Vilja líka skúffuskáldin 3. desember 2011 09:00 frumkvöðlar Fannar Freyr Jónsson og Óskar Þór Þráinsson segja lófabókaflóðið vera rétt að byrja.fréttablaðið/GVA rafbók Svona lítur forsíða bókar út hjá Emmu.is Tveir áhugamenn um rafbækur og íslenska lestrarhefð hafa opnað nýja rafbókarveitu. Síðan heitir Emma.is og gefur öllum landsmönnum tækifæri til að gefa út sín eigin verk á rafrænu formi. „Við sáum strax að það var mikill áhugi fyrir þessu,“ segir Óskar Þór Þráinsson, sem ásamt Fannari Frey Jónssyni hefur stofnað og opnað nýja rafbókaveitu, Emmu.is, þá fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Um er að ræða vefsíðu þar sem sjálfstæðir höfundar, útgefendur, fyrirtæki og rétthafar geta gefið út rafbækur fyrir íslenska lesendur, hvort heldur sem þeir eru þekktir eða ekki. Gríðarstór markaður hefur myndast fyrir rafbækur erlendis, en þeir Íslendingar sem hafa viljað prófa fyrirbærið hafa hingað til þurft að láta sér nægja að lesa bækur á öðrum tungumálum. Viðbrögðin við möguleikanum á íslenskum rafbókum hafa verið geysilega góð að sögn Óskars. „Við opnum með fjórar bækur sem ekki hafa verið gefnar út áður. Annað, sem við erum sérstaklega ánægðir með, er að geta boðið upp á efni sem er ekki fáanlegt lengur á prenti, en mikil eftirspurn er eftir. Til dæmis hefur Þorgrímur Þráinsson fengið tækifæri til að gera bók sína, Allt hold er hey, aðgengilegt fyrir lesendur aftur hjá okkur, en hún hefur verið ófáanleg lengi og ekki fengist endurprentuð.“ Skiptar skoðanir eru um ágæti rafbóka og sumir eru hræddir við að þær muni bola prentuðum bókum út af markaðnum í náinni framtíð. Óskar segir það af og frá, enda séu þær hliðstæðar en alls ekki sami hluturinn. „Svo má ekki gleyma því að tilkoma rafbóka er algjör bylting fyrir marga hópa sem eiga erfitt með hefðbundinn lestur. Hægt er að stýra textanum og lestrinum mun meira og sjóndaprir og lesblindir geta nýtt sér rafbækur.“ Óskar vonast til þess að Emma muni skapa vettvang fyrir sköpunar- og lestrarglaða Íslendinga. „Við erum líka að leita að skúffuskáldunum. Það sem við erum kannski spenntastir fyrir er að þetta er opið öllum. Fólk sem er að skrifa smásögur, ljóð eða sértækar bókmenntir líkt og fantasíur getur þarna gefið út sitt efni og náð til þeirra lesenda sem hafa áhuga. Ég held að þetta muni auka fjölbreytni í íslenskri bókaflóru.“ Og Óskar segir þetta vera næsta skrefið í aldalangri bókmenntasögu þjóðarinnar. „Nú þegar eiga rúmlega 90 prósent þjóðarinnar tæki til að lesa rafbækur. Það er hægt að nota spjaldtölvur, lófatölvur, snjallsíma og venjulegar tölvur til lestrarins. Þetta er bara spurning um kynna sér málið og læra á tæknina.“ bergthora@frettabladid.isLæsilegt Töluvert ólíkt er að lesa rafbók og hefðbundna prentaða bók. Lífið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Sjá meira
rafbók Svona lítur forsíða bókar út hjá Emmu.is Tveir áhugamenn um rafbækur og íslenska lestrarhefð hafa opnað nýja rafbókarveitu. Síðan heitir Emma.is og gefur öllum landsmönnum tækifæri til að gefa út sín eigin verk á rafrænu formi. „Við sáum strax að það var mikill áhugi fyrir þessu,“ segir Óskar Þór Þráinsson, sem ásamt Fannari Frey Jónssyni hefur stofnað og opnað nýja rafbókaveitu, Emmu.is, þá fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Um er að ræða vefsíðu þar sem sjálfstæðir höfundar, útgefendur, fyrirtæki og rétthafar geta gefið út rafbækur fyrir íslenska lesendur, hvort heldur sem þeir eru þekktir eða ekki. Gríðarstór markaður hefur myndast fyrir rafbækur erlendis, en þeir Íslendingar sem hafa viljað prófa fyrirbærið hafa hingað til þurft að láta sér nægja að lesa bækur á öðrum tungumálum. Viðbrögðin við möguleikanum á íslenskum rafbókum hafa verið geysilega góð að sögn Óskars. „Við opnum með fjórar bækur sem ekki hafa verið gefnar út áður. Annað, sem við erum sérstaklega ánægðir með, er að geta boðið upp á efni sem er ekki fáanlegt lengur á prenti, en mikil eftirspurn er eftir. Til dæmis hefur Þorgrímur Þráinsson fengið tækifæri til að gera bók sína, Allt hold er hey, aðgengilegt fyrir lesendur aftur hjá okkur, en hún hefur verið ófáanleg lengi og ekki fengist endurprentuð.“ Skiptar skoðanir eru um ágæti rafbóka og sumir eru hræddir við að þær muni bola prentuðum bókum út af markaðnum í náinni framtíð. Óskar segir það af og frá, enda séu þær hliðstæðar en alls ekki sami hluturinn. „Svo má ekki gleyma því að tilkoma rafbóka er algjör bylting fyrir marga hópa sem eiga erfitt með hefðbundinn lestur. Hægt er að stýra textanum og lestrinum mun meira og sjóndaprir og lesblindir geta nýtt sér rafbækur.“ Óskar vonast til þess að Emma muni skapa vettvang fyrir sköpunar- og lestrarglaða Íslendinga. „Við erum líka að leita að skúffuskáldunum. Það sem við erum kannski spenntastir fyrir er að þetta er opið öllum. Fólk sem er að skrifa smásögur, ljóð eða sértækar bókmenntir líkt og fantasíur getur þarna gefið út sitt efni og náð til þeirra lesenda sem hafa áhuga. Ég held að þetta muni auka fjölbreytni í íslenskri bókaflóru.“ Og Óskar segir þetta vera næsta skrefið í aldalangri bókmenntasögu þjóðarinnar. „Nú þegar eiga rúmlega 90 prósent þjóðarinnar tæki til að lesa rafbækur. Það er hægt að nota spjaldtölvur, lófatölvur, snjallsíma og venjulegar tölvur til lestrarins. Þetta er bara spurning um kynna sér málið og læra á tæknina.“ bergthora@frettabladid.isLæsilegt Töluvert ólíkt er að lesa rafbók og hefðbundna prentaða bók.
Lífið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Sjá meira