Facebook-mynd með fernu 18. janúar 2011 05:30 Glee-hópurinn fagnaði verðlaunum sínum innilega á Golden Globe-hátíðinni. nordicphotos/getty The Social Network og Glee voru sigurvegarar kvöldsins á Golden Globe-hátíðinni í Los Angeles. Kvikmyndin The Social Network og sjónvarpsþátturinn Glee hlutu flest verðlaun á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. The Social Network, sem fjallar um upphaf Facebook-síðunnar, hlaut fern verðlaun: sem besta dramamyndin, fyrir bestu leikstjórn, besta handritið og fyrir tónlistina. Glee hlaut þrenn verðlaun, þar á meðal sem besti söngva- eða gamanþátturinn. Bretinn Colin Firth var kjörinn besti dramaleikarinn fyrir hlutverk sitt í The King"s Speech, eins og búist hafði verið við. Þetta voru einu verðlaunin sem myndin hlaut, þrátt fyrir sjö tilnefningar. Það kom heldur engum á óvart þegar Natalie Portman hlaut Gullhnöttinn sem besta dramaleikkonan fyrir frammistöðu sína sem ballerína í Black Swan. Portman, sem á von á barni, þakkaði foreldrum sínum fyrir að hafa hjálpað sér í heiminn og gefið sér eins yndislegt líf og raun ber vitni. The Kids Are All Right, sem fjallar um lesbískt par sem hittir föður táningsstúlku þeirra, var kjörin besta söngva- eða gamanmyndin og Boardwalk Empire besti dramaþátturinn í sjónvarpi. Þá var Toy Story 3 kjörin besta teiknimyndin. David Fincher Leikstjóri The Social Network þakkaði fyrir sig. Grínistinn Ricky Gervais var kynnir hátíðarinnar annað árið í röð. Hann hóf kvöldið á því að gera grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, stofnanda Playboy, og þrívíddarmyndum. „Það virðist allt hafa verið í þrívídd í ár, nema persónurnar í The Tourist,“ sagði hann og skaut þar á kvikmyndina með Johnny Depp og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum sem hefur hlotið slaka dóma. Leikarinn Robert De Niro fékk hlýjar móttökur þegar hann tók á móti verðlaunum fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar og áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar Michael Douglas afhenti síðustu verðlaun kvöldsins. „Það hlýtur að vera til betri aðferð til að vera hylltur á þennan hátt,“ grínaðist leikarinn, sem er að jafna sig eftir meðferð við krabbameini í hálsi. Það eru samtök erlendra blaðamanna sem veita Golden Globe-verðlaunin á ári hverju. Verðlaunin þykja gefa vísbendingu um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin, sem verða afhent 27. febrúar. freyr@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira
The Social Network og Glee voru sigurvegarar kvöldsins á Golden Globe-hátíðinni í Los Angeles. Kvikmyndin The Social Network og sjónvarpsþátturinn Glee hlutu flest verðlaun á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. The Social Network, sem fjallar um upphaf Facebook-síðunnar, hlaut fern verðlaun: sem besta dramamyndin, fyrir bestu leikstjórn, besta handritið og fyrir tónlistina. Glee hlaut þrenn verðlaun, þar á meðal sem besti söngva- eða gamanþátturinn. Bretinn Colin Firth var kjörinn besti dramaleikarinn fyrir hlutverk sitt í The King"s Speech, eins og búist hafði verið við. Þetta voru einu verðlaunin sem myndin hlaut, þrátt fyrir sjö tilnefningar. Það kom heldur engum á óvart þegar Natalie Portman hlaut Gullhnöttinn sem besta dramaleikkonan fyrir frammistöðu sína sem ballerína í Black Swan. Portman, sem á von á barni, þakkaði foreldrum sínum fyrir að hafa hjálpað sér í heiminn og gefið sér eins yndislegt líf og raun ber vitni. The Kids Are All Right, sem fjallar um lesbískt par sem hittir föður táningsstúlku þeirra, var kjörin besta söngva- eða gamanmyndin og Boardwalk Empire besti dramaþátturinn í sjónvarpi. Þá var Toy Story 3 kjörin besta teiknimyndin. David Fincher Leikstjóri The Social Network þakkaði fyrir sig. Grínistinn Ricky Gervais var kynnir hátíðarinnar annað árið í röð. Hann hóf kvöldið á því að gera grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, stofnanda Playboy, og þrívíddarmyndum. „Það virðist allt hafa verið í þrívídd í ár, nema persónurnar í The Tourist,“ sagði hann og skaut þar á kvikmyndina með Johnny Depp og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum sem hefur hlotið slaka dóma. Leikarinn Robert De Niro fékk hlýjar móttökur þegar hann tók á móti verðlaunum fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar og áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar Michael Douglas afhenti síðustu verðlaun kvöldsins. „Það hlýtur að vera til betri aðferð til að vera hylltur á þennan hátt,“ grínaðist leikarinn, sem er að jafna sig eftir meðferð við krabbameini í hálsi. Það eru samtök erlendra blaðamanna sem veita Golden Globe-verðlaunin á ári hverju. Verðlaunin þykja gefa vísbendingu um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin, sem verða afhent 27. febrúar. freyr@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira