Versta rekstrarár í sögu Nintendo 26. apríl 2012 11:35 Nintendo bindur miklar vonir við nýjan Super Mario tölvuleik en hann er væntanlegur seinna á þessu ári. mynd/AFP Japanski tölvuleikjaframleiðandinn Nintendo tapaði 533 milljónum dollara á síðasta ári eða um 67 milljörðum íslenskra króna. Er þetta versta rekstrarár í sögu fyrirtækisins og í fyrsta sinn sem Nintendo er rekið með tapi. Ástæðurnar fyrir þessu eru sagðar vera minnkandi eftirspurn eftir Wii leikjatölvunni og sterk staða japanska jensins. Fyrir nokkrum árum var Nintendo stærsti tölvuleikjaframleiðandi veraldar. Titlar eins og Pokémon og Super Mario nutu gríðarlegra vinsælda en á síðustu árum hefur Nintendo átt í erfiðleikum með að halda í við samkeppnisaðila sína. Nintendo gerir ráð fyrir að skila hagnaði fyrir árið 2012. Þá bindur fyrirtækið miklar vonir við nýjan Super Mario tölvuleik sem nú er í framleiðslu. Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið
Japanski tölvuleikjaframleiðandinn Nintendo tapaði 533 milljónum dollara á síðasta ári eða um 67 milljörðum íslenskra króna. Er þetta versta rekstrarár í sögu fyrirtækisins og í fyrsta sinn sem Nintendo er rekið með tapi. Ástæðurnar fyrir þessu eru sagðar vera minnkandi eftirspurn eftir Wii leikjatölvunni og sterk staða japanska jensins. Fyrir nokkrum árum var Nintendo stærsti tölvuleikjaframleiðandi veraldar. Titlar eins og Pokémon og Super Mario nutu gríðarlegra vinsælda en á síðustu árum hefur Nintendo átt í erfiðleikum með að halda í við samkeppnisaðila sína. Nintendo gerir ráð fyrir að skila hagnaði fyrir árið 2012. Þá bindur fyrirtækið miklar vonir við nýjan Super Mario tölvuleik sem nú er í framleiðslu.
Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið