Hvenær drepur maður sjónvarp? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. október 2011 16:00 Nóvember 1976 - Haukur Ingvarsson - kápa Bækur: Nóvember 1976. Haukur Ingvarsson, Mál og menning Hvað var að gerast í nóvember 1976? Hver voru umræðuefnin í þjóðfélaginu? Gengu konur virkilega um með svuntu og var meiriháttar mál að eignast sjónvarp? Ég bara man það ekki – minnið er svikult dýr sem fer sínar eigin leiðir – en finnst þó ekki að sú forneskja hafi ríkt í samfélaginu sem Haukur Ingvarsson lýsir í sinni fyrstu skáldsögu Nóvember 1976. Það skiptir heldur ekki öllu máli. Þótt sagan sé negld niður á ákveðinn dag á ákveðnu ári lýtur hún sínum eigin lögmálum og gengur ágætlega upp innan eigin ramma. Sagan fjallar um íbúa í þremur íbúðum í stigagangi í nýbyggðu hverfi í Reykjavík: Hjónin Ríkharð og Dórótheu og tvítugan son þeirra, hann Þórodd, Bjarna allsherjarreddara og þýðanda í íbúðinni fyrir neðan þau og hina ögrandi miðaldra Bíbí, sem neitar að fylgja siðareglum samfélagsins, fyrir ofan. Sagan hverfist um þann atburð er sjónvarp Ríkharðs og Dórótheu gefur upp öndina og það leiðir til þess að íbúarnir í stigaganginum kynnast á nýjan hátt. Haukur Ingvarsson var ekki fæddur árið 1976 svo augljóslega byggir hann á heimildum og sögusögnum við skriftirnar. Leitar og í smiðju sér eldri höfunda og hrærir saman orðfæri þeirra, persónusköpun og stíl þannig að lesandinn sér áhrif Einars Kárasonar hér, Ólafs Gunnarssonar þar og Guðmundar Andra Thorssonar á enn öðrum stað. Úr þessum hrærigraut verður til bráðskemmtilegur og prýðilega vel skrifaður texti sem er aðalsmerki bókarinnar og fyllir lesandann bjartsýni á að höfundurinn eigi eftir að skrifa margar góðar bækur í framtíðinni. Sagan sjálf er rýrari í roðinu, framvindan gloppótt, persónurnar kunnuglegar og endurlit þeirra til æskuáranna ansi klisjukennd. Konurnar eru í forgrunni en eru algjörlega steríótýpískar; hin undirokaða húsmóðir sem á ekkert ljós í lífinu nema blessaðan drenginn sinn og hin sem hefur rifið sig lausa úr vonlausu hjónabandi, hlustar á Megas, gengur um nakin og sefur hjá sér yngri mönnum til að bæta upp fyrir æskuárin sem hún missti af í hjónabandinu. Karlarnir eru svipaðar andstæður; ruddinn með brilljantíngreiðsluna annars vegar og ljóðelski, útsmogni allsherjarreddarinn hins vegar. Ungi maðurinn er svo, eðli málsins samkvæmt, eins og mús undir fjalaketti á milli þessara afturgangna úr bókmenntasögunni og uppreisn hans dæmd til að mistakast. Í heildina er Nóvember 1976 þó hin ágætasta skemmtun. Kraumandi húmorinn lætur höfundi best, það eru dramatíseringarnar sem leiða hann afvega á köflum, en hann bætir það upp með góðum stíl, skemmtilegum samtölum og bráðfyndnum atvikum. Niðurstaða: Brokkgeng saga með kunnuglegum persónum, en prýðilega stíluð og bráðskemmtileg. Lífið Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Bækur: Nóvember 1976. Haukur Ingvarsson, Mál og menning Hvað var að gerast í nóvember 1976? Hver voru umræðuefnin í þjóðfélaginu? Gengu konur virkilega um með svuntu og var meiriháttar mál að eignast sjónvarp? Ég bara man það ekki – minnið er svikult dýr sem fer sínar eigin leiðir – en finnst þó ekki að sú forneskja hafi ríkt í samfélaginu sem Haukur Ingvarsson lýsir í sinni fyrstu skáldsögu Nóvember 1976. Það skiptir heldur ekki öllu máli. Þótt sagan sé negld niður á ákveðinn dag á ákveðnu ári lýtur hún sínum eigin lögmálum og gengur ágætlega upp innan eigin ramma. Sagan fjallar um íbúa í þremur íbúðum í stigagangi í nýbyggðu hverfi í Reykjavík: Hjónin Ríkharð og Dórótheu og tvítugan son þeirra, hann Þórodd, Bjarna allsherjarreddara og þýðanda í íbúðinni fyrir neðan þau og hina ögrandi miðaldra Bíbí, sem neitar að fylgja siðareglum samfélagsins, fyrir ofan. Sagan hverfist um þann atburð er sjónvarp Ríkharðs og Dórótheu gefur upp öndina og það leiðir til þess að íbúarnir í stigaganginum kynnast á nýjan hátt. Haukur Ingvarsson var ekki fæddur árið 1976 svo augljóslega byggir hann á heimildum og sögusögnum við skriftirnar. Leitar og í smiðju sér eldri höfunda og hrærir saman orðfæri þeirra, persónusköpun og stíl þannig að lesandinn sér áhrif Einars Kárasonar hér, Ólafs Gunnarssonar þar og Guðmundar Andra Thorssonar á enn öðrum stað. Úr þessum hrærigraut verður til bráðskemmtilegur og prýðilega vel skrifaður texti sem er aðalsmerki bókarinnar og fyllir lesandann bjartsýni á að höfundurinn eigi eftir að skrifa margar góðar bækur í framtíðinni. Sagan sjálf er rýrari í roðinu, framvindan gloppótt, persónurnar kunnuglegar og endurlit þeirra til æskuáranna ansi klisjukennd. Konurnar eru í forgrunni en eru algjörlega steríótýpískar; hin undirokaða húsmóðir sem á ekkert ljós í lífinu nema blessaðan drenginn sinn og hin sem hefur rifið sig lausa úr vonlausu hjónabandi, hlustar á Megas, gengur um nakin og sefur hjá sér yngri mönnum til að bæta upp fyrir æskuárin sem hún missti af í hjónabandinu. Karlarnir eru svipaðar andstæður; ruddinn með brilljantíngreiðsluna annars vegar og ljóðelski, útsmogni allsherjarreddarinn hins vegar. Ungi maðurinn er svo, eðli málsins samkvæmt, eins og mús undir fjalaketti á milli þessara afturgangna úr bókmenntasögunni og uppreisn hans dæmd til að mistakast. Í heildina er Nóvember 1976 þó hin ágætasta skemmtun. Kraumandi húmorinn lætur höfundi best, það eru dramatíseringarnar sem leiða hann afvega á köflum, en hann bætir það upp með góðum stíl, skemmtilegum samtölum og bráðfyndnum atvikum. Niðurstaða: Brokkgeng saga með kunnuglegum persónum, en prýðilega stíluð og bráðskemmtileg.
Lífið Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira