Næsta PlayStation kölluð "Orbis" 29. mars 2012 22:30 Samkvæmt Kotaku fer leikjatölvan í almenna sölu síðla árs 2013. mynd/sony Tæknifréttasíðan Kotaku greindi frá því fyrr í vikunni að næsta PlayStation leikjatölvan verði kölluð „Orbis." Síðan ræddi við óþekktan heimildarmann hjá Sony. Hann heldur því fram að leikjatölvan verði margfalt öflugri en PlayStation 3. Þannig mun leikjatölvan styðja upplausn allt upp í 4096x2160. Afar fá sjónvörp styðja slíka upplausn. Tæknifyrirtækið Toshiba hefur þó hafið þróun á slíku háskerpu sjónvarpi og er búist við að fleiri fyrirtæki eigi eftir að gera hið saman. Heimildarmaðurinn segir að leikjatölvan sé kölluð Orbis. Hann gat þó ekki staðfest hvort að þetta væri vinnuheiti eða raunverulegt nafn leikjatölvunnar. Þá er talið að nýja leikjatölvan muni ekki styðja notaða tölvuleiki. Talið var að Sony myndi kynna leikjatölvuna á E3 tölvuleikjaráðstefnunni í sumar en fulltrúar fyrirtækisins hafa staðfest að svo er ekki. Samkvæmt Kotaku fer leikjatölvan í almenna sölu síðla árs 2013. Hægt er að nálgast umfjöllun Kotaku hér. Leikjavísir Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Tæknifréttasíðan Kotaku greindi frá því fyrr í vikunni að næsta PlayStation leikjatölvan verði kölluð „Orbis." Síðan ræddi við óþekktan heimildarmann hjá Sony. Hann heldur því fram að leikjatölvan verði margfalt öflugri en PlayStation 3. Þannig mun leikjatölvan styðja upplausn allt upp í 4096x2160. Afar fá sjónvörp styðja slíka upplausn. Tæknifyrirtækið Toshiba hefur þó hafið þróun á slíku háskerpu sjónvarpi og er búist við að fleiri fyrirtæki eigi eftir að gera hið saman. Heimildarmaðurinn segir að leikjatölvan sé kölluð Orbis. Hann gat þó ekki staðfest hvort að þetta væri vinnuheiti eða raunverulegt nafn leikjatölvunnar. Þá er talið að nýja leikjatölvan muni ekki styðja notaða tölvuleiki. Talið var að Sony myndi kynna leikjatölvuna á E3 tölvuleikjaráðstefnunni í sumar en fulltrúar fyrirtækisins hafa staðfest að svo er ekki. Samkvæmt Kotaku fer leikjatölvan í almenna sölu síðla árs 2013. Hægt er að nálgast umfjöllun Kotaku hér.
Leikjavísir Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira