Hugleikur tekur aftur fyrir erlenda stórsmelli 11. nóvember 2011 17:00 svona eru jólin Hugleikur leggur eigin skilning í um 60 lög í bókinni Popular Hits II. Emilíana Torrini skrifar formála bókarinnar. Hugleikur Dagsson, rithöfundur Klippa: F30140611 Hugleik 19 Hugleikur Dagsson hefur sent frá sér aðra Popular Hits-rassvasabók. Emilíana Torrini skrifar formála bókarinnar, en hún er einlægur aðdáandi Hugleiks. „Það er gott að gera myndasögur á ensku, vegna þess að fólk mun alltaf kaupa þær. Það eru alþjóðlegir lesendur,“ segir skopmyndateiknarinn og uppistandarinn Hugleikur Dagsson. Popular Hits II kemur út í dag, en hún fylgir eftir sams konar bók sem kom út í fyrra. Í bókunum teiknar Hugleikur myndir við þekkt erlend lög og leggur eigin skilning í merkingu þeirra. Hugleikur hefur einnig sent frá sér tvær sams konar bækur á íslensku sem nefnast Íslensk dægurlög. „Mér skilst að Popular Hits eitt hafi selst stöðugt og seljist alltaf vel,“ segir Hugleikur spurður um sölutölur. „Hún hefur verið stanslaust á topp tíu listum í Eymundsson… eða Máli og menningu. Myndasögubækur eru miklu algengara lesefni erlendis heldur en hér.“ Emilíana Torrini skrifar formála Popular Hits II. Hugleikir segir að það hafi legið beinast við að fá hana, enda syngur hún á ensku og bókin tekur einmitt fyrir enska lagatitla. En hafði hún eitthvað fallegt að segja um þig? „Hún hafði gífurlega fallega hluti að segja.“ Kom það þér á óvart? „Öhm. Nei.“ Þekkirðu hana? „Nei, þekki hana ekki að ráði. Hún hefur keypt myndir af mér. Þannig að ég notaði tækifærið og bað hana um að gera eitt stykki formála. Hún hikaði ekki. Hún var meira en til í það, enda einlægur aðdáandi.“ Mynd sem Hugleikur teiknaði eftir laginu Anarchy in the UK fór á mikið flug í kjölfar útgáfu fyrri bókarinnar og dreifðist hratt um netheima. Óprúttnir aðilar reyndu að selja hana á bolum og á vefsíðunni 9gag.com birtast reglulega skopstælingar af myndinni. Spurður hvort hann búist við að mynd í nýju bókinni taki viðlíka flug segir hann erfitt að sjá það fyrir. „Þetta er svo ófyrirsjáanlegt. Þessi UK-mynd var alltaf ein af mínum uppáhalds, en ég bjóst aldrei við að henni yrði dreift svona svakalega á myndavefjum,“ segir hann. Hann spáir því að myndin hér til hliðar, sem er teiknuð eftir frægu jólalagi, verði næsta mynd sem fer á flakk. Hugleikur og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, söngkona FM Belfast, kynna rassvasabækur sinar í bókabúð Máls og Menningar á morgun. Hún sendir frá sér bókina Generalizations about Nations, sem er ensk útgáfa bókarinnar Alhæft um þjóðir. atlifannar@frettabladid.isEmilíana Torrini Lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Hugleikur Dagsson, rithöfundur Klippa: F30140611 Hugleik 19 Hugleikur Dagsson hefur sent frá sér aðra Popular Hits-rassvasabók. Emilíana Torrini skrifar formála bókarinnar, en hún er einlægur aðdáandi Hugleiks. „Það er gott að gera myndasögur á ensku, vegna þess að fólk mun alltaf kaupa þær. Það eru alþjóðlegir lesendur,“ segir skopmyndateiknarinn og uppistandarinn Hugleikur Dagsson. Popular Hits II kemur út í dag, en hún fylgir eftir sams konar bók sem kom út í fyrra. Í bókunum teiknar Hugleikur myndir við þekkt erlend lög og leggur eigin skilning í merkingu þeirra. Hugleikur hefur einnig sent frá sér tvær sams konar bækur á íslensku sem nefnast Íslensk dægurlög. „Mér skilst að Popular Hits eitt hafi selst stöðugt og seljist alltaf vel,“ segir Hugleikur spurður um sölutölur. „Hún hefur verið stanslaust á topp tíu listum í Eymundsson… eða Máli og menningu. Myndasögubækur eru miklu algengara lesefni erlendis heldur en hér.“ Emilíana Torrini skrifar formála Popular Hits II. Hugleikir segir að það hafi legið beinast við að fá hana, enda syngur hún á ensku og bókin tekur einmitt fyrir enska lagatitla. En hafði hún eitthvað fallegt að segja um þig? „Hún hafði gífurlega fallega hluti að segja.“ Kom það þér á óvart? „Öhm. Nei.“ Þekkirðu hana? „Nei, þekki hana ekki að ráði. Hún hefur keypt myndir af mér. Þannig að ég notaði tækifærið og bað hana um að gera eitt stykki formála. Hún hikaði ekki. Hún var meira en til í það, enda einlægur aðdáandi.“ Mynd sem Hugleikur teiknaði eftir laginu Anarchy in the UK fór á mikið flug í kjölfar útgáfu fyrri bókarinnar og dreifðist hratt um netheima. Óprúttnir aðilar reyndu að selja hana á bolum og á vefsíðunni 9gag.com birtast reglulega skopstælingar af myndinni. Spurður hvort hann búist við að mynd í nýju bókinni taki viðlíka flug segir hann erfitt að sjá það fyrir. „Þetta er svo ófyrirsjáanlegt. Þessi UK-mynd var alltaf ein af mínum uppáhalds, en ég bjóst aldrei við að henni yrði dreift svona svakalega á myndavefjum,“ segir hann. Hann spáir því að myndin hér til hliðar, sem er teiknuð eftir frægu jólalagi, verði næsta mynd sem fer á flakk. Hugleikur og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, söngkona FM Belfast, kynna rassvasabækur sinar í bókabúð Máls og Menningar á morgun. Hún sendir frá sér bókina Generalizations about Nations, sem er ensk útgáfa bókarinnar Alhæft um þjóðir. atlifannar@frettabladid.isEmilíana Torrini
Lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira