Serranos-tvíeykið snýr sér að sterkum asískum mat 27. október 2011 10:30 Færa út kvíarnar Emil Helgi Lárusson og Einar Örn Einarsson, eigendur Serrano, ætla að opna nýjan stað, Nam, um mánaðamótin nóvember/desember. Staðurinn verður byggður upp á svipaðan hátt og Serrano nema að asísk matargerð verður í fyrirrúmi. Fréttablaðið/Stefán „Við horfum til mánaðamótanna nóvember/desember. Okkar hugmyndafræði gengur út á að gera hlutina vel og ef staðurinn er ekki tilbúinn færum við bara dagsetninguna,“ segir Emil Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri íslensku skyndibitakeðjunnar Serrano. Fyrirtækið hyggst opna nýjan veitingastað á Bíldshöfða sem hefur verið gefið nafnið Nam. Emil segir þá ætla að sjá hvernig viðtökurnar verði við fyrsta staðnum, fari allt á besta veg verði fleiri Nam-staðir opnaðir á næstu sex til tólf mánuðum. Að sögn Emils Helga verður staðurinn byggður upp á svipaðan hátt og Serrano nema að asísk matargerð verður í fyrirrúmi. „Það verða ákveðnir kjarnaréttir og svo velurðu fyrir sjálfan þig úr borðinu,“ útskýrir Emil, en matseðill staðarins er ekki fullmótaður. Matargerð frá Asíu hefur notið talsverða vinsælda hér á landi og Emil segist vita vel af því framboði sem í boði er. „Margir af þeim horfa hins vegar til Taílands en við ætlum okkur enn austar, til Kína, Laos og Víetnam. Sá matur er aðeins sterkari og bragðmeiri.“ Emil segir að hann og Einar Örn Einarsson, sem er hinn eigandi Serrano, hafi gengið með þennan veitingastað lengi í maganum. „Við ferðumst báðir mjög mikið og erum mikið að spá í matarmenningu og veitingastaði og þessi matarmenning hefur einfaldlega heillað okkur upp úr skónum,“ útskýrir Emil, en Einar Örn stýrir útrás Serrano í Svíþjóð þar sem staðirnir fjórir hafa notið mikilla vinsælda. Velgengni Serrano hefur verið með miklum ólíkindum frá því að Emil og Einar Örn opnuðu fyrsta staðinn fyrir níu árum. Serrano-staðirnir eru nú orðnir sex hér á landi og fjórir í Svíþjóð. Stefnt er að því að opna fjóra staði til viðbótar hér á landi á næstu tólf mánuðum. „Við erum hins vegar ekkert orðnir ógeðslega ríkir á þessu. Þegar hrunið varð vorum við bara það heppnir að við skulduðum nánast ekki neitt og okkar mottó hefur alltaf verið að eiga fyrir því sem við gerum,“ segir Emil. „Þetta er bæði vinnan okkar og áhugamál og við höfum ótrúlega gaman af þessu, sem er bara frábært.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
„Við horfum til mánaðamótanna nóvember/desember. Okkar hugmyndafræði gengur út á að gera hlutina vel og ef staðurinn er ekki tilbúinn færum við bara dagsetninguna,“ segir Emil Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri íslensku skyndibitakeðjunnar Serrano. Fyrirtækið hyggst opna nýjan veitingastað á Bíldshöfða sem hefur verið gefið nafnið Nam. Emil segir þá ætla að sjá hvernig viðtökurnar verði við fyrsta staðnum, fari allt á besta veg verði fleiri Nam-staðir opnaðir á næstu sex til tólf mánuðum. Að sögn Emils Helga verður staðurinn byggður upp á svipaðan hátt og Serrano nema að asísk matargerð verður í fyrirrúmi. „Það verða ákveðnir kjarnaréttir og svo velurðu fyrir sjálfan þig úr borðinu,“ útskýrir Emil, en matseðill staðarins er ekki fullmótaður. Matargerð frá Asíu hefur notið talsverða vinsælda hér á landi og Emil segist vita vel af því framboði sem í boði er. „Margir af þeim horfa hins vegar til Taílands en við ætlum okkur enn austar, til Kína, Laos og Víetnam. Sá matur er aðeins sterkari og bragðmeiri.“ Emil segir að hann og Einar Örn Einarsson, sem er hinn eigandi Serrano, hafi gengið með þennan veitingastað lengi í maganum. „Við ferðumst báðir mjög mikið og erum mikið að spá í matarmenningu og veitingastaði og þessi matarmenning hefur einfaldlega heillað okkur upp úr skónum,“ útskýrir Emil, en Einar Örn stýrir útrás Serrano í Svíþjóð þar sem staðirnir fjórir hafa notið mikilla vinsælda. Velgengni Serrano hefur verið með miklum ólíkindum frá því að Emil og Einar Örn opnuðu fyrsta staðinn fyrir níu árum. Serrano-staðirnir eru nú orðnir sex hér á landi og fjórir í Svíþjóð. Stefnt er að því að opna fjóra staði til viðbótar hér á landi á næstu tólf mánuðum. „Við erum hins vegar ekkert orðnir ógeðslega ríkir á þessu. Þegar hrunið varð vorum við bara það heppnir að við skulduðum nánast ekki neitt og okkar mottó hefur alltaf verið að eiga fyrir því sem við gerum,“ segir Emil. „Þetta er bæði vinnan okkar og áhugamál og við höfum ótrúlega gaman af þessu, sem er bara frábært.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira