Hver ber ábyrgð á neysluvenjum okkar? Borghildur Sverrisdóttir framkvæmdastjóri MatAsks skrifar 20. febrúar 2012 13:45 Heilsa Íslendinga er ekki að batna og við berum sameiginlega ábyrgð á því. Ég velti mikið fyrir mér hvernig matvöruverslanirnar stjórna kauphegðun okkar með tilboðum og afsláttum. Margir halda að þau séu að gera góð kaup en hugsa minna út í hvaða áhrif matvaran er að hafa á líkama þeirra og heilsu. Alltof oft sjáum við tilboð á óhollustu eins og kexi, sætabrauði, nammi, unnum matvörum og á þá sérstaklega kjötvörum og skyndibitum en örsjaldan tilboð á hollustuvöru, eins og grænmeti og ávöxtum, sem ég sakna oft.Allt skiptir máli Einhvern tímann lagði ég fram þá spurningu af hverju væri ekki hægt að hafa einstöku sinnum 50% afslátt á ávöxtum eða grænmeti í stað 50% afslátt á nammibarnum. Og margir aðrir hafa velt þessu fyrir sér. Verslunareigendur myndu ekki aðeins auka söluna hjá sér heldur fá fólk til að kaupa annað í leiðinni og ég tala nú ekki um að hafa heilsubætandi áhrif á þjóðina, því ekki veitir af. Allt skiptir máli. Ábyrgð verslana á heilsu þjóðar er heilmikil þar sem þeir stjórna kauphegðun okkar, allavega að einhverju leiti en auðvitað er ábyrgðin ekki aðeins þeirra heldur byrjar hún alltaf hjá okkur sjálfum.Hlutverk foreldra mikilvægt Við kunnum best að meta það sem við erum alin upp við. Ef við erum alin upp við hafragraut á morgnana eða takmörkun á sælgæti og gosi eru miklar líkur á því að við tökum þá siði með okkur á eigið heimili. Hlutverk foreldra er nefnilega gríðarlega stórt þegar kemur að því að móta matarvenjur barna alveg frá upphafi. Ég tel að ef börnum er gefið fullt frelsi á matarvali sínu eru meiri líkur á að þau verði matvönd og vilji ekkert ef þau fá ekki það sem þeim langar í þá og þá stundina. Þó ég meini ekki að matvendi komi af fullu frelsi. Þau vilja og þurfa hæfilegan aga í þessum efnum eins og öðrum. Ef þau eru t.d. kynnt snemma fyrir sætindum eða fituríkum mat eru meiri líkur á að þau velja það frekar í framtíðinni.Næring hefur áhrif á þroska Næring barna, sérstaklega á fyrstu æviárunum, er jafnvel enn mikilvægari en næring fullorðinna, þar sem næringin hefur bein áhrif á þroska barnsins og líkamsstarfsemi síðar meir, svo sem ónæmiskerfi. Næringarsnauður matur, líkt og franskar, sætindi, gos og sykrað kex hefur lítið að gera í litla munna og þau sækjast ekki í þennan mat fyrr en við bjóðum þeim hann, en oft verður hentugleiki og tímaskortur foreldra ofan á. En hvort sem það er peningaskortur eða tímaskortur sem oft verður til þess að næringuna vantar í fæðu okkar eða barnanna að þá er mál að finna lausn á því. Eins og t.d. að nýta betur matinn sem við kaupum og nota frystinn. Ef við höfum ekki heilsuna, höfum við hvort eð er lítið með tíma eða peninga að gera, því maður gerir ekki mikið án heilsunnar.Ábyrgðin okkar á endanum Þó ábyrgð kaupmanna sé mikil og tilboð og auglýsingar geti stýrt fólki í ótrúlegustu áttir er ábyrgðin alltaf okkar á endanum. Heilsa Íslendinga er ekki að batna og við berum sameiginlega ábyrgð á því. Þess vegna hvet ég kaupmenn, matvælaframleiðendur, og matvælainnflytendur að taka á sig hluta ábyrgðar á neysluvenjum fólks og bjóða í auknu mæli upp á veglega afslætti af næringarríkum vellíðunarmat sem skilar sér í heilsuhraustari, öflugri einstaklingum og heilsusamlegra samfélagi.Að nýta sér vald sitt til góðra verka og bjóða upp á góða afslætti á heilsuvörum, s.s. ávöxtum og grænmeti, leiðir bara af sér góða hluti. Heilsa Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Ég velti mikið fyrir mér hvernig matvöruverslanirnar stjórna kauphegðun okkar með tilboðum og afsláttum. Margir halda að þau séu að gera góð kaup en hugsa minna út í hvaða áhrif matvaran er að hafa á líkama þeirra og heilsu. Alltof oft sjáum við tilboð á óhollustu eins og kexi, sætabrauði, nammi, unnum matvörum og á þá sérstaklega kjötvörum og skyndibitum en örsjaldan tilboð á hollustuvöru, eins og grænmeti og ávöxtum, sem ég sakna oft.Allt skiptir máli Einhvern tímann lagði ég fram þá spurningu af hverju væri ekki hægt að hafa einstöku sinnum 50% afslátt á ávöxtum eða grænmeti í stað 50% afslátt á nammibarnum. Og margir aðrir hafa velt þessu fyrir sér. Verslunareigendur myndu ekki aðeins auka söluna hjá sér heldur fá fólk til að kaupa annað í leiðinni og ég tala nú ekki um að hafa heilsubætandi áhrif á þjóðina, því ekki veitir af. Allt skiptir máli. Ábyrgð verslana á heilsu þjóðar er heilmikil þar sem þeir stjórna kauphegðun okkar, allavega að einhverju leiti en auðvitað er ábyrgðin ekki aðeins þeirra heldur byrjar hún alltaf hjá okkur sjálfum.Hlutverk foreldra mikilvægt Við kunnum best að meta það sem við erum alin upp við. Ef við erum alin upp við hafragraut á morgnana eða takmörkun á sælgæti og gosi eru miklar líkur á því að við tökum þá siði með okkur á eigið heimili. Hlutverk foreldra er nefnilega gríðarlega stórt þegar kemur að því að móta matarvenjur barna alveg frá upphafi. Ég tel að ef börnum er gefið fullt frelsi á matarvali sínu eru meiri líkur á að þau verði matvönd og vilji ekkert ef þau fá ekki það sem þeim langar í þá og þá stundina. Þó ég meini ekki að matvendi komi af fullu frelsi. Þau vilja og þurfa hæfilegan aga í þessum efnum eins og öðrum. Ef þau eru t.d. kynnt snemma fyrir sætindum eða fituríkum mat eru meiri líkur á að þau velja það frekar í framtíðinni.Næring hefur áhrif á þroska Næring barna, sérstaklega á fyrstu æviárunum, er jafnvel enn mikilvægari en næring fullorðinna, þar sem næringin hefur bein áhrif á þroska barnsins og líkamsstarfsemi síðar meir, svo sem ónæmiskerfi. Næringarsnauður matur, líkt og franskar, sætindi, gos og sykrað kex hefur lítið að gera í litla munna og þau sækjast ekki í þennan mat fyrr en við bjóðum þeim hann, en oft verður hentugleiki og tímaskortur foreldra ofan á. En hvort sem það er peningaskortur eða tímaskortur sem oft verður til þess að næringuna vantar í fæðu okkar eða barnanna að þá er mál að finna lausn á því. Eins og t.d. að nýta betur matinn sem við kaupum og nota frystinn. Ef við höfum ekki heilsuna, höfum við hvort eð er lítið með tíma eða peninga að gera, því maður gerir ekki mikið án heilsunnar.Ábyrgðin okkar á endanum Þó ábyrgð kaupmanna sé mikil og tilboð og auglýsingar geti stýrt fólki í ótrúlegustu áttir er ábyrgðin alltaf okkar á endanum. Heilsa Íslendinga er ekki að batna og við berum sameiginlega ábyrgð á því. Þess vegna hvet ég kaupmenn, matvælaframleiðendur, og matvælainnflytendur að taka á sig hluta ábyrgðar á neysluvenjum fólks og bjóða í auknu mæli upp á veglega afslætti af næringarríkum vellíðunarmat sem skilar sér í heilsuhraustari, öflugri einstaklingum og heilsusamlegra samfélagi.Að nýta sér vald sitt til góðra verka og bjóða upp á góða afslætti á heilsuvörum, s.s. ávöxtum og grænmeti, leiðir bara af sér góða hluti.
Heilsa Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira