Vel lukkað samstarf Trausti Júlíusson skrifar 21. desember 2011 18:00 Ben Frost og Daníel Bjarnason rugla saman reytum í áhrifaríku verki. Tónlist. Solaris. Ben Frost og Daníel Bjarnason. Verkið Solaris var frumflutt af Krakársinfóníettunni með þátttöku höfundanna Bens Frost og Daníels Bjarnasonar í október árið 2010, en sömu aðilar fluttu verkið í New York í apríl og á Listahátíð í Reykjavík í vor. Við tónlistina gerðu Brian Eno og Nick Robertson kvikmyndaverk, byggt á mynd Andrei Tarkovsky frá árinu 1972. Verkið var upphaflega pantað af Unsound-tónlistarhátíðinni í Kraká í tilefni af því að fimmtíu ár voru liðin frá útgáfu skáldsögunnar Solaris, eftir Stanislaw Lem. Tónlistin á disknum Solaris sem nú er komin út, er byggð á upptökum af flutningi verksins, en þeir Ben og Daníel unnu verkið töluvert áfram, m.a. með tölvuhljóðvinnslu. Kvikmynd Tarkovskys er mikið meistaraverk sem einkennist af magnaðri stemningu og mjög hægri framvindu sögunnar. Á svipaðan hátt einkennist tónlistin á Solaris-plötunni af magnaðri stemningu sem næst fram með tónsmíðum sem virka tilviljanakenndar og ómarkvissar, en hafa samt, eins og mynd Tarkovskys, vel ígrundaða uppbyggingu. Þetta er ekki melódísk tónlist, heldur skapa þeir félagar sterkt andrúmsloft með hljóðum og hljóðeffektum. Verkið er á köflum lágstemmt og minímalískt, en svo eru líka dramatískir kaflar með stigmögnun og háværari kaflar inn á milli. Það má segja að tónlist þessara tveggja listamanna blandist vel hér, dramatísku strengjakaflarnir tilheyra t.d. Daníel, en raftónlistarhljóðmyndirnar eru meira í anda Bens. Á heildina litið er þetta sérstakt og áhrifaríkt verk, sem allt áhugafólk um framsækna tónlist ætti að gefa gaum. Niðurstaða: Ben Frost og Daníel Bjarnason rugla saman reytum í áhrifaríku verki. Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist. Solaris. Ben Frost og Daníel Bjarnason. Verkið Solaris var frumflutt af Krakársinfóníettunni með þátttöku höfundanna Bens Frost og Daníels Bjarnasonar í október árið 2010, en sömu aðilar fluttu verkið í New York í apríl og á Listahátíð í Reykjavík í vor. Við tónlistina gerðu Brian Eno og Nick Robertson kvikmyndaverk, byggt á mynd Andrei Tarkovsky frá árinu 1972. Verkið var upphaflega pantað af Unsound-tónlistarhátíðinni í Kraká í tilefni af því að fimmtíu ár voru liðin frá útgáfu skáldsögunnar Solaris, eftir Stanislaw Lem. Tónlistin á disknum Solaris sem nú er komin út, er byggð á upptökum af flutningi verksins, en þeir Ben og Daníel unnu verkið töluvert áfram, m.a. með tölvuhljóðvinnslu. Kvikmynd Tarkovskys er mikið meistaraverk sem einkennist af magnaðri stemningu og mjög hægri framvindu sögunnar. Á svipaðan hátt einkennist tónlistin á Solaris-plötunni af magnaðri stemningu sem næst fram með tónsmíðum sem virka tilviljanakenndar og ómarkvissar, en hafa samt, eins og mynd Tarkovskys, vel ígrundaða uppbyggingu. Þetta er ekki melódísk tónlist, heldur skapa þeir félagar sterkt andrúmsloft með hljóðum og hljóðeffektum. Verkið er á köflum lágstemmt og minímalískt, en svo eru líka dramatískir kaflar með stigmögnun og háværari kaflar inn á milli. Það má segja að tónlist þessara tveggja listamanna blandist vel hér, dramatísku strengjakaflarnir tilheyra t.d. Daníel, en raftónlistarhljóðmyndirnar eru meira í anda Bens. Á heildina litið er þetta sérstakt og áhrifaríkt verk, sem allt áhugafólk um framsækna tónlist ætti að gefa gaum. Niðurstaða: Ben Frost og Daníel Bjarnason rugla saman reytum í áhrifaríku verki.
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira