Foreldrar Britney stjórna lífi hennar algerlega 29. október 2011 11:00 Endurkoma Britney gengur hálf brösuglega, illa gengur að selja miða á tónleika hennar í Bretlandi og söngkonan virkar bæði stirð og áhugalaus. Britney Spears þegar hún var flutt í sjúkrabíl af heimili sínu. Þrátt fyrir að Britney Spears hafi þénað í kringum þrjátíu milljónir dollara á síðasta ári sér hún varla dollara af því. Allir peningarnir renna til foreldra hennar sem enn þann dag í dag fylgjast með hverju skrefi dóttur sinnar. Nicole Lampert, blaðamaður Daily Mail, skrifar ítarlega úttekt á högum poppprinsessunnar Britney Spears í vefútgáfu blaðsins. Lampert var viðstödd sérstakt hóf sem haldið var til heiðurs Spears en hún er á tónleikaferðalagi um Bretland. Gestirnir voru að mestum hluta D-stjörnur, blaðamenn og fjármálafurstar. Britney Spears var á staðnum með freðið bros, umkringd lögfræðingum og lífvörðum. "Hún var þarna eins og dýr í búri enda manneskjan sem allir vildu sjá," skrifar Lampert. Tónleikaferðalagið, sem nefnist Femme Fatale, hefur verið hálfmislukkað. Gagnrýnendur á Írlandi segja Spears taktlausa og reynt sé að fela það með allskyns farartækjum sem þeyta henni um sviðið. Aðrir nefna að krafturinn í augum hennar sé horfinn og hún þykist syngja nánast öll lögin. Hér áður fyrr gerði hún það eingöngu ef dansarnir voru líkamlega erfiðir, en slík átök heyra sögunni til. Kannski er því ekkert skrýtið að Britney, sem varla mátti hnerra án þess að það rataði í blöðin, skuli ganga jafnilla að selja miða og raun ber vitni; það er til nóg af lausum sætum. Það eru þrjú ár síðan Spears fékk taugaáfall, hún missti forræðið yfir sonum sínum tveimur og myndin af henni, bjargarlausri í sjúkrabíl, var allt að því óhugnanleg; konan sem átti allt hafði tapað áttum. En nú er árið 2011, nýjasta platan hennar fór beint á toppinn á Billboard og á síðasta ári þénaði hún yfir þrjátíu milljónir dollara eða rúma þrjá milljarða íslenskra króna. Samt sem áður eru það foreldrar hennar, James og Lynne Spears, sem passa upp á hverja krónu. Og það er ekkert skrýtið við fyrstu sýn, fjöldi málsókna bíður hennar, kærur fyrir kynferðislegt áreiti, samningsrof og svo mætti lengi telja. Fyrir skömmu var málskostnaður hennar lagður fyrir dómara, hann reyndist vera 900 þúsund dollarar eða hundrað milljónir íslenskra króna.Kærastinn Jason Trawick er sagður hafa verið valinn af foreldrum Britney Spears. Hún vill sjálf giftast honum og eignast fleiri börn."Ég sé ekki að þessum afskiptum eigi eftir að ljúka, hún getur ekki stjórnað sjálfri sér," hefur Daily Mail eftir George Rush, blaðamanni í skemmtanabransanum. Foreldrarnir virðast telja að Spears sé of viðkvæm til að sjá um sitt eigið líf, þó ekki nógu viðkvæm til að koma fram og syngja fyrir þúsundir aðdáenda sinna, nánast á hverju kvöldi. Samkvæmt Daily Mail hafa foreldrarnir ekki bara yfirumsjón með peningunum heldur líka lífi hennar almennt. Hún var á sínum tíma svipt sjálfræði og hefur ekki fengið það aftur. Hún má til að mynda ekki fara á salerni án fylgdar og foreldrarnir völdu kærasta hennar, Jason Trawick. Sá var umboðsmaður Britney rétt áður en ferill hennar fór í ræsið og hefur háleitar hugmyndir um unnustu sína samkvæmt heimildum blaðsins. "Hann telur hana vel geta náð fyrri stöðu og þénað tvær milljónir dollara á dag, bara ef hún heldur sig á mottunni og réttu megin við strikið." Þangað til reynir Britney að gera það sem hún getur best, syngja og dansa, og endurheimta stöðu sína sem poppprinsessan. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Britney Spears þegar hún var flutt í sjúkrabíl af heimili sínu. Þrátt fyrir að Britney Spears hafi þénað í kringum þrjátíu milljónir dollara á síðasta ári sér hún varla dollara af því. Allir peningarnir renna til foreldra hennar sem enn þann dag í dag fylgjast með hverju skrefi dóttur sinnar. Nicole Lampert, blaðamaður Daily Mail, skrifar ítarlega úttekt á högum poppprinsessunnar Britney Spears í vefútgáfu blaðsins. Lampert var viðstödd sérstakt hóf sem haldið var til heiðurs Spears en hún er á tónleikaferðalagi um Bretland. Gestirnir voru að mestum hluta D-stjörnur, blaðamenn og fjármálafurstar. Britney Spears var á staðnum með freðið bros, umkringd lögfræðingum og lífvörðum. "Hún var þarna eins og dýr í búri enda manneskjan sem allir vildu sjá," skrifar Lampert. Tónleikaferðalagið, sem nefnist Femme Fatale, hefur verið hálfmislukkað. Gagnrýnendur á Írlandi segja Spears taktlausa og reynt sé að fela það með allskyns farartækjum sem þeyta henni um sviðið. Aðrir nefna að krafturinn í augum hennar sé horfinn og hún þykist syngja nánast öll lögin. Hér áður fyrr gerði hún það eingöngu ef dansarnir voru líkamlega erfiðir, en slík átök heyra sögunni til. Kannski er því ekkert skrýtið að Britney, sem varla mátti hnerra án þess að það rataði í blöðin, skuli ganga jafnilla að selja miða og raun ber vitni; það er til nóg af lausum sætum. Það eru þrjú ár síðan Spears fékk taugaáfall, hún missti forræðið yfir sonum sínum tveimur og myndin af henni, bjargarlausri í sjúkrabíl, var allt að því óhugnanleg; konan sem átti allt hafði tapað áttum. En nú er árið 2011, nýjasta platan hennar fór beint á toppinn á Billboard og á síðasta ári þénaði hún yfir þrjátíu milljónir dollara eða rúma þrjá milljarða íslenskra króna. Samt sem áður eru það foreldrar hennar, James og Lynne Spears, sem passa upp á hverja krónu. Og það er ekkert skrýtið við fyrstu sýn, fjöldi málsókna bíður hennar, kærur fyrir kynferðislegt áreiti, samningsrof og svo mætti lengi telja. Fyrir skömmu var málskostnaður hennar lagður fyrir dómara, hann reyndist vera 900 þúsund dollarar eða hundrað milljónir íslenskra króna.Kærastinn Jason Trawick er sagður hafa verið valinn af foreldrum Britney Spears. Hún vill sjálf giftast honum og eignast fleiri börn."Ég sé ekki að þessum afskiptum eigi eftir að ljúka, hún getur ekki stjórnað sjálfri sér," hefur Daily Mail eftir George Rush, blaðamanni í skemmtanabransanum. Foreldrarnir virðast telja að Spears sé of viðkvæm til að sjá um sitt eigið líf, þó ekki nógu viðkvæm til að koma fram og syngja fyrir þúsundir aðdáenda sinna, nánast á hverju kvöldi. Samkvæmt Daily Mail hafa foreldrarnir ekki bara yfirumsjón með peningunum heldur líka lífi hennar almennt. Hún var á sínum tíma svipt sjálfræði og hefur ekki fengið það aftur. Hún má til að mynda ekki fara á salerni án fylgdar og foreldrarnir völdu kærasta hennar, Jason Trawick. Sá var umboðsmaður Britney rétt áður en ferill hennar fór í ræsið og hefur háleitar hugmyndir um unnustu sína samkvæmt heimildum blaðsins. "Hann telur hana vel geta náð fyrri stöðu og þénað tvær milljónir dollara á dag, bara ef hún heldur sig á mottunni og réttu megin við strikið." Þangað til reynir Britney að gera það sem hún getur best, syngja og dansa, og endurheimta stöðu sína sem poppprinsessan. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira