Útlitið dökkt hjá Chelsea eftir tap í Napoli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2012 13:59 Mynd/Nordic Photos/Getty Andre Villas-Boas og hans menn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea urðu fyrir enn einu áfallinu í kvöld er liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 3-1. Chelsea á vitanlega síðari leikinn eftir á heimavelli og dugir þar 2-0 sigur til að komast áfram en miðað við frammistöðu liðsins í kvöld og reyndar síðustu vikur einnig er ekki mikið sem bendir til þess að liðið verði í pottinum þegar dregið verður í fjórðungsúrslit keppninnar. Juan Mata kom reyndar Chelsea yfir í kvöld eftir mistök í varnarleik Napoli en Paolo Cannovaro, fyrirliða Napoli, mistókst að hreinsa boltann frá marki. En varnarmistökin áttu eftir að verða fleiri í leiknum og flest frá varnarmönnum Chelsea. Þeir áttu hreint skelfilegan dag og sakna greinilega John Terry sem verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Ezequiel Lavazzi jafnaði metin á 37. mínútu eftir að hafa gabbað Raul Meireles upp úr skónum með hnitmiðuðu skoti utan vítateigs. Edinson Cavani stakk sér svo inn fyrir varnarlínu Chelsea í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum yfir eftir laglega sendingu Gökhan Inler. Chelsea var svo stálheppið að fá aðeins eitt mark á sig í seinni hálfleik en það kom á 64. mínútu. Lavezzi var þar aftur af verki eftir að Cavani hafði unnið boltann af David Luiz og leikið á Petr Cech markvörð sem var kominn langt út úr eigin marki. Ashley Cole bjargaði svo á marklínu undir lok leiksins og sá til þess að Chelsea á í það minnsta raunhæfan möguleika á að komast enn áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Mikið hefur verið fjallað um starfsöryggi Andre Villas-Boas knattspyrnustjóra og mun það sjálfsagt ekki minnka eftir þennan leik. Hann ákvað að vera með Cole, Frank Lampard og Michael Essien á bekknum en þeir komu allir inn á sem varamenn í dag. Síðari leikur þessara liða fer fram í Lundúnum þann 14. mars næstkomandi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
Andre Villas-Boas og hans menn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea urðu fyrir enn einu áfallinu í kvöld er liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 3-1. Chelsea á vitanlega síðari leikinn eftir á heimavelli og dugir þar 2-0 sigur til að komast áfram en miðað við frammistöðu liðsins í kvöld og reyndar síðustu vikur einnig er ekki mikið sem bendir til þess að liðið verði í pottinum þegar dregið verður í fjórðungsúrslit keppninnar. Juan Mata kom reyndar Chelsea yfir í kvöld eftir mistök í varnarleik Napoli en Paolo Cannovaro, fyrirliða Napoli, mistókst að hreinsa boltann frá marki. En varnarmistökin áttu eftir að verða fleiri í leiknum og flest frá varnarmönnum Chelsea. Þeir áttu hreint skelfilegan dag og sakna greinilega John Terry sem verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Ezequiel Lavazzi jafnaði metin á 37. mínútu eftir að hafa gabbað Raul Meireles upp úr skónum með hnitmiðuðu skoti utan vítateigs. Edinson Cavani stakk sér svo inn fyrir varnarlínu Chelsea í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum yfir eftir laglega sendingu Gökhan Inler. Chelsea var svo stálheppið að fá aðeins eitt mark á sig í seinni hálfleik en það kom á 64. mínútu. Lavezzi var þar aftur af verki eftir að Cavani hafði unnið boltann af David Luiz og leikið á Petr Cech markvörð sem var kominn langt út úr eigin marki. Ashley Cole bjargaði svo á marklínu undir lok leiksins og sá til þess að Chelsea á í það minnsta raunhæfan möguleika á að komast enn áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Mikið hefur verið fjallað um starfsöryggi Andre Villas-Boas knattspyrnustjóra og mun það sjálfsagt ekki minnka eftir þennan leik. Hann ákvað að vera með Cole, Frank Lampard og Michael Essien á bekknum en þeir komu allir inn á sem varamenn í dag. Síðari leikur þessara liða fer fram í Lundúnum þann 14. mars næstkomandi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira