Logi kom Brynhildi í bobba 29. janúar 2012 09:00 Sjónvarpsmanninum Loga Bergmanni Eiðssyni finnst fátt skemmtilegra en að hrekkja vini sína og samstarfsmenn. Þegar Logi kemur í heimsókn vita þeir sem þekkja hann að öruggast er að slökkva á farsímum og tölvum á meðan hann er nálægur. Fáir hafa skrifað jafn marga Facebook-statusa um hægðartregðu eða heiftarlegan niðurgang í annarra nafni og Logi. Nýjasti hrekkurinn er af dýrari gerðinni og tók heilt ár í undirbúningi þar til hann blómstraði nú í vikunni. Fórnarlambið var fyrrum samstarfskona Loga, Brynhildur Ólafsdóttir sem nýlega tók við sem framkvæmdastjóri Eddunnar, íslensku kvikmynda og sjónvarpsverðlaunanna. Logi komst í gsm-síma Brynhildar fyrir rúmu ári og fannst sniðugt að breyta númeri Egils Helgasonar sjónvarpsmanns og setja annað númer á bakvið nafnið hans í símaskrá Brynhildar. Nú löngu síðar þegar Brynhildur var að undirbúa næstu Edduhátíð ákvað hún að senda Agli Helgasyni sms og bað hann að afhenda verðlaun á Eddunni. Ekki stóð á svarinu sem barst aðeins nokkrum sekúntum síðar. Eitthvað fannst Brynhildi Egill óeðlilega æstur í að fá þetta frábæra tækifæri. Síðar kom í ljós að Logi hafði sett símanúmerið hjá stórsöngvaranum Geir Ólafssyni á bakvið nafn Egils Helgasonar í símaskránna í gsm-síma Brynhildar. Það verður spennandi að sjá hvort Brynhildur nær að leiðrétta þennan hressandi misskilning. Hvort það verður Geir Ólafsson eða Egill Helgason sem stígur á sviðið með verðlaunin veit enginn enn. Afhending Edduverðlaunanna fer fram í Gamla bíói 18. febrúar næstkomandi og verða í beinni útsendingu á Stöð 2. Það er alltaf stutt í húmorinn hjá þeim Loga og Brynhildi og margir muna eftir hláturskastinu sem þau fengu í beinni fréttaútsendingu fyrir nokkrum árum. - Sjá youtube.com. Molinn Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Sjónvarpsmanninum Loga Bergmanni Eiðssyni finnst fátt skemmtilegra en að hrekkja vini sína og samstarfsmenn. Þegar Logi kemur í heimsókn vita þeir sem þekkja hann að öruggast er að slökkva á farsímum og tölvum á meðan hann er nálægur. Fáir hafa skrifað jafn marga Facebook-statusa um hægðartregðu eða heiftarlegan niðurgang í annarra nafni og Logi. Nýjasti hrekkurinn er af dýrari gerðinni og tók heilt ár í undirbúningi þar til hann blómstraði nú í vikunni. Fórnarlambið var fyrrum samstarfskona Loga, Brynhildur Ólafsdóttir sem nýlega tók við sem framkvæmdastjóri Eddunnar, íslensku kvikmynda og sjónvarpsverðlaunanna. Logi komst í gsm-síma Brynhildar fyrir rúmu ári og fannst sniðugt að breyta númeri Egils Helgasonar sjónvarpsmanns og setja annað númer á bakvið nafnið hans í símaskrá Brynhildar. Nú löngu síðar þegar Brynhildur var að undirbúa næstu Edduhátíð ákvað hún að senda Agli Helgasyni sms og bað hann að afhenda verðlaun á Eddunni. Ekki stóð á svarinu sem barst aðeins nokkrum sekúntum síðar. Eitthvað fannst Brynhildi Egill óeðlilega æstur í að fá þetta frábæra tækifæri. Síðar kom í ljós að Logi hafði sett símanúmerið hjá stórsöngvaranum Geir Ólafssyni á bakvið nafn Egils Helgasonar í símaskránna í gsm-síma Brynhildar. Það verður spennandi að sjá hvort Brynhildur nær að leiðrétta þennan hressandi misskilning. Hvort það verður Geir Ólafsson eða Egill Helgason sem stígur á sviðið með verðlaunin veit enginn enn. Afhending Edduverðlaunanna fer fram í Gamla bíói 18. febrúar næstkomandi og verða í beinni útsendingu á Stöð 2. Það er alltaf stutt í húmorinn hjá þeim Loga og Brynhildi og margir muna eftir hláturskastinu sem þau fengu í beinni fréttaútsendingu fyrir nokkrum árum. - Sjá youtube.com.
Molinn Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira