Nýtt lag frá Einari Ágústi 1. desember 2011 16:00 einar ágúst Söngvarinn vinnur nú að eigin útgáfu af SúEllen smellinum Svo blind.fréttablaðið/Valli „Ég er með margt skemmtilegt í pípunum varðandi músík,“ segir tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson, sem sent hefur frá sér sitt fyrsta lag í rúm fjögur ár. Einar Ágúst, sem er best þekktur úr hljómsveitinni Skítamóral, hefur ávallt verið iðinn við lagasmíðar og samdi mörg vinsælustu lög hljómsveitarinnar á sínum tíma. Í þetta sinn sá hann þó ekki um lagasmíðina, en nýja lagið heitir The Lights In Your Eyes og er samið af ungum og efnilegum tónlistarmanni, Andra Ramirez, sem gengur undir nafninu Prostarz. Andri stundar nám í hljóðtæknifræði í Bretlandi og hefur verið iðinn við að semja tónlist og koma sér á framfæri ytra. Aðspurður útilokar Einar Ágúst ekki frekara samstarf þeirra á milli. „Við Andri erum að skoða ýmislegt. Ég er að velta fyrir mér texta við eitt lag eftir hann í augnablikinu. Þessi drengur lofar virkilega góðu.“ Einar Ágúst gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2007 og fylgdi henni á eftir með mikilli spilamennsku. Eftir útgáfuna dró hann svo mikið úr afskiptum sínum af tónlist, þótt hann héldi áfram lagasmíðum. Inntur eftir því hvort hann hafi ekki saknað tónlistarinnar og þess að koma fram segir hann hléið hafa verið kærkomið. „Stundum þarf maður bara frí frá þessu eins og öðru. Það var mjög gaman að byrja að vinna við útvarp aftur þegar ég byrjaði á Kananum vorið 2010 en það er ákveðið „performance“ í því líka. Ég held að ég hafi mögulega „spilað yfir mig“ á árunum 2006-2010. En ég er og mun alltaf verða tónlistarmaður og gera músík.“ - bb Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira
„Ég er með margt skemmtilegt í pípunum varðandi músík,“ segir tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson, sem sent hefur frá sér sitt fyrsta lag í rúm fjögur ár. Einar Ágúst, sem er best þekktur úr hljómsveitinni Skítamóral, hefur ávallt verið iðinn við lagasmíðar og samdi mörg vinsælustu lög hljómsveitarinnar á sínum tíma. Í þetta sinn sá hann þó ekki um lagasmíðina, en nýja lagið heitir The Lights In Your Eyes og er samið af ungum og efnilegum tónlistarmanni, Andra Ramirez, sem gengur undir nafninu Prostarz. Andri stundar nám í hljóðtæknifræði í Bretlandi og hefur verið iðinn við að semja tónlist og koma sér á framfæri ytra. Aðspurður útilokar Einar Ágúst ekki frekara samstarf þeirra á milli. „Við Andri erum að skoða ýmislegt. Ég er að velta fyrir mér texta við eitt lag eftir hann í augnablikinu. Þessi drengur lofar virkilega góðu.“ Einar Ágúst gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2007 og fylgdi henni á eftir með mikilli spilamennsku. Eftir útgáfuna dró hann svo mikið úr afskiptum sínum af tónlist, þótt hann héldi áfram lagasmíðum. Inntur eftir því hvort hann hafi ekki saknað tónlistarinnar og þess að koma fram segir hann hléið hafa verið kærkomið. „Stundum þarf maður bara frí frá þessu eins og öðru. Það var mjög gaman að byrja að vinna við útvarp aftur þegar ég byrjaði á Kananum vorið 2010 en það er ákveðið „performance“ í því líka. Ég held að ég hafi mögulega „spilað yfir mig“ á árunum 2006-2010. En ég er og mun alltaf verða tónlistarmaður og gera músík.“ - bb
Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira