Vel heppnuð rokkplata Freyr Bjarnason skrifar 8. desember 2011 11:00 Hljómsveitin Ég, Ímynd fíflsins. Tónlist. Ímynd fíflsins. Hljómsveitin Ég. Þessi fjórða plata Hljómsveitarinnar Ég byggir á svipuðum grunni og fyrri verk sveitarinnar. Áhrif frá hippatónlist sjöunda áratugarins eru greinileg og hérna er samspil gítars, bassa og trommu stórgott. Annars er lágstemmt kassagítarrokk áberandi á plötunni og söngur forsprakkans Róberts Arnar Hjálmtýssonar er ekki eins hátt uppi og oft áður, sem er kostur. Róbert Örn er hnyttinn textahöfundur og hér gagnrýnir hann meðal annars leti neyslusamfélagsins og segir flest okkar fífl sem vilji sífellt láta fjölmiðla mata sig með misgáfulegu efni. Hann undanskilur sjálfan sig ekkert í þeim efnum, eins og mynd af honum sjálfum á umslaginu ber vott um. Melódísk tónlistin er þó ávallt í fyrirrúmi, grúví og töff, með Ferðalag og Hollywood-ást framarlega í flokki. Sem sagt: Vel heppnuð rokkplata með skemmtilegum textum. Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist. Ímynd fíflsins. Hljómsveitin Ég. Þessi fjórða plata Hljómsveitarinnar Ég byggir á svipuðum grunni og fyrri verk sveitarinnar. Áhrif frá hippatónlist sjöunda áratugarins eru greinileg og hérna er samspil gítars, bassa og trommu stórgott. Annars er lágstemmt kassagítarrokk áberandi á plötunni og söngur forsprakkans Róberts Arnar Hjálmtýssonar er ekki eins hátt uppi og oft áður, sem er kostur. Róbert Örn er hnyttinn textahöfundur og hér gagnrýnir hann meðal annars leti neyslusamfélagsins og segir flest okkar fífl sem vilji sífellt láta fjölmiðla mata sig með misgáfulegu efni. Hann undanskilur sjálfan sig ekkert í þeim efnum, eins og mynd af honum sjálfum á umslaginu ber vott um. Melódísk tónlistin er þó ávallt í fyrirrúmi, grúví og töff, með Ferðalag og Hollywood-ást framarlega í flokki. Sem sagt: Vel heppnuð rokkplata með skemmtilegum textum.
Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira