Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 19. janúar 2012 10:16 Það komast færri að en vilja í Elliðaárnar í sumar Mynd af www.svfr.is Óhætt er að segja að sprenging hafi orðið í umsóknum um laxveiðileyfi í Elliðaánum fyrir komandi sumar. Þegar framlengdur umsóknarfrestur rann út á hádegi sl. föstudag kom í ljós að ríflega 760 A umsóknir höfðu borist sem er talsvert umfram framboð. Þá eru ótaldar umsóknir með B, C, D og E forgangi, en ljóst er að ekki verður hægt að verða við neinum þeirra að þessu sinni. Að venju eru langflestar umsóknirnar um veiðidaga í júlímánuði og umsóknir um morgunveiði eru margfalt fleiri en umsóknir um veiðileyfi eftir hádegið. Heildarfjöldi veiðileyfa í Elliðaánum á hverju sumri eru 760 hálfsdagsleyfi. Þetta eru 80 leyfi í júní, 372 í júlí og 308 í ágúst, eða 760 veiðileyfi alls. Helmingur leyfanna gildir fyrir hádegið og helmingur eftir hádegið. Samkvæmt samningi á Reykjavíkurborg rétt á fimm heilum veiðidögum á hverju sumri sem dragast frá heildarfjöldanum og fækkar þannig veiðileyfum til úthlutunar um 60. Þá verður 30 leyfum ráðstafað til barna og unglinga, en þau munu veiða undir handleiðslu félaga í Fræðslunefnd SVFR eins og undanfarin ár. Loks fær árnefnd Elliðaánna einn veiðidag í ágúst sem umbun fyrir störf sín í þágu félagsins. Alls verða því um 650 veiðileyfi til almennrar úthlutunar sumarið 2012. Meira á https://svfr.is/?pageid=4bddca66-3009-46d9-adf3-0146343b2cb0&NewsID=1691554e-e53e-41e5-b0ba-b131a98e6397 Stangveiði Mest lesið Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Maðkur er munaðarvara Veiði Kjósin og Grímsá á góðu róli Veiði Hrannar Pétursson býður sig fram til stjórnar SVFR Veiði Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Veiði
Óhætt er að segja að sprenging hafi orðið í umsóknum um laxveiðileyfi í Elliðaánum fyrir komandi sumar. Þegar framlengdur umsóknarfrestur rann út á hádegi sl. föstudag kom í ljós að ríflega 760 A umsóknir höfðu borist sem er talsvert umfram framboð. Þá eru ótaldar umsóknir með B, C, D og E forgangi, en ljóst er að ekki verður hægt að verða við neinum þeirra að þessu sinni. Að venju eru langflestar umsóknirnar um veiðidaga í júlímánuði og umsóknir um morgunveiði eru margfalt fleiri en umsóknir um veiðileyfi eftir hádegið. Heildarfjöldi veiðileyfa í Elliðaánum á hverju sumri eru 760 hálfsdagsleyfi. Þetta eru 80 leyfi í júní, 372 í júlí og 308 í ágúst, eða 760 veiðileyfi alls. Helmingur leyfanna gildir fyrir hádegið og helmingur eftir hádegið. Samkvæmt samningi á Reykjavíkurborg rétt á fimm heilum veiðidögum á hverju sumri sem dragast frá heildarfjöldanum og fækkar þannig veiðileyfum til úthlutunar um 60. Þá verður 30 leyfum ráðstafað til barna og unglinga, en þau munu veiða undir handleiðslu félaga í Fræðslunefnd SVFR eins og undanfarin ár. Loks fær árnefnd Elliðaánna einn veiðidag í ágúst sem umbun fyrir störf sín í þágu félagsins. Alls verða því um 650 veiðileyfi til almennrar úthlutunar sumarið 2012. Meira á https://svfr.is/?pageid=4bddca66-3009-46d9-adf3-0146343b2cb0&NewsID=1691554e-e53e-41e5-b0ba-b131a98e6397
Stangveiði Mest lesið Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Maðkur er munaðarvara Veiði Kjósin og Grímsá á góðu róli Veiði Hrannar Pétursson býður sig fram til stjórnar SVFR Veiði Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Veiði