Aukinn jöfnuður og bætt kjör - Ísland á réttri leið! Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2011 06:00 Þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar hrunsins kemur nú betur og betur í ljós hversu vel okkur Íslendingum hefur tekist til við björgunarstarfið þrátt fyrir allt. Þetta getum við nú betur greint þegar lífskjarasóknin er hafin og efnahagslífið hefur spyrnt sér frá botninum eftir umfangsmesta efnahagshrun sem dæmi eru um. Hrunið kallaði yfir Ísland tveggja ára djúpa kreppu. Helstu hagtölur teikna upp hryllingsmynd: Landsframleiðsla dróst saman um rösklega 10%, gengið hrundi um 50%, beinn kostnaður ríkissjóðs af endurreisn fjármálakerfisins var um 20% af landsframleiðslu, skuldir hins opinbera jukust um 70% af landsframleiðslu. Hver og einn þessara mælikvarða er með því versta sem önnur ríki hafa þurft að glíma við, en samanlagt án nokkurra fordæma. Þjóðarbúið, ríkissjóður, sveitarfélög, fyrirtækin og heimili landsins römbuðu á barmi gjaldþrots. Í augum umheimsins var landið gjaldþrota. Úr krappri vörn í sjálfbæra lífskjarasóknÁ rúmum tveimur árum hefur okkur tekist að snúa krappri vörn í sjálfbæra lífskjarasókn. Gjaldþroti ríkissjóðs hefur verið forðað. Ríflega 200 milljarða halla hefur að mestu verið mætt auk 60 milljarða viðbótarvaxtakostnaðar vegna aukinna skulda ríkissjóðs, en 260 milljarðar eru um helmingur ríkisútgjalda! Hagvöxtur stefnir í rúm 3% á þessu ári og kaupmáttur launa hefur vaxið jafnt og þétt samhliða minnkandi atvinnuleysi. Í lok þessa árs hafa fjölmörg fyrirtæki og heimili landsins farið í gegnum markvissa skuldaaðlögun þar sem skuldir þeirra hafa verið lækkaðar um hundruð milljarða króna. Vextir og verðbólga hafa lækkað umtalsvert, friður er á vinnumarkaði og stöðugleiki ríkir í gengismálum og efnahagslífinu yfirleitt. Ísland getur nú aftur óhikað borið sig saman við helstu velmegunarsamfélög heims og kemur á marga mælikvarða vel út úr þeim samanburði. Nýlegur þróunarlisti Sameinuðu þjóðanna sýnir þetta og sannar. Jafnvel þótt þar sé ekki kominn fram sá mikli árangur sem náðst hefur á þessu ári hækkar Ísland um 3 sæti á milli ára og er í 14. sæti meðal mestu velmegunarsamfélaga heims. Sé hins vegar tekið tillit til neikvæðra afleiðinga misskiptingar í löndum heims færist Ísland upp í 5. sæti og aðeins Noregur, Ástralía, Svíþjóð og Holland standa Íslandi framar. Lægri skattar og hærri bæturAðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa miðað að því að draga úr ójöfnuði og færa byrðarnar af hruninu sem mest á hina ríkari. Þannig hafa kjör hinna lakast settu verið varin með umtalsverðri hækkun lægstu launa, atvinnuleysisbóta og lágmarkstryggingar lífeyrisþega, en hinn 1. febrúar næstkomandi mun lágmarkstrygging lífeyrisþega hafa hækkað um 61% í stjórnartíð Samfylkingarinnar auk þess sem tekjuskerðingar vegna tekna maka voru afnumdar. Bótakerfinu og skattkerfinu hefur einnig verið markvisst beitt til að milda áfallið af hruninu og jafna kjörin meðal landsmanna. Á sama tíma og vaxtakostnaður heimilanna jókst um rúm 40% var niðurgreiðsla ríkissjóðs í gegnum vaxtabætur og vaxtabótaauka aukin um rúm 108% og er nú svo komið að ríkissjóður endurgreiðir u.þ.b. þriðjung af öllum vaxtakostnaði heimilanna vegna húsnæðislána. Vaxtabótum og barnabótum hefur einnig verið beint frekar til þeirra sem hafa lágar og miðlungs tekjur. Þá hafa skattar verið hækkaðir hjá þeim sem hafa háar tekjur og eiga miklar eignir, en um 60% skattgreiðenda greiða nú lægra hlutfall tekna sinna í skatt en fyrir hrun. Heildarskattbyrðin hefur einnig dregist saman, en nú tekur ríkið til sín u.þ.b. 27% af landsframleiðslunni samanborið við 29-32% í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Aukinn jöfnuður og varðstaða um velferðÞrátt fyrir umtalsvert lægri tekjur ríkissjóðs og stóraukin útgjöld vegna hrunsins hefur ríkisstjórnin forgangsraðað þannig að nú er meiri fjármunum varið til velferðarmála en á árunum fyrir hrun, hvort sem horft er til framfærsluútgjalda, menntamála, heilbrigðismála eða velferðarmála almennt. Þá hefur verulegum fjármunum verið varið til að bregðast við þeirri skelfilegu skuldastöðu heimila sem við blasti í kjölfar hrunsins. Reiknað er með að um næstu áramót hafi um 200 milljörðum króna verið létt af heimilum landsins með beinum afskriftum og umbreytingu erlendra lána yfir í íslensk auk stórfelldrar niðurgreiðslu vaxtakostnaðar eins og fyrr er nefnt. Með þessum markvissu aðgerðum hefur tekist að milda högg hrunsins hjá þeim hópum samfélagsins sem veikast stóðu og á sama tíma hefur dregið mjög úr ójöfnuði meðal Íslendinga. Stjórnarstefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leiddi til þess að ójöfnuður á Íslandi þróaðist með þeim skelfilega hætti að á innan við 10 árum hafði ríkasti hundraðshluti þjóðarinnar fimmfaldað hlut sinn í heildartekjum þjóðarinnar – farið úr 4% heildartekna árið 1998 í 20% árið 2007. Nú, rúmum þremur árum síðar, nálgumst við aftur fyrri stöðu, þó að enn sé nokkuð í land. Sú leið sem ríkisstjórnin hefur valið í viðbrögðum sínum við hruninu er að skila miklum og eftirtektarverðum árangri. Efnahagslífið er að taka við sér með kröftugari hætti en í flestum nágrannalöndum okkar, kaupmáttur og atvinnuþátttaka vaxa hraðar og jöfnuður eykst jafnhliða stórum skrefum. Ísland er sannarlega á réttri leið ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir hrikalegar afleiðingar hrunsins kemur nú betur og betur í ljós hversu vel okkur Íslendingum hefur tekist til við björgunarstarfið þrátt fyrir allt. Þetta getum við nú betur greint þegar lífskjarasóknin er hafin og efnahagslífið hefur spyrnt sér frá botninum eftir umfangsmesta efnahagshrun sem dæmi eru um. Hrunið kallaði yfir Ísland tveggja ára djúpa kreppu. Helstu hagtölur teikna upp hryllingsmynd: Landsframleiðsla dróst saman um rösklega 10%, gengið hrundi um 50%, beinn kostnaður ríkissjóðs af endurreisn fjármálakerfisins var um 20% af landsframleiðslu, skuldir hins opinbera jukust um 70% af landsframleiðslu. Hver og einn þessara mælikvarða er með því versta sem önnur ríki hafa þurft að glíma við, en samanlagt án nokkurra fordæma. Þjóðarbúið, ríkissjóður, sveitarfélög, fyrirtækin og heimili landsins römbuðu á barmi gjaldþrots. Í augum umheimsins var landið gjaldþrota. Úr krappri vörn í sjálfbæra lífskjarasóknÁ rúmum tveimur árum hefur okkur tekist að snúa krappri vörn í sjálfbæra lífskjarasókn. Gjaldþroti ríkissjóðs hefur verið forðað. Ríflega 200 milljarða halla hefur að mestu verið mætt auk 60 milljarða viðbótarvaxtakostnaðar vegna aukinna skulda ríkissjóðs, en 260 milljarðar eru um helmingur ríkisútgjalda! Hagvöxtur stefnir í rúm 3% á þessu ári og kaupmáttur launa hefur vaxið jafnt og þétt samhliða minnkandi atvinnuleysi. Í lok þessa árs hafa fjölmörg fyrirtæki og heimili landsins farið í gegnum markvissa skuldaaðlögun þar sem skuldir þeirra hafa verið lækkaðar um hundruð milljarða króna. Vextir og verðbólga hafa lækkað umtalsvert, friður er á vinnumarkaði og stöðugleiki ríkir í gengismálum og efnahagslífinu yfirleitt. Ísland getur nú aftur óhikað borið sig saman við helstu velmegunarsamfélög heims og kemur á marga mælikvarða vel út úr þeim samanburði. Nýlegur þróunarlisti Sameinuðu þjóðanna sýnir þetta og sannar. Jafnvel þótt þar sé ekki kominn fram sá mikli árangur sem náðst hefur á þessu ári hækkar Ísland um 3 sæti á milli ára og er í 14. sæti meðal mestu velmegunarsamfélaga heims. Sé hins vegar tekið tillit til neikvæðra afleiðinga misskiptingar í löndum heims færist Ísland upp í 5. sæti og aðeins Noregur, Ástralía, Svíþjóð og Holland standa Íslandi framar. Lægri skattar og hærri bæturAðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa miðað að því að draga úr ójöfnuði og færa byrðarnar af hruninu sem mest á hina ríkari. Þannig hafa kjör hinna lakast settu verið varin með umtalsverðri hækkun lægstu launa, atvinnuleysisbóta og lágmarkstryggingar lífeyrisþega, en hinn 1. febrúar næstkomandi mun lágmarkstrygging lífeyrisþega hafa hækkað um 61% í stjórnartíð Samfylkingarinnar auk þess sem tekjuskerðingar vegna tekna maka voru afnumdar. Bótakerfinu og skattkerfinu hefur einnig verið markvisst beitt til að milda áfallið af hruninu og jafna kjörin meðal landsmanna. Á sama tíma og vaxtakostnaður heimilanna jókst um rúm 40% var niðurgreiðsla ríkissjóðs í gegnum vaxtabætur og vaxtabótaauka aukin um rúm 108% og er nú svo komið að ríkissjóður endurgreiðir u.þ.b. þriðjung af öllum vaxtakostnaði heimilanna vegna húsnæðislána. Vaxtabótum og barnabótum hefur einnig verið beint frekar til þeirra sem hafa lágar og miðlungs tekjur. Þá hafa skattar verið hækkaðir hjá þeim sem hafa háar tekjur og eiga miklar eignir, en um 60% skattgreiðenda greiða nú lægra hlutfall tekna sinna í skatt en fyrir hrun. Heildarskattbyrðin hefur einnig dregist saman, en nú tekur ríkið til sín u.þ.b. 27% af landsframleiðslunni samanborið við 29-32% í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Aukinn jöfnuður og varðstaða um velferðÞrátt fyrir umtalsvert lægri tekjur ríkissjóðs og stóraukin útgjöld vegna hrunsins hefur ríkisstjórnin forgangsraðað þannig að nú er meiri fjármunum varið til velferðarmála en á árunum fyrir hrun, hvort sem horft er til framfærsluútgjalda, menntamála, heilbrigðismála eða velferðarmála almennt. Þá hefur verulegum fjármunum verið varið til að bregðast við þeirri skelfilegu skuldastöðu heimila sem við blasti í kjölfar hrunsins. Reiknað er með að um næstu áramót hafi um 200 milljörðum króna verið létt af heimilum landsins með beinum afskriftum og umbreytingu erlendra lána yfir í íslensk auk stórfelldrar niðurgreiðslu vaxtakostnaðar eins og fyrr er nefnt. Með þessum markvissu aðgerðum hefur tekist að milda högg hrunsins hjá þeim hópum samfélagsins sem veikast stóðu og á sama tíma hefur dregið mjög úr ójöfnuði meðal Íslendinga. Stjórnarstefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leiddi til þess að ójöfnuður á Íslandi þróaðist með þeim skelfilega hætti að á innan við 10 árum hafði ríkasti hundraðshluti þjóðarinnar fimmfaldað hlut sinn í heildartekjum þjóðarinnar – farið úr 4% heildartekna árið 1998 í 20% árið 2007. Nú, rúmum þremur árum síðar, nálgumst við aftur fyrri stöðu, þó að enn sé nokkuð í land. Sú leið sem ríkisstjórnin hefur valið í viðbrögðum sínum við hruninu er að skila miklum og eftirtektarverðum árangri. Efnahagslífið er að taka við sér með kröftugari hætti en í flestum nágrannalöndum okkar, kaupmáttur og atvinnuþátttaka vaxa hraðar og jöfnuður eykst jafnhliða stórum skrefum. Ísland er sannarlega á réttri leið !
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar