Þéttofið, litríkt og yfirleitt áhugavert Freyr Bjarnason skrifar 25. desember 2011 10:00 7 með Todmobile. Tónlist. 7. Todmobile. Söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson er kynntur til sögunnar á þessari sjöundu hljóðversplötu Todmobile. Eins og búast mátti við fær hann að njóta sín í kraftmeiri lögunum og stimplar sig þar vel inn á meðan Andrea Gylfa syngur yfirleitt þau rólegri. Platan hefst á hinu krúttlega Sjúklegt sjóv sem Andrea syngur við hnyttinn texta sinn og næst tekur við Hafmey, sæmileg kraftballaða með Eyþóri Inga. Þau syngja síðan saman í Hér og nú, lagi sem hefði sómt sér vel í Eurovision. Aftur syngja Rocky Horror-vinirnir saman í Það er nú það, hressilegu popplagi, sem er næst besta lag plötunnar á eftir Gleym mér ei, verulega huggulegu lagi í gamla Todmobile-stílnum, með töff gítar- og bassaspili. Allt þetta hristir upptökustjórinn og gítarleikarinn Þorvaldur Bjarni saman í litríkan kokteil en lagasmíðarnar á seinni helmingi plötunnar eru ekki jafn áhugaverðar, þótt margt sé þar vel gert og ýmsu tjaldað til. Undantekningin er Ég er bara ég þar sem falleg rödd Andreu skín skært í þéttofinni ballöðu. Einnig sker Draumar og dægurlög sig úr sem ágætis popplag og Ástin mín er lítið og sætt lokalag. Niðurstaða: Nokkur mjög góð lög en minni gæði í seinni hlutanum draga úr heildaráhrifunum. Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist. 7. Todmobile. Söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson er kynntur til sögunnar á þessari sjöundu hljóðversplötu Todmobile. Eins og búast mátti við fær hann að njóta sín í kraftmeiri lögunum og stimplar sig þar vel inn á meðan Andrea Gylfa syngur yfirleitt þau rólegri. Platan hefst á hinu krúttlega Sjúklegt sjóv sem Andrea syngur við hnyttinn texta sinn og næst tekur við Hafmey, sæmileg kraftballaða með Eyþóri Inga. Þau syngja síðan saman í Hér og nú, lagi sem hefði sómt sér vel í Eurovision. Aftur syngja Rocky Horror-vinirnir saman í Það er nú það, hressilegu popplagi, sem er næst besta lag plötunnar á eftir Gleym mér ei, verulega huggulegu lagi í gamla Todmobile-stílnum, með töff gítar- og bassaspili. Allt þetta hristir upptökustjórinn og gítarleikarinn Þorvaldur Bjarni saman í litríkan kokteil en lagasmíðarnar á seinni helmingi plötunnar eru ekki jafn áhugaverðar, þótt margt sé þar vel gert og ýmsu tjaldað til. Undantekningin er Ég er bara ég þar sem falleg rödd Andreu skín skært í þéttofinni ballöðu. Einnig sker Draumar og dægurlög sig úr sem ágætis popplag og Ástin mín er lítið og sætt lokalag. Niðurstaða: Nokkur mjög góð lög en minni gæði í seinni hlutanum draga úr heildaráhrifunum.
Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira