Ríki og borg þurfa að lána Hörpu 730 milljónir króna 8. nóvember 2011 09:00 Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að lána 730 milljónir króna til Austurhafnar-TR, eiganda tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins, sem mun lána 394 milljónir króna, og 46% eigu Reykjavíkurborgar, sem mun lána 336 milljónir króna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna síðastliðinn fimmtudag. Til viðbótar við lánið nema framlög ríkis og borgar vegna Hörpu 960 milljónum króna á ári á núverandi verðlagi. Heimildir Fréttablaðsins herma að lánið sem eigendur Austurhafnar eru að veita beri 7% fasta vexti. Lánið er veitt til 12 mánaða og á að endurgreiðast þegar Austurhöfn hefur tryggt sér endurfjármögnun. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ráðast á í hana á fyrsta ársfjórðungi 2012 með skuldabréfaútgáfu. Til að ljúka að fullu fjármögnun þeirra félaga sem eiga og reka Hörpu og annarra byggingareita á svæðinu þarf sú skuldabréfaútgáfa að vera upp á 18,3 milljarða króna. Eigendalánið er meðal annars veitt vegna þess að sambankalán sem átti að fjármagna byggingu Hörpu, og var tekið í janúar 2010, dugði ekki til að fjármagna verkefnið að fullu. Eigendalánið sem nú hefur verið samþykkt að veita mun brúa það bil ef frá er talinn lokafrágangur á nokkrum rýmum. Auk þess mun hluti lánsins renna til Situs, dótturfélags Austurhafnar sem á aðra byggingareiti á svæðinu, og hluti mun renna til rekstrarfélagsins Ago. Í minnisblaði Austurhafnar til eigenda sinna, sem lagt var fram í borgarráði, kemur fram að með því að bíða fram á næsta ár geri forsvarsmenn félagsins sér vonir um að kjör á endurfjármögnuninni muni batna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna með fjórum atkvæðum gegn einu. Kjartan Magnússon greiddi atkvæði gegn henni. Til stóð að ráðast í endurfjármögnun á sambankaláninu, sem Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, veittu á þessu ári. Í minnisblaðinu kemur fram að 17.093 milljóna króna þak hafi verið á sambankaláninu. Áætlaður heildarkostnaður vegna byggingar Hörpu, reksturs hennar fram að endurfjármögnun og kostnaðar vegna annarra byggingarreita er hins vegar áætlaður hærri en sem því þaki nemur. Heildarkostnaður vegna Hörpu og tengdra verkefna, að meðtöldum afskrifuðum kostnaði, er áætlaður 27,7 milljarðar króna. Þegar samningar um byggingu hússins voru undirritaðir í apríl 2002 var áætlaður kostnaður um sex milljarðar króna.- þsj Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira
Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að lána 730 milljónir króna til Austurhafnar-TR, eiganda tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins, sem mun lána 394 milljónir króna, og 46% eigu Reykjavíkurborgar, sem mun lána 336 milljónir króna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna síðastliðinn fimmtudag. Til viðbótar við lánið nema framlög ríkis og borgar vegna Hörpu 960 milljónum króna á ári á núverandi verðlagi. Heimildir Fréttablaðsins herma að lánið sem eigendur Austurhafnar eru að veita beri 7% fasta vexti. Lánið er veitt til 12 mánaða og á að endurgreiðast þegar Austurhöfn hefur tryggt sér endurfjármögnun. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ráðast á í hana á fyrsta ársfjórðungi 2012 með skuldabréfaútgáfu. Til að ljúka að fullu fjármögnun þeirra félaga sem eiga og reka Hörpu og annarra byggingareita á svæðinu þarf sú skuldabréfaútgáfa að vera upp á 18,3 milljarða króna. Eigendalánið er meðal annars veitt vegna þess að sambankalán sem átti að fjármagna byggingu Hörpu, og var tekið í janúar 2010, dugði ekki til að fjármagna verkefnið að fullu. Eigendalánið sem nú hefur verið samþykkt að veita mun brúa það bil ef frá er talinn lokafrágangur á nokkrum rýmum. Auk þess mun hluti lánsins renna til Situs, dótturfélags Austurhafnar sem á aðra byggingareiti á svæðinu, og hluti mun renna til rekstrarfélagsins Ago. Í minnisblaði Austurhafnar til eigenda sinna, sem lagt var fram í borgarráði, kemur fram að með því að bíða fram á næsta ár geri forsvarsmenn félagsins sér vonir um að kjör á endurfjármögnuninni muni batna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna með fjórum atkvæðum gegn einu. Kjartan Magnússon greiddi atkvæði gegn henni. Til stóð að ráðast í endurfjármögnun á sambankaláninu, sem Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, veittu á þessu ári. Í minnisblaðinu kemur fram að 17.093 milljóna króna þak hafi verið á sambankaláninu. Áætlaður heildarkostnaður vegna byggingar Hörpu, reksturs hennar fram að endurfjármögnun og kostnaðar vegna annarra byggingarreita er hins vegar áætlaður hærri en sem því þaki nemur. Heildarkostnaður vegna Hörpu og tengdra verkefna, að meðtöldum afskrifuðum kostnaði, er áætlaður 27,7 milljarðar króna. Þegar samningar um byggingu hússins voru undirritaðir í apríl 2002 var áætlaður kostnaður um sex milljarðar króna.- þsj
Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira