Á slóð guðseindarinnar 14. desember 2011 00:30 róteindaárekstur Þessi mynd frá CERN sýnir ummerki um hegðun og hreyfingu öreinda í kjölfar árekstrar tveggja róteinda. Vísindamenn CERN leita nú að ummerkjum um Higgs-bóseindina.Fréttablaðið/AP Vísindamenn við sterkeindahraðal evrópsku kjarnorkurannsóknastöðvarinnar (CERN) á landamærum Sviss og Frakklands hafa fundið forvitnilegar vísbendingar um tilvist Higgs-bóseindarinnar. Um er að ræða helsta markmið dýrustu vísindatilraunar allra tíma en vísindamennirnir vonast til þess að geta svarað spurningunni um tilvist hennar að fullu á næsta ári. Sterkeindahraðallinn hefur verið keyrður með sífellt meiri orku síðustu mánuði og hefur nú tekist að þrengja verulega það orkubil sem eindin kann að leynast á. Þá hafa fundist vísbendingar um hana á ákveðnum gildum bilsins þótt þær nægi ekki til að kveða upp stóradóm. Í sterkeindahraðlinum er framkallaður árekstur róteinda við gríðarlega mikla orku. Vandinn við leitina að Higgs-bóseindinni er að samkvæmt fræðunum verður hún ekki til nema í litlum hluta árekstra. Því meiri orka sem er notuð, því líklegra er hins vegar að hún myndist. Higgs-bóseindin er öreind en eðlisfræðingar spáðu fyrir um tilvist hennar fyrir nærri 50 árum. Síðan hefur staðið yfir leit að vísbendingum um tilvist hennar en án árangurs. Einn helsti hvatinn að byggingu sterkeindahraðals CERN var að þar var um að ræða tæki sem var talið geta svarað spurningunni um tilvist eindarinnar fyrir fullt og allt. Higgs-bóseindin sjálf er raunar ekki sérlega áhugaverð. Hún er einungis áhugaverð að því leyti að tilvist hennar myndi sanna tilvist hins ósýnilega Higgs orkusviðs sem er talið fylla alheiminn. Ekki er hins vegar hægt að nema orkusviðið sjálft þannig að vísindamenn leita heldur að einkenniseind sviðsins sem er Higgs-bóseindin. Samkvæmt staðallíkani öreindafræðinnar ferðuðust massalausar öreindir um alheiminn á ljóshraða fyrstu örsekúndu tilveru hans. Þá kviknaði á Higgs-orkusviðinu sem gerði það að verkum að það hægðist á sumum, en ekki öllum, eindanna sem fengu í leiðinni massa. Þetta gerði þeim eindum svo aftur mögulegt að tengjast og mynda þær frum- og sameindir sem allt efni alheimsins er búið til úr. Án orkusviðsins er eðlisfræðingum vandi á höndum því það hefði í för með sér að þeir hefðu ekki skýringu á því af hverju öreindir ferðast ekki allar massalausar á ljóshraða um alheiminn. Þar með væri komin stór gloppa í staðallíkan eðlisfræðinnar og ljóst að menn þyrftu að leita annað að svörum við mörgum áhugaverðustu spurningum vísindanna. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Vísindamenn við sterkeindahraðal evrópsku kjarnorkurannsóknastöðvarinnar (CERN) á landamærum Sviss og Frakklands hafa fundið forvitnilegar vísbendingar um tilvist Higgs-bóseindarinnar. Um er að ræða helsta markmið dýrustu vísindatilraunar allra tíma en vísindamennirnir vonast til þess að geta svarað spurningunni um tilvist hennar að fullu á næsta ári. Sterkeindahraðallinn hefur verið keyrður með sífellt meiri orku síðustu mánuði og hefur nú tekist að þrengja verulega það orkubil sem eindin kann að leynast á. Þá hafa fundist vísbendingar um hana á ákveðnum gildum bilsins þótt þær nægi ekki til að kveða upp stóradóm. Í sterkeindahraðlinum er framkallaður árekstur róteinda við gríðarlega mikla orku. Vandinn við leitina að Higgs-bóseindinni er að samkvæmt fræðunum verður hún ekki til nema í litlum hluta árekstra. Því meiri orka sem er notuð, því líklegra er hins vegar að hún myndist. Higgs-bóseindin er öreind en eðlisfræðingar spáðu fyrir um tilvist hennar fyrir nærri 50 árum. Síðan hefur staðið yfir leit að vísbendingum um tilvist hennar en án árangurs. Einn helsti hvatinn að byggingu sterkeindahraðals CERN var að þar var um að ræða tæki sem var talið geta svarað spurningunni um tilvist eindarinnar fyrir fullt og allt. Higgs-bóseindin sjálf er raunar ekki sérlega áhugaverð. Hún er einungis áhugaverð að því leyti að tilvist hennar myndi sanna tilvist hins ósýnilega Higgs orkusviðs sem er talið fylla alheiminn. Ekki er hins vegar hægt að nema orkusviðið sjálft þannig að vísindamenn leita heldur að einkenniseind sviðsins sem er Higgs-bóseindin. Samkvæmt staðallíkani öreindafræðinnar ferðuðust massalausar öreindir um alheiminn á ljóshraða fyrstu örsekúndu tilveru hans. Þá kviknaði á Higgs-orkusviðinu sem gerði það að verkum að það hægðist á sumum, en ekki öllum, eindanna sem fengu í leiðinni massa. Þetta gerði þeim eindum svo aftur mögulegt að tengjast og mynda þær frum- og sameindir sem allt efni alheimsins er búið til úr. Án orkusviðsins er eðlisfræðingum vandi á höndum því það hefði í för með sér að þeir hefðu ekki skýringu á því af hverju öreindir ferðast ekki allar massalausar á ljóshraða um alheiminn. Þar með væri komin stór gloppa í staðallíkan eðlisfræðinnar og ljóst að menn þyrftu að leita annað að svörum við mörgum áhugaverðustu spurningum vísindanna. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira