Veglegt safnbox slapp við bruna 2. desember 2011 11:00 box frá Björgvini Nýtt safnbox með bestu lögum Björgvins Halldórssonar og afmælistónleikum hans er komið út. fréttablaðið/anton Veglegt safnbox með 88 af vinsælustu lögum Björgvins Halldórssonar er komið út. Umfangsmesta útgáfa Senu til þessa. Framleiðsluferli nýs safnbox með Björgvini Halldórssyni, Gullvagninn, tók sex til sjö vikur og fór það fram í Tékklandi. „Þetta var framleitt í verksmiðju þar sem bruni varð tveimur dögum eftir að þau sendu þetta til okkar. Við náðum þessu heim áður, þannig að það er engin lykt af þessu,“ segir Eiður Arnarsson hjá Senu, hress. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að þetta er innihaldsmesta og umfangsmesta útgáfan sem við höfum lagt í,“ segir Eiður um safnboxið. „Þetta er búið að taka megnið af árinu,“ bætir hann við en Björgvin varð sextugur í apríl og tónleikarnir, sem er nýja efnið á útgáfunni, voru teknir upp við það tækifæri. Safnboxinu er skipt upp í fimm diska. Fjórir hafa að geyma lög frá sólóferli Björgvins, dúetta, lög sem hann hefur sjálfur samið og loks lög sem hann hefur sungið með hljómsveitum. Alls eru þetta 88 lög. Loks fylgja afmælistónleikarnir með á mynddiski. „Þetta er langur ferill sem þetta þarf að spanna, eða 42 ár. Þetta eru ekki nema tíu ár á hverja plötu, það er ekki mikið,“ segir Eiður. Uppi voru hugmyndir um að hafa tvo diska til viðbótar í boxinu með sjómannalögum og trúarlögum en hætt var við það. Sex ár eru liðin síðan safnplatan Ár og öld með Björgvini kom út. Hún seldist í fimmtán þúsund eintökum en hefur ekki verið fáanleg í eitt og hálft ár. Ekki er búist við jafnmikilli sölu á nýja boxinu enda var það dýrara í framleiðslu og kostar fyrir vikið meira. Björgvin er hæstánægður með útgáfuna. „Þetta er orðið ansi mikið sem maður er búinn að taka þátt í, bæði einsamall og með öðrum. Þetta er hrikalega stór katalógur en það var reynt að búa til svolítið sniðugan pakka.“ Björgvin hefur gefið út hjá Senu og fyrirtækjunum sem komu á undan því síðan um miðjan áttunda áratuginn. „Maður þekkir til þarna og hefur gert marga skemmtilega hluti. Meirihlutann er ég frekar sáttur við en þegar maður gerir svona mikið vill maður gera sumt aftur og annað má betur fara eins og gengur og gerist. En maður er alltaf að reyna að toppa sjálfan sig og gera eitthvað nýtt.“ Hinir árlegu jólatónleikar hans verða í Laugardalshöll á laugardaginn. Aðspurður telur hann tónleikana þá stærstu til þessa, enda 140 manns á sviðinu þegar mest lætur, auk hóps aðstoðarmanna. „Æfingarnar ganga ofsalega vel og við ætlum hvergi að slá af.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Veglegt safnbox með 88 af vinsælustu lögum Björgvins Halldórssonar er komið út. Umfangsmesta útgáfa Senu til þessa. Framleiðsluferli nýs safnbox með Björgvini Halldórssyni, Gullvagninn, tók sex til sjö vikur og fór það fram í Tékklandi. „Þetta var framleitt í verksmiðju þar sem bruni varð tveimur dögum eftir að þau sendu þetta til okkar. Við náðum þessu heim áður, þannig að það er engin lykt af þessu,“ segir Eiður Arnarsson hjá Senu, hress. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að þetta er innihaldsmesta og umfangsmesta útgáfan sem við höfum lagt í,“ segir Eiður um safnboxið. „Þetta er búið að taka megnið af árinu,“ bætir hann við en Björgvin varð sextugur í apríl og tónleikarnir, sem er nýja efnið á útgáfunni, voru teknir upp við það tækifæri. Safnboxinu er skipt upp í fimm diska. Fjórir hafa að geyma lög frá sólóferli Björgvins, dúetta, lög sem hann hefur sjálfur samið og loks lög sem hann hefur sungið með hljómsveitum. Alls eru þetta 88 lög. Loks fylgja afmælistónleikarnir með á mynddiski. „Þetta er langur ferill sem þetta þarf að spanna, eða 42 ár. Þetta eru ekki nema tíu ár á hverja plötu, það er ekki mikið,“ segir Eiður. Uppi voru hugmyndir um að hafa tvo diska til viðbótar í boxinu með sjómannalögum og trúarlögum en hætt var við það. Sex ár eru liðin síðan safnplatan Ár og öld með Björgvini kom út. Hún seldist í fimmtán þúsund eintökum en hefur ekki verið fáanleg í eitt og hálft ár. Ekki er búist við jafnmikilli sölu á nýja boxinu enda var það dýrara í framleiðslu og kostar fyrir vikið meira. Björgvin er hæstánægður með útgáfuna. „Þetta er orðið ansi mikið sem maður er búinn að taka þátt í, bæði einsamall og með öðrum. Þetta er hrikalega stór katalógur en það var reynt að búa til svolítið sniðugan pakka.“ Björgvin hefur gefið út hjá Senu og fyrirtækjunum sem komu á undan því síðan um miðjan áttunda áratuginn. „Maður þekkir til þarna og hefur gert marga skemmtilega hluti. Meirihlutann er ég frekar sáttur við en þegar maður gerir svona mikið vill maður gera sumt aftur og annað má betur fara eins og gengur og gerist. En maður er alltaf að reyna að toppa sjálfan sig og gera eitthvað nýtt.“ Hinir árlegu jólatónleikar hans verða í Laugardalshöll á laugardaginn. Aðspurður telur hann tónleikana þá stærstu til þessa, enda 140 manns á sviðinu þegar mest lætur, auk hóps aðstoðarmanna. „Æfingarnar ganga ofsalega vel og við ætlum hvergi að slá af.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira