Spilist hátt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. nóvember 2011 19:00 Thirteen með Megadeth. Rauðhærði rokkriddarinn Dave Mustaine gefur nú út þrettándu hljóðversplötu sína ásamt hljómsveit sinni Megadeth. Síðustu tvær breiðskífur sveitarinnar gripu mig ekki en í þetta sinn hefur Mustaine skorað snertimark. Megadeth er skemmtilegust þegar hún daðrar við poppið án þess að ganga of langt. Rokkið er vissulega ruddalegt á Thirteen en lögin eru matreidd á svipaðan máta og á einni af vinsælustu plötu sveitarinnar, Countdown to Extinction, með tilheyrandi stórkarlalegum þungarokksriffum í bland við grípandi melódíur og tæran hljóm. Þungarokk á að vera fjör og þetta veit Megadeth. Opnunarlagið, Sudden Death, setur tóninn fyrir komandi fjör, en útvarpshittari plötunnar er Public Enemy No. 1. Klassískt Megadeth-lag með hnitmiðuðum gítar og einföldum bassa að hætti Dave Ellefson, sem er genginn aftur í sveitina. Ofsinn í Never Dead höfðar einkar vel til mín og flytur mig aftur í tíma, þar sem unglingabólur og ótímabær sáðlát réðu ríkjum. Rólegri lögin eru vel heppnuð og í heild er platan sterk. Það tók mig nokkrar hlustanir að aðlagast plötunni. Megadeth hefur ekki verið frumleg í 20 ár en er alltaf samkvæm sjálfri sér og stundum er það einfaldlega nóg. Á meðan riffabanki Mustaine tæmist ekki mega þeir kumpánar alveg halda áfram að vera ófrumlegir. Allavega mín vegna, því ég elska Megadeth. Sem sagt: Þrælskemmtileg plata frá gamla Rauð. Spilist hátt. Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Rauðhærði rokkriddarinn Dave Mustaine gefur nú út þrettándu hljóðversplötu sína ásamt hljómsveit sinni Megadeth. Síðustu tvær breiðskífur sveitarinnar gripu mig ekki en í þetta sinn hefur Mustaine skorað snertimark. Megadeth er skemmtilegust þegar hún daðrar við poppið án þess að ganga of langt. Rokkið er vissulega ruddalegt á Thirteen en lögin eru matreidd á svipaðan máta og á einni af vinsælustu plötu sveitarinnar, Countdown to Extinction, með tilheyrandi stórkarlalegum þungarokksriffum í bland við grípandi melódíur og tæran hljóm. Þungarokk á að vera fjör og þetta veit Megadeth. Opnunarlagið, Sudden Death, setur tóninn fyrir komandi fjör, en útvarpshittari plötunnar er Public Enemy No. 1. Klassískt Megadeth-lag með hnitmiðuðum gítar og einföldum bassa að hætti Dave Ellefson, sem er genginn aftur í sveitina. Ofsinn í Never Dead höfðar einkar vel til mín og flytur mig aftur í tíma, þar sem unglingabólur og ótímabær sáðlát réðu ríkjum. Rólegri lögin eru vel heppnuð og í heild er platan sterk. Það tók mig nokkrar hlustanir að aðlagast plötunni. Megadeth hefur ekki verið frumleg í 20 ár en er alltaf samkvæm sjálfri sér og stundum er það einfaldlega nóg. Á meðan riffabanki Mustaine tæmist ekki mega þeir kumpánar alveg halda áfram að vera ófrumlegir. Allavega mín vegna, því ég elska Megadeth. Sem sagt: Þrælskemmtileg plata frá gamla Rauð. Spilist hátt.
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira