hún á því vafalítið eftir að stela senunni um helgina í miðbæ Reykjavíkur. Brynjar gerir engu að síður heiðarlega tilraun til að útskýra hvað áðurnefndur Emulator er. „Ég nota DJ-forrit sem heitir Traktor og er eitt það öflugasta í þessum bransa. Emulator-inn breytir skjánum í þessa græju og þannig verður allt sem ég þarf að nota sýnilegt öðrum á þessum skjá," útskýrir Brynjar Már. „Ofan á allt get ég verið á Facebook, skrifað á skjáinn og fólkið sem er að dansa getur séð hvaða lög þú ert að fara að spila," bætir Brynjar við og telur að þetta tæki eigi eftir að breyta allri DJ-mennsku. „Hún verður sýnilegri og færir hana nær fólkinu. Hlutverk plötusnúðarins verður miklu meira en bara að ýta á „spila"." Brynjar segist sjálfur ekki geta beðið eftir því að sjá hvernig þetta eigi eftir að koma út. „Fyrir utan alla kostina þá er tækið náttúrlega gríðarlega töff, skjárinn er 47 tommu og þegar fólk sá mynd af því þá varð allt tryllt." Það má því búast við mikilli stemningu á föstudagskvöldið þegar Brynjar tryllir lýðinn með nýja tækinu… eins og honum einum er lagið. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Sjá meira
Brynjar Már, útvarpsmaður, tónlistarmaður og plötusnúður lætur ársgamlan draum sinn rætast á föstudaginn á skemmtistaðnum Oliver þegar hann frumsýnir glænýja DJ-græju sem er eins og klippt út úr framtíðarmynd. „Ég sá þetta á YouTube fyrir ári þegar hönnuður forritsins var að kynna þetta og varð alveg heillaður," segir Brynjar Már Valdimarsson, tónlistarmaður, útvarpsmaður og plötusnúður. Á föstudagskvöld verður frumsýnd ein dýrasta og jafnframt flottasta plötusnúðagræja landsins þegar svokallaður Emulator kemur fyrir augu dansþyrstra gesta veitingastaðarins Oliver í fyrsta sinn. Græjan kostar 1,5 milljónir og er Brynjar því með tæki og tól fyrir DJ-mennskuna upp á tvær milljónir ef tölva, hljóðkort og forrit eru tekin með í reikninginn. Ísland er eitt af fyrstu löndunum til að taka þátt í þessari „byltingu". Brynjar á heiðurinn af innflutningi græjunnar sem er, satt að segja, einstök og eiga orð erfitt með að lýsa því sem fyrir augu ber. Hún á því vafalítið eftir að stela senunni um helgina í miðbæ Reykjavíkur. Brynjar gerir engu að síður heiðarlega tilraun til að útskýra hvað áðurnefndur Emulator er. „Ég nota DJ-forrit sem heitir Traktor og er eitt það öflugasta í þessum bransa. Emulator-inn breytir skjánum í þessa græju og þannig verður allt sem ég þarf að nota sýnilegt öðrum á þessum skjá," útskýrir Brynjar Már. „Ofan á allt get ég verið á Facebook, skrifað á skjáinn og fólkið sem er að dansa getur séð hvaða lög þú ert að fara að spila," bætir Brynjar við og telur að þetta tæki eigi eftir að breyta allri DJ-mennsku. „Hún verður sýnilegri og færir hana nær fólkinu. Hlutverk plötusnúðarins verður miklu meira en bara að ýta á „spila"." Brynjar segist sjálfur ekki geta beðið eftir því að sjá hvernig þetta eigi eftir að koma út. „Fyrir utan alla kostina þá er tækið náttúrlega gríðarlega töff, skjárinn er 47 tommu og þegar fólk sá mynd af því þá varð allt tryllt." Það má því búast við mikilli stemningu á föstudagskvöldið þegar Brynjar tryllir lýðinn með nýja tækinu… eins og honum einum er lagið. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning